Fréttablaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 32
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumaður auglýsinga: Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Sýningin er byggð á Eiríks sögu rauða og Grænlendingasögu. Vínlandssetur er skemmtileg afþreying fyrir ferðamenn sem koma í Búðardal. Bjarnheiður Jóhannsdóttir, einn forsvarsmanna Vínlandsseturs, segir að setrið verði opnað þann 5. júlí næstkomandi en í byrjun verði það opið frá klukkan 11-18 alla daga vikunnar. Tvenn hjón hafa tekið að sér reksturinn á Vín- landssetri en þar er kaffihús auk sýningarinnar. „Sýningin í setrinu er sögu- sýning, byggð á Eiríks sögu rauða og Grænlendingasögu, en hún er hugarsmíð Kjartans Ragnars- sonar og er systursýning Land- námssetursins í Borgarnesi, það er byggð upp á sama hátt, en segir sögur landnáms norrænna manna í Grænlandi og Ameríku til forna. Aðalsöguhetjurnar, Leifur heppni, Eiríkur rauði og Guðrún Þorbjarnardóttir eru settar fram á myndrænan hátt og sagan sögð með hljóðleiðsögn,“ segir Bjarn- heiður. „Setrið er staðsett við höfnina, neðst í Búðardal í gömlu húsi sem eitt sinn var pakkhús, en hefur nú fengið þetta skemmtilega hlut- verk. Nú er verið að leggja loka- hönd á allt innan dyra, þannig að við getum tekið á móti fólki í júlí,“ segir hún. „Að leiðsögn lokinni er tilvalið að setjast niður og fá sér gott kaffi og bakkelsi eða matarmikla súpu á neðri hæðinni. Við getum tekið á móti bæði einstaklingum og hópum, en gott er að panta með góðum fyrirvara, ef margir koma saman í hóp.“ Sögusýning í Vínlandssetri Vínlandssetur í Búðardal er í fallegu gömlu húsi við höfn- ina. Skemmtileg sýning verður opnuð um næstu helgi. Leifsbúð hefur hýst alls konar starfsemi í gegnum tíðina og er eitt elsta húsið í Búðardal. Ein sena í sýningunni um Leif heppna staddan á Marklandi, lista- maðurinn er Ingibjörg Ágústsdóttir. Á Suðurlandi er fjölbreytt afþreying í boði á borð við hellaferðir, fjórhjóla- ferðir, rib-bátaferðir, kajak, zipline, hestaferðir, köfun, hjólaferðir, jeppaferðir, íshellaferðir, snjósleða- ferðir, gönguferðir með leiðsögn, fuglaskoðun, skoðunarferðir á margvísleg söfn, heimsókn í hús- dýragarða og margt fleira. „Matarupplifun á fjölbreyttum veitingastöðum er víða að finna á Suðurlandi, þar sem boðið er upp á mat úr sunnlensku hráefni. Einnig er hægt að finna fjölbreytta gistingu um allt Suðurland, eins og gistihús, hótel, íbúðagistingu, tjaldstæði, hostel, glamping (lúxus tjaldgisting) og ýmislegt fleira. Þetta fjölbreytta framboð á veitingastöðum, afþreyingu og gistingu er hluti af þeim jákvæðu áhrifum sem ferðaþjónustan hefur á samfélagið,“ segir Guðmundur Fannar Vigfússon, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Suðurlands. „Við erum vön því að geta gert skemmtilega hluti á Íslandi, þar sem við getum séð að mestu um okkur sjálf, eins og að fara í útilegu og sund, en leyfum okkur síður að kaupa afþreyingu og upplifun líkt og við gerum erlendis,“ segir Guð- mundur og spyr: „Hvað gerum við þegar við ferðumst erlendis? Við kaupum gistingu, förum út að borða, förum jafnvel í leiðsagðar ferðir þar sem við fáum tækifæri til að heyra sögu staðarins betur, við förum á söfn og kaupum okkur alls konar afþreyingu. Við leyfum okkur sem sagt að upplifa og kynn- ast svæðinu sem við heimsækjum og hvað það hefur upp á að bjóða. Viljum við ekki fá aukna upp- lifun í ferðalagið, hvort sem það Fjölbreytt afþreying á Suðurlandi Algengasti ferðamáti Íslendinga innanlands er að keyra um landið og fara í útilegu með fjölskyld- unni. Notalegt er að grilla á tjaldsvæðum vítt og breitt um landið og frábært að skella sér í sund. Fallegi Skógafoss. Það er alltaf gaman að koma á þessar slóðir. MYND/ÞÓRIR N. KJARTANSSON er langt eða stutt? Það gerum við með því að upplifa matinn og veitingastaðina, ferðast um landið með augum ferðamannsins og jafnvel með leiðsögumann okkur við hlið, sem segir okkur sögur svæðisins og fræðir okkur, við nýtum okkur hestaleigur, skoðum ævintýraheim jöklanna í íshella- ferð, ísklifri eða snjósleðaferð, við heimsækjum flottu söfnin okkar, sem minna okkur á sögu lands og þjóðar, eða skellum okkur í ferð sem fær adrenalínið af stað eins og bátsferð, zipline, fjórhjól eða svifflug,“ segir hann og bætir við: „Varðandi kolefnissporið þá er mun umhverfisvænna fyrir okkur sem búum á Íslandi að ferðast um Ísland heldur en að taka flugið á erlenda grundu. Í því samhengi má bæði nefna samgöngumátann og það staðbundna hráefni sem við getum notið á ferðalagi okkar um landið. Ekki svo að við hættum að ferðast erlendis, en við gætum stefnt að meira jafnvægi í ferðalög- unum okkar og um leið minnkað flugviskubitið svokallaða. Við mælum með því að fólk ferðist um Suðurland og landið allt í sumar og leyfi sér að upplifa allt það sem íslensk ferðaþjónusta býður upp á.“ Hægt er að nálgast upplýsingar um fjölbreytta afþreyingu, við- burði, veitingastaði og gistingu á sudurland.is. DAG HVERN LESA 93.000 ÍSLENDINGAR FRÉTTABLAÐIÐ AÐ MEÐALTALI HEIMILD: PRENTMIðLAMÆLING GALLUP OKT-DES 2019, 12-80 ÁRA, ALLT LANDIð HAGSTOFA ÍSLANDS, MANNFJÖLDATÖLUR, 2019 2 KYNNINGARBLAÐ 2 7 . J Ú N Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RÍSLAND KOMDU MEÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.