Fréttablaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 98
Sjálf hafði ég það nú frekar gott, ég varð ekki lasin, né neinn í fjölskyldunni. En það tók auðvitað á að mega ekki hitta fjölskyld-una og að eiga ömmur og afa sem eru í áhættuhópi. Búðin mín var opin meðan á þessu stóð, með lágmarks opnunartíma svo að ég hitti fólk allan tímann. En ég vildi að sjálfsögðu ekki bera neitt í þau svo ég lokaði mig ansi mikið af,“ segir Hildur þegar hún er innt eftir hvernig fordæmalausir tímar vegna COVID-19 hafa haft áhrif á líf hennar og rekstur. Hildur hefur unnið verslunarstörf frá því hún var unglingur og segir að það hafi verið ansi furðuleg tilfinn- ing að aðstoða konur við að finna sér kjóla án þess að mega koma nálægt þeim. Rómantískir bíltúrar „Í sumum tilvikum stóð ég bara bak við borð í hæfilegri fjarlægð og benti á það sem þær vantaði. Ég er vön að veita lúxusþjónustu og fannst þetta þess vegna mjög erfitt. En sem betur fer vorum við komin með fína netverslun og það versluðu langflestir á netinu. Við maðurinn minn vorum í því að skutla hingað og þangað eða senda út á land. Áttum rómantíska skutlbíltúra í úthverfin, nú þekki ég alls konar hverfi sem ég hafði ekki komið í áður,“ segir Hildur brosandi. Hún segist f ljótt hafa gert sér grein fyrir þeim vandamálum sem gætu komið upp vegna faraldursins. „Framleiðslan myndi mögu- lega stoppa ef ég gæti ekki pantað efni. Ég var líka komin í pælingar um gengisbreytingar og alheims- kreppu. Ég var orðin ansi svartsýn og tæp á taugum þarna á tímabili,“ segir hún. Vitundarvakning Hildur segist hafa fundið fyrir ákveðinni vitundarvakningu þegar kemur að stuðningi við íslensk fyr- irtæki í kjölfar faraldursins. „Fólk áttar sig á því að ef það vill að uppáhalds búðin, veitinga- staðurinn eða hönnuðurinn þeirra gangi þá þarf að styðja við þetta. Það er líka eins gott að það gangi betur núna heldur en í COVID. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig var að reyna að selja fína kjóla þegar það voru engin afmæli, fermingar, frumsýningar, ekkert partí og ekk- ert stuð,“ segir hún. Hildur segist að sama skapi hafa tekið eftir sterkari umhverfismeð- vitund meðal Íslendinga. „Fyrir nokkrum árum kvartaði fólk meira undan verði. Fötin mín eru ekki ódýr og föt eiga ekki að vera ódýr. Þetta er fjárfesting og það á að hugsa vel um þau, hengja þau fallega upp, laga saumsprettur og ekki vera að þvo þau of mikið. Við þurfum heldur ekki að eiga svona mikið af fötum. Ábyrgðin liggur hjá framleið- endum en ekki síður hjá neyt- endum. Það er algjör friðþæging að kaupa bol úr lífrænni bómull sem þú ætlar bara að nota einu sinni og henda svo. Það er ekkert umhverfis- vænt við það. Við erum að reyna að laga og gera betur, en þú verður líka að kjósa með veskinu þegar vel er gert,“ segir Hildur. Hún segist eiga í einstaklega góðu Var beðin um að hanna fyrir Cher Hildur Yeoman er alltaf jafn vinsæl meðal íslenskra kvenna en fátt gleður hana meira en að sjá konu líða vel í flík frá sér. Nýjasta línan hennar heitir Cheer up. og persónulegu sambandi við verk- smiðjuna sína í Eistlandi. „Við framleiðum aldrei mikið af neinu, ég vil ekki sitja uppi með stóran lager, það er mjög óum- hverfisvænt. Ég er mjög heppin að þau leyfa mér að prufa mig áfram með snið og efni. Eins virða þau umhverf issjónarmið okkar og halda upp á minni efnisbúta sem falla til þegar efnið er klippt. Við hendum því aldrei efnum og höfum verið að nýta efnisafgangana í alls- konar skemmtileg verkefni. Til dæmis nýttum við afgangs pallí- ettuefni í toppa til styrktar UN Women núna á Hönn- unarMars,“ segir Hildur. Meira flæði Segðu mér frá nýjustu línunni þinni, hvernig varð hún til og hvaðan fékkstu innblástur? „Við hönnuðum línuna í vetur. Við fylltum stúdíóið af sumarinn- blæstri, vorum með exótísk blóm og höfðum sankað að okkur efnum í björtum litum. Ég nota mikið tón- list þegar ég er að hanna og að þessu sinni var mikið um suðræna tónlist en einnig mikið diskó. Skærir litir og sexí snið.“ Nafnið á línunni, Cheer up, segir hún vera vísun í bjartari tíma, sól, sumar og stuð. „Eftir þennan endalaust erfiða og dimma vetur þá þurfum við gleði- bombu, fyrir mér stendur línan fyrir það. En svo hefur þetta líka vísun í það að við byrjuðum að vinna línuna út frá samstarfi við tónlistarkonuna og íkonið Cher. Við vorum fengin til að hanna tillögur að sviðsfatnaði á Cher. Við fengum því miður ekki verkefnið, þar sem gamall vinur hennar, Bob Mackie, ákvað að taka þetta að sér. Það er erfitt að keppa við þann snilling en Cher er víst voða ánægð með línuna og vonandi sjáum við hana í Cheer up! Það væri nú algjör draumur í dós.“ Ertu byrjuð að huga að næstu línu? „Já, ég er byrjuð að vinna að næstu línu, það gerist yfirleitt þegar ég er að hanna línu að önnur fæðist út frá henni. Svo er ég mikið að huga að því þessa dagana hvernig ég vil hafa flæðið í minni vinnu, það er oft mikill hraði í tískubransanum og ég er að reyna að finna minn takt. Við hér heima pössum alls ekki inn í útlenska módelið af „seasons“, enda er þetta að mínu mati úrelt. Mig langar frekar að gera stíla sem ferðast á milli og eru ekki bundnir við eina línu.“ Verslun Hildar er við Skólavörðu- stíg 22b en einnig er hægt að kaupa línuna á hilduryeoman.com. steingerdur@frettabladid.is Nýjasta línan frá Hildi er skreytt skærum og glaðlegum litum og hefur slegið í gegn. Hildur segir það hafa reynst henni afar erfitt að geta ekki boðið upp á þá lúxusþjónustu sem hún er vön að gera meðan á faraldrinum stóð. MYNDIR/ SAGA SIG Sumar, sól og bjartari tímar voru inn- blástur Hildar að nýjustu línunni. „Ég nota mikið tónlist þegar ég er að hanna og að þessu sinni var mikið um suðræna tónlist en einnig mikið diskó.“ 2 7 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R46 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.