Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1970, Page 7

Íþróttablaðið - 01.12.1970, Page 7
2) ALÍÞRÓTTAMAÐUR: vera alíþróttamaður, sbr., vera íþrótta- maður. Þeir eru alíþróttamenn, sér til heilsubótar. 3!) ALÆFINGAR: stunda al- æfingar, sbr. stunda æfingar. Það þarf ekki endilega íþróttavelli til þess að geta stundað alæfing- ar með ánægjulegum árangri. 4) ALÆFING: fara á alæf- ingu, sbr. fara á æfingu; vera á alæfingu, sbr. vera á æfingu, koma af alæfingu, sbr. koma af æfingu. Forstjórinn fór á æf- ingu, þér að segja alæfingu. All- ir, sem vettlingi geta valdið, eru á alæfingu þessa stundina. Þeir koma allaf bressir og kátir af alæfingu. 5) ALÆFA SIG, sbr. æfa sig. Vinnufélagarnir eru að alæfa sig. Að sjálfsögðu kunna þessi orð að koma einhverjum spánskt fyrir sjónir í fyrstu, en sama gildir um flest öll nýyrði. Til marks um það má t. d. nefna hið margumtalaða ál fyrir alum- iníum, alúmin eða alúm. Það orð sem slíkt þætti óumdeilanlega ómissandi nú, enda er það stutt og laggott og því hentugt í öll- um orðasamböndum m. a., sbr. t. d. álverksmiðja. Hvorugkyns- orðið ál vrðist ekki hafa verið til áður, en þó fer það vel 1 mál- inu. Hví skyldu þá ekki þeir, sem það kjósa, með sama rétti í gamni og alvöru nota hvorug- kynsorðið AL, er beygist eins og ál, sem styttingu fyrir al- íþróttir, eða jafnvel einungis A, enda mættu alíþróttir gjama vera íslenzku þjóðinni jafnofar- lega í huga og fyrsti stafur staf- rófsins. Þá gætumenn t. d. spurt: Ertu með í alið eftir vinnutíma? Þá má ekki heldur gleyma orð- inu sími, sem leysti algerlega af hólmi útlenzka orðið telefon, enda verður jafnan að leggja áherzlu á að finna gjaldgeng ís- lenzk orð yfir erlend hugtök, jafnvel þótt það kosti e. t. v. eitthvað í upphafi. Að lokum óskar undirritaður þess, að íþróttasambandi íslands megi auðnast að ná hið fyrsta hinu mikilvæga takmarki sínu — alíþróttaiðkun — og óskar ekki sízt Sigurði Magnússyni al- íþróttastjóra gæfu og gengis í starfinu. Jón Ögmundur Þormóðsson, laganemi.“ /-------■— -- ■ ^ ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN H E K L A hf., Laugavegi 170-172 — Sími 21240 ___________________________________________________________________________________________z ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 239

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.