Fréttablaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 36
Fyrsta skrefið er að hugsa út ferða- plönin, til að minnka losunina. Næsta skref er svo að slá á losunina frá ferðalaginu og velja mótvægisaðgerð, svo sem bindingu kolefnis hjá Kolviði eða önnur góð verkefni. Jóhanna María Einarsdóttir johannamaria@frettabladid.is Þegar minna verður um ferða-lög erlendis er þó fyrirséð að fjöldi Íslendinga taki sig til og ferðist á heimilisbílunum innanlands í sumar. „Blaðagrein í Times, sem var í apríl, spáði 38% samdrætti í losun frá flugi í ár, en það eru náttúrulega mjög margir óvissuþættir varðandi það hvernig flugsamgöngur verða út árið. Eitthvað af samdrættinum vegna flugsins mun koma fram aftur, vegna aukins aksturs í staðinn. Fólk ekur á áfangastað í stað þess að fljúga þangað, en sú losun er þó mun minni. Almennt virðast horfurnar vera þær að það verði heildarsamdráttur í ferðalögum, sérstaklega lengri ferðalögum, þannig að á heildina litið mun losunin dragast saman,“ segir Ragnhildur Freysteinsdóttir hjá Skógrækt Íslands og hlutastarfs- maður hjá Kolviði. Hve mörg tré þarf að gróður- setja til að kolefnisjafna? En hver er munurinn á kolefnis- losun til dæmis miðað við það að keyra á bensínbíl hringinn í kringum landið og að ferðast með flugvél til San Fransisco? „Beint f lug til SF er um átta og hálfur tími og kolefnislosun miðað við hvern farþega, fram og til baka, er um 1,4 tonn. Á móti kemur að hringvegurinn er um 1.300 km. Ef við miðum við að bíllinn eyði um 7 l/100 km, þá brennir hann um 92 lítrum af eldsneyti alla leiðina, sem samsvarar losun á um 0,2 tonnum af CO2. Þannig að losun tengd einum farþega með flugi til SF, samsvarar akstri um sjö bíla hringinn um landið. Til að binda 1,4 tonn af CO2 þarf af gróðursetja fjórtán tré hjá Kolviði.“ Ragnhildur segist ekki geta spáð fyrir hver heildarmismunurinn geti verið á minni losun vegna minnkandi flugsamgangna og þeirri losun sem verður af völdum aukinna bílasamgangna í sumar. Minni losun í sumar á heildina litið Ætla má að plánetan njóti góðs af því að dregið hefur úr flugsamgöngum í kjölfar COVID-19. Þrátt fyrir það er ennþá mikilvægt að leggja sitt á lóðarskálarnar þegar kemur að umhverfisvernd. Ragnhildur Freysteinsdóttir hjá Landvernd hvetur fólk til að kolefnisjafna ferðalögin í sumar. FRÉTTA- BLAÐIÐ/ERNIR. „Hver áhrifin verða fer eftir akstursvegalengd og bílgerð. Raf- magnsbílar eru ekki með beina losun vegna aksturs og dísel-bílar losa ívið meira en bensínbílar. Þá losar lengri akstur meira en skemmri. Almennt gildir það sama um bíl og flug. Ef þú vilt lágmarka losunina frá ferðalögum er betra að velja umhverfisvænni ferða- máta ef hægt er, ferðast styttri vegalengdir frekar en lengri og dvelja lengur á hverjum stað.“ Þó svo losun á gróðurhúsaloft- tegundum verði líklega minni í sumar en í fyrra, má lengi gott bæta og má ýmislegt gera til þess að lágmarka eða binda kolefnis- losun af völdum ferðalaga. Mikil- vægt er að gera sér grein fyrir því að kolefnisjöfnun er ekki „vottorð til þess að menga meira,“ heldur kemur hún ávallt í kjölfar aðgerða til samdráttar. „Fyrsta skrefið er að hugsa út ferðaplönin, til að minnka losunina. Næsta skref er svo að slá á losunina frá ferðalag- inu og velja mótvægisaðgerð, svo sem bindingu kolefnis hjá Kolviði eða önnur góð verkefni.“ STRÖND ÍSLENDINGASAGNA OG GOÐAFRÆÐI STRÖND SJÁVARÞORPA OG STERKRAR ARFLEIFÐAR STRÖND ÓSPILLTRAR NÁTTURU ÍSLAND 6 KYNNINGARBLAÐ 2 7 . J Ú N Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RÍSLAND KOMDU MEÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.