Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1970, Side 24

Íþróttablaðið - 01.12.1970, Side 24
Hvor hefur skorað fleiri mörk, PuSKAS eða PELE? Ferenc Puskas, ungverski knattspyrnumaðurinn, sem yfir- gaf heimaland sitt fyrir 14 ár- um býr nú í Madrid á Spáni, ásamt konu sinni og 19 ára gam- alli dóttur, sem er sundkona mikil. Hann er hamingjusam- ur, svolítð órólegur og óþolin- móður, en tryggur þeirri íþrótt, sem hann hefur helgað mest lífi sínu. Fyrir skömmu var frá því sagt í frönsku knattspyrnublaði, að Puskas væri í þann veginn að hverfa aftur heim, hefði fengið uppreisn og meira að segja að ungverska stjórnin hefði í hyggju að gera hann að „einvaldi“ íþrótta þar í landi. Grein þessi, eða gróusaga, er ósönn. Brezkur blaðamaður, sem þekkir Puskas vel og hittir hann FORSÍÐUMYNDINA tók Gunnar V. Andrésson og gæti hún heitið „Jólaósk íþróttamannsins" oft, segir að hann sé alls ekki að velta fyrir sér, að snúa aftur, hann elski Spán, þar sé lieim- ili hans og öll áhugamál. Sú til- gáta, að hann langi mjög til að sjá forelclra sína, er einnig úr lausu lofti gripin. Hann hefur stöðugt samband við móður sína og systur, sem búa í Ungverja- landi og þær hafa nýlega heim- sótt hann til Madrid. Það merkilegasta við Puskas, er spurning, sem ekki hefur feng- izt svar við: ... Er liann mark- vissasti knattspyrnumaður heims- ins? Allir vita, að 1000 mörkin hans Peles eru met og enginn vill ræna hann þeim heiðri, en hvar stendur Puskas raunveru- lega? Margir, sem velta þessum málum fyrir sér, hafa opinber- lega sagt, að öllum líkindum hafi Puskas skorað fleiri mörk en Pele, en fullyrða það þó ekki. Puskas sjálfur, sem aldrei hefur viljað trana sér fram, segist „halda“ að hann hafi skorað fleiri mörk en brasilíska undra- barnið. En Puskas reynir ekki að fá það staðfest, þótt hann ef- laust gæti það. Síðan hann fór frá Ungverja- landi, er vitað, hvað hann hefur skorað mörg mörk, en ekki eru til áreiðanlegar tölur um það, frá því að hann lék með Hon- ved heima fyrir. Það, sem vitað er, er að hann skoraði 25 mörk í ýmsum góðgerðaleikjum . .. 324 fyrir Real Madrid ... 31 í úrvalsleikjum á Spáni ... 90 í landsleikjum fyrir Ungverja- land og 54 fyrir Honved árið 1945—46- Áreiðanlegar heim- ildir eru ekki til um afrek hans, en þau vann hann 1943—45 og 1955—56, en þá var hann einn markhæsti knattspyrnumaður Ungverjalands. Knattspyrnusérfræðingar á Spáni, þar sem Puskas er mjög dáður, segja að hann hafi skor- að 1176 mörk um dagana, en vegna heimildaskorts, segjast þeir ekki þora að sverja, að svo sé. Puskas fæddist í Budapest 2. apríl 1927 og lærði snemma knattspyrnu af föður sínum, sem var góður knattspyrnumað- ur. Allan feril sinn lék hann að- eins með tveim liðum, Real Madrid og Honved. Hann gekk í Honved 1943, þá 16 ára. Fé- lagið var þekkt undir nafninu Kispest, sem er útborg Búdapest, en þegar stríðið skall á, 1939, voru einkafélög bönnuð og her- málaráðuneytið tók yfir félagið og nafninu var breytt í Hon- ved. Árið 1945, ári eftir að stríð- inu lauk í Ungverjalandi, varð Puskas markhæsti maður lands- ins, þegar hann skoraði 54 mörk í 22 leikjum. Næstu 11 árin liélt. hann titlinum, en síðan varð hann landsliðsmaður og skor- aði sigurmark gegn Austurríki í fyrsta leiknum sem slíkur. Eft- ir það skoraði hann 90 mörk í 84 leikjum. Eftir hina misheppnuðu upp- 256 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.