Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 22

Íþróttablaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 22
korðaæfingar, göngu- og réttstöðu- æfingar, gönguæfingar fyrir sjó- liða og stökk yið áhöld. Um aldamótin er hafin íþrótta- kennsla í nokkrum barnaskólum — og kennarar, sem dvelja í Danmörku, læra að segja fyrir um leikfimi, en það er eigi fyrr en 1906, að fyrsti íslendingurinn lýkur dönsku kennaraprófi í leik- fimi. Fyrstu fræðslulögin voru sett 1907, og eru þá börn skólaskyld 10—14 ára. Þó ekki hafi verið ákvæði í lögunum um íþrótta- kennslu, lctu nrargir kennarar nemendur sína iðka leikfimi. Og í sumum kaupstaðaskólum verð- ur leikfimi námsgrein. Með lögunum frá 1929 eru stofnaðir héraðsskólar. í þeim öllum er fljótlega sköpuð aðstaða til þess að iðka sund og leikfimi. Undanfarar þessara skóla voru tveir alþýðuskólar, sem báðir höfðu mikil áhrif á líkamsmennt með þjóðinni, Hvítárbakkaskóli og Núpsskóli. Með aukinni þjóðernistilfinn- ingu, sem nærist af þeim frelsis- öldum, sem rísa með nágranna- þjóðunum vex sjálfsbjargarvið- leitnin. Bændur stofna ræktunar- félög. í lögum sumra þeirra eru ákvæði um iðkun glímu og sunds. Árið 1940 er leitt í lög, að leikfimi skuli kenna í öllum skólum landsins og börn læra sund. Jafnhliða þessum íþrótta- iðkunum í skólum er leitazt við að gefa nemendum tækifæri til þess að iðka skíðaíþróttir, knatt- leiki, frjálsar íþróttir og glímu. Islenzk skólaleikfimi er ekki bundin ákveðnu kerfi, en leitazt hefur verið við að fella inn í hana beztu aðferðir, sem þekkt- ar eru á hverjum tíma. Frá því kennaraskóli var stofn- aður (1908) hefur leikfimi verið ein námsgreina undir kennara- próf. Árið 1932 er stofnaður einka- skóli til þess að mennta íþrótta- kennara. Þessi skóli er árið 1943 gerður að ríkisskóla. Með stofn- un þessara skóla var unnt að koma á leikfimi- og sundskyldu í skól- um. Góður hugur ahnennings á íþróttum, svo og skilningur kenn- ara og forráðamanna skóla hefur haldizt í hendur um að veita nemendum sund- og leikfimi- iðkanir. Eins og fyrr getur var það ís- lenzk alþýða, studd af mennta- mönnum, semendurvaktiíþrótta- iðkanir. Fyrir tilverknað þessar- ar vakningar eru íþróttir komn- ar svo vel á veg innan skólanna. Áhugafélög þau um íþróttir, sem stofnuð voru fyrir og upp úr síðustu aldamótum í kaup- stöðum og kauptúnum unnu öt- ullega að framgangi glímu, leik- fimi, sunds og knattspyrnu. Um það leyti, sem þessi félög voru að myndast, voru stofnuð í v LÁGT SKAL LÆKKA! ERTU AÐ BYGGJA? VILTU BREYTA? ÞARFTU AÐ BÆTA? Lítið við í LITAVERI v.___________________________________> 254 ÍÞRÓTTABI.AÐIÐ

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.