Fréttablaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 93

Fréttablaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 93
Fylgstu með á á Hringbraut Kynntu þér alla dagskrána á hringbraut.is Helgarviðtalið Björk Eiðsdóttir, ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, fer dýpra í efnistök blaðsins. Áslaug Magnúsdóttir hefur getið sér gott orð í tískuheiminum í New York og er stofnandi Moda Oper- andi. Eftir erfitt ár 2015 þurfti hún að finna sjálfa sig á ný og gerði það meðal annars með því að rækta íslenskar rætur sínar og setti á laggirnar sjálfbæru fata- línuna Kötlu. Áslaug er gestur Bjarkar í helgarviðtalinu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut á sunnudaginn þar sem hún segir frá ævi sinni og störfum. FRÉTTAUMRÆÐA, MENNING, HEILSA, LÍFSREYNSLA OG NÁTTÚRA Heitustu grillin! weber.is Kolagrill Gasgrill Rafmagns grill Opna svæðið – Tíma-ritið Birtingur og í slen sk u r mó d-ernismi er bók eftir Þröst Helgason sem B ók men nt a- og listfræðastofnun HÍ og Háskólaút- gáfan gaf nýlega út. Þröstur er dag- skrárstjóri Rásar 1 á RÚV og doktor í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Bókin er byggð á doktorsritgerð hans sem hann varði árið 2015. „Ég var forvitinn um Birting sem menningarfyrirbæri og hafði áhuga á módernisma og þessum tíma í menningarsögunni. Þetta verkefni var greinilega þvermenningarlegt og á þverfræðilegu rannsóknarsviði og það talaði til mín,“ segir Þröstur, sem sjálfur hefur mikla reynslu af rit- stjórnarstörfum en hann ritstýrði meðal annars Lesbók Morgunblaðs- ins um árabil. Flutti inn erlend áhrif Tímaritið Birtingur kom út á árun- um 1955-1968. „Einar Bragi átti hug- myndina og fékk Jón Óskar, Hörð Ágústsson og Thor Vilhjálmsson til liðs við sig. Þeir voru kjarninn í Birt- ingi. Hannes Sigfússon og Geir Krist- jánsson voru með í stuttan tíma og svo bættust f leiri við þegar leið á útgáfutímann. Birtingsmenn vildu fyrir alla muni hafa Sigfús Daðason með sér en hann vildi það ekki. Fyrir því eru tvær meginástæður, hann var mjög tengdur Máli og menn- ingu og svo sá hann ekki fyrir sér að eiga samleið með öllum í ritstjórn Birtings.“ Þröstur segir að Birtingur hafi skipt miklu máli í íslensku menn- ingarlífi. „Með tilkomu Birtings opnaðist íslenskt menningarlíf meira. Auðvitað voru Birtingsmenn ekki einir um að opna menningar- lífið. Erlend menningaráhrif komu með stríðinu og eftir stríð opnaðist landið og siglingar og ferðalög til Evrópu hófust á ný. Fjöldi fólks fór til Evrópu í nám sem tengdist menn- ingu og listgreinum. Erlend áhrif komu hingað að stórum hluta í gegnum tímarit, eins og til dæmis Vaka sem var eins konar undanfari Birtings. Svo kemur Birtingur árið 1955 og verður stærsta óháða menningartímaritið og það áhrifamesta. Því er stefnt gegn ráðandi menningarstofn- unum á þeim tíma, einkum Máli og menningu og tímariti hennar. Verk- efni Birtings var að flytja inn erlend áhrif, nýja strauma og evrópskan módernisma.“ Gríðarlega mikil áhrif Spurður hvernig tekist hafi til segir Þröstur: „Þetta tókst með glæsi- brag. Að mínu mati lék Birtingur mjög stórt hlutverk í því að búa til íslenskan módernisma. Það var meðal annars gert með miklum þýðingum á erlendum módernísk- um verkum en líka með því að flytja inn hugmyndir, strauma og stefnur. Hörður Ágústsson fylgdist til dæmis mjög vel með því sem var að gerast í abstraktinu í Evrópu, einkum í París. Atli Heimir Sveinsson kom frá Þýskalandi, þar sem hann hafði verið í námi hjá Stockhausen, og skrifaði í tímaritið um þá framúr- stefnulegu tónlist sem var að verða til í Evrópu. Tímaritið varð farvegur fyrir það sem var efst á baugi í Evrópu og víðar og hafði þannig gríðarlega mikil áhrif.“ Útgáfu Birtings var hætt árið 1968. „Það fylgir tímaritum af þess- ari tegund að vera skammlíf. Þau hafa það hlutverk að vinna í jarðveg- inum, hræra upp í hlutum og hætta svo, en þá hafa þau markað spor sem áhugavert er að rekja,“ segir Þröstur. Áhrifamikið tímarit Þröstur Helgason er höfundur bókar um tímaritið Birting. Markmiðið var að flytja inn erlend áhrif og nýja strauma. Þetta verkefni talaði til mín, segir Þröstur Helgason, doktor í almennri bókmenntafræði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Nú um helgina, 27. og 28. júní, breytist Árbæjarsafn í Ævintýrahöll fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Í Ævintýrahöll- inni verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir börn á öllum aldri frá klukkan 10.15 – 16.00 báða dagana. Meðal viðburða: Gunnar Helga- son, rithöfundur og leikari, les upp úr bók og stendur í marki í vítaspyrnukeppni, fjölskyldujóga, skapandi smiðjur, sirkussýning og smiðja, járnbrautarlestarferðir, fjölskylduafró, dans Brynju Péturs, börnum boðið á hestbak, blöðru- smiðja, my ndasög u rat leik u r, krakk a karókí, krakkareif og Club Dub. Frítt er inn fyrir fjölskyldur. Gunnar Helgason. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ævintýrahöllin í Árbæjarsafni Á f jórðu tónleikum sumar-djasstónleikaraðar veitinga-hússins Jómfrúarinnar við Lækjagötu, í dag, laugardaginn 27. júní klukkan 15.00, kemur fram kvartett píanóleikarans Benjamíns Gísla Einarssonar. Með honum leika þeir Sölvi Kol- beinsson á saxófón, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. Þeir munu flytja sína uppáhalds standarda úr amerísku söngbókinni. Benjamín Gísli Einarsson stundar framhaldsnám í djasspíanóleik í Noregi. Á þessum tónleikum á Jóm- frúnni teflir hann í þessum kvart- etti saman tveimur kynslóðum íslenskra djasstónlistarmanna. Aðgangur er ókeypis. Benjamín Gísli á Jómfrúnni Benjamín Gísli, píanóleikari. M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 41L A U G A R D A G U R 2 7 . J Ú N Í 2 0 2 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.