Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1965, Side 7

Íþróttablaðið - 01.10.1965, Side 7
Islandsmeistarar í 19 sinn * - KR sigraði í Islandsmótinu í knattspyrnu eftir sögulegan aukaleik við Akurnesinga Islandsmótið í knattspyrnu varð að þessu sinni tvísýnna en oftast áður og úrslit fengust ekki fyrr en eftir aukaleik milli Akraness og KR — og sigruðu KR-ingar þá í hörðum leik með tveimur mörkum gegn einu og hlutu Islandsbikarinn í 19. sinn og titilinn „Bezta knattspyrnu- félag íslands 1965“. Sigur KR kom engan veginn á óvart og þegar mótið var vel hálfnað hafði félagið langmestar sigur- líkur, en staðan breyttist þá skyndilega eftir tapleik á Akra- nesi og Akurnesingar, sem höfðu byrjað verst af öllum í mótinu — hlutu eitt stig úr þremur fyrstu leikjum sínum í mótinu — komust uppfyrir KR eftir sex sigurleiki í röð. Akurnesingar áttu þá einn leik eftir — gegn Islandsmeist- urum fyrra árs, Keflvíkingum, á heimavelli sínum við Langa- sand á Akranesi. Sigur eða jafn- tefli hefði fært Akurnesingum Islandsbikarinn að nýju — en það átti ekki fyrir þeim að hggja að þessu sinni. Keflvík- ingar sigruðu í leiknum, þrátt fyrir þá staðreynd, að þrír af hinum föstu leikmönnum liðsins léku ekki með að þessu sinni, þar sem þeir tepptust erlendis. Og þessi sigur Keflvíkinga gaf KR aftur möguleika. Síðasti leikur mótsins samkvæmt leikjaskrá var milli KR og Keflavíkur á Laugardalsvelli og eftir óvenju skemmtilegan leik — sennilega hinn bezta í mótinu — varð jafntefli 3—3. Þar með var lokastaðan sú, að Akranes og KR voru jöfn í efsta sæti með 13 stig — en Keflvíkingar náðu Akureyring- um á 11 stigum. Valur, sem hafði náð beztum árangri í fyrri umferðinni — en tapaði öllum leikjum í þeirri síðari — varð í fimmta sæti og Fram féll niður í 2. deild í fyrsta skipti í sögu félagsins og sæti liðsins í 1. deild næsta ár tek- ur Þróttur. Og þá var komið að hinum sögulega úrslitaleik milli KR og Akraness, sem háður var á Laugardalsvelli sunnudaginn 3. Einar Isfeld skorar fyrsta markið í úrslitaleik KR og Akraness. 187

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.