Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1970, Page 20

Íþróttablaðið - 01.12.1970, Page 20
HEIMILIS BIFREIDA- FULLKOMIN ÞJÓNUSTA TRYGGINGAR FYRIR SANNVIRÐI TRYGGING SAMVirVNUTRYGGINGAR ARMÚLA3 • SÍMI 38500 reynt hafi verið að draga úr heiðnum hamförum leikja og íþrótta og gera þá kristilegri, ef þeir voru þá ekki afnumdir með öllu. Öruggt er að efnt var til leikja í sambandi við ýmis kon- ar hátíðir, t. d. veizlur og þing- hald, eftir 1200 og fram á 14. öld. Þegar Þjóðveldinu lýkur á 13. öld og erlend kúgun hefst, langæ harðindi steðja að sam- fara einhverju hinu langvinn- asta eldgosatímabili, dregur mjög úr atorku þjóðarinnar. Iþrótt- irnar nær því hverfa úr þjóðlíf- inu í 4 aldir. Sund og glíma eru þær einu, sem hjara. Leikmót- in fornu þoka urn set fyrir sam- komuformi, sem nefnist gleði. Dansinn er þar allsráðandi ásamt áreynslulausum leikjum. Dans- inn er borinn uppi af kvæða- formi, sem nefnist dans. Kvæði þessi eru oft léttúðug og dans- inn hvetur til ástleitni og svo eru hinir léttu leikir oft klúrir. Frá því í byrjun 12. aldar hefur klerkdómurinn sókn sína að kveða niður hringdansa fólksins. Þessum bannfæringum heldur kirkjan áfram og ekkert minnka þær þó kaþólskur siður sé niður lagður. Hinir lúthersku klerk- ar ganga jafnvel lengra í því að kveða niður leiki og dansa al- þýðunnar, sem þeir flokka und- ir þóknanlegar athafnir skratt- anum og tilgangslaust erfiði. Jafnvel í barnalærdómsbókum 18. aldar kveður við þennan tón og á þeirri öld ritar einn prest- ur bók gegn leikjum, þar sem hann jafnvel telur brúðuleik barna skrattanum þóknanlegan hvað þá glímuna og aðrar líkam- legar lystisemdir. Á þessum 4 öldum eru það sjómenn í ver- Eitt af ensku áhugamannafé- lögunum í knattspyrnu, Hendon, beitir allnýstárlegum aðferðum til að lokka áhorfendur að leikj- um félagsins. Ef ekkert mark er skorað í leik hjá félaginu á heima- velli, fá áhorfendur ókeypis að- gang að næsta leik á eftir. Fram- vísa þeir þá leikskrá frá leikn- um á undan og gildir hún sem aðgöngumiði. „Áhorfendur kaupa sig inn á leiki til að sjá mörk skoruð," seg- ir framkvæmdastjóri félagsins, Les Fenson. „Ef ekkert mark er skorað, er okkur skylt að endur- greiða aðgöngumiða með þessum hætli.“ Hendon er eitt af beztu áhuga- mannaliðum Englands. Nýlega lauk leik, sem félagið lék gegn Barking, með jafntefli, 0:0. og fengu áhorfendur því ókeypis að- gang að næsta leik á eftir. En annars hafa leikmenn Hendon verið duglegir að skora mörk, því að í 16 síðustu leikjum hefur liðið skorað 45 mörk — eða 3 mörk að meðaltali í leik. 252 ÍÞRÓTTABLABIÐ

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.