Íþróttablaðið - 01.12.1970, Side 17
Kunnar eru hér 13 fornar bað-
laugar og á Grænlandi ein, þar
sem íslendingabyggðir voru.
Fjórar þessara baðlauga og jarð-
baða eru enn nothæfar. Fræg-
ust þeirra er Snorralaug í Reyk-
holti. Borgarfjarðarsýslu. Ber
hún nafn sitt af Snorra Sturlu-
syni, sem mun hafa reist hana
í því formi, sem hún hefur nú
(Snorri Sturluson d. 1241).
Þær líkamsíþróttir, sem
Skandinavarnir fluttu út hing-
að, voru fyrst og fremst hernað-
arlegs eðlis. Menn iðkuðu því
mjög að beita sverðum af ýms-
um gerðum, öxum og atgeirum.
Spjótum var kastað til marks og
æft að handsama þau á lofti og
senda til baka. Eftir því sem
bogar voru þyngri, þ. e. erfið-
ara að draga þá eða spenna til
fullnustu, því skotharðari voru
þeir. Vegna þessa þurfti við
bogaskot að þjálfa vöðvastyrk,
svo hinn þyngsti bogi væri
spenntur til fulls án þess að mið-
un örvar yrði óörugg. Þá var
engu minni áherzla lögð á að
geta varizt með þungum skildi
og vera mjúkur, snar og snarp-
ur í vörn eða sókn. Oft átti það
fyrir einhverjum að liggja að
berjast á skipi eða í húsi, þar
sem ýmsar hindranir gátu ver-
ið á vegi, hvort sem hopað var
eða sótt. Vegna þess æfðu forn-
menn stökk fram fyrir sig og
aftur, í loft upp eða þeir fóru
á stikli yfir hindrun, þ. e. stukku
yfir hindrun og höfðu stuðning
af hendi. Ef vopn eyðilagðist,
tapaðist úr hendi eða óvinir
mættust vopnlausir, þá var grip-
ið til fangbragðanna, þ. e. leit-
azt við að koma andstæðingnum
undir með átökum handa og
brögðum fóta. Voru þá oft litl-
ir hnífar eða tennurnar notaðar
til þess að binda endi á viður-
Bardagi á Þingvöllum
eignina eða nærstæð ójafna til
þess fallin að brjóta á hrygg eða
bringspalir. Jafnvel sundið var
æft í þeim tilgangi að geta grip-
ið andstæðinginn fangbrögðum,
ef þeir kæmu í vatn saman, færa
hann í kaf og halda honum niðri
þar til meðvitund hvarf. Slíkt
fangbragð á sundi var íþrótta-
leikur sá sem þeir Ólafur
Tryggvason Noregkonungur og
Kjartan Ólafsson bóndasonur
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
249