Fréttablaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 50
Framkvæmdastjóri þjálfunar
og ráðgjafar
Laus er til umsóknar staða framkvæmdastjóra þjálfunar
og ráðgjafar á Reykjalundi endurhæfingarmiðstöð ehf.
Um er að ræða 100% stöðu.
Framkvæmdastjóri þjálfunar og ráðgjafar er ný
staða í skipuriti Reykjalundar og heyrir undir for-
stjóra. Framkvæmdastjóri þjálfunar og ráðgjafar situr
í framkvæmdastjórn. Hann ber ábyrgð á starfsemi
þjálfunar- og ráðgjafastétta sem starfa þvert á þau tvö
meðferðarsvið sem meðferðarteymin skiptast niður á.
Hann skipuleggur og samhæfir faglegt meðferðarstarf,
tryggir mönnun sinna faghópa í teymin og tryggir fram-
gang markmiða, stefnu og sýn Reykjalundar.
Hæfni- og menntunarkröfur
• Íslenskt starfsleyfi á sviði heilbrigðisvísinda. Leitast
verður við að ráða einstakling sem býr yfir menntun
á sviði sjúkraþjálfunar, iðjuþjálfunar, félagsráðgjafar,
sálfræði, talmeinafræði, næringarfræði eða íþrótta-
fræði.
• Þekking á rekstri heilbrigðisstofnana
• Þekking og reynsla af þverfaglegri teymisvinnu
• Leiðtogahæfileikar og stjórnunarreynsla
• Þekking og reynsla af mannauðsmálum
• Jákvætt viðmót og góð hæfni í mannlegum
samskiptum
• Frumkvæði og metnaður í starfi
Umsóknarfrestur er til 26. júlí 2020.
Upplýsingar um starfið veita Guðbjörg Gunnarsdóttir
mannauðsstjóri – gudbjorg@reykjalundur.is og
Pétur Magnússon forstjóri – petur@reykjalundur.is
Umsókn skal skilað til Guðbjargar Gunnarsdóttur mann-
auðsstjóra Reykjalundar - gudbjorg@reykjalundur.is
Umsóknarform og upplýsingar um Reykjalund má finna á
www.reykjalundur.is
LÆKNIR
Heilsustofnun í Hveragerði þarf
að bæta við sig lækni
Heilsustofnun veitir árlega um 1350 einstaklingum
endurhæfingarþjónustu skv. samningi við
Sjúkratryggingar Íslands. Um er að ræða fjölbreytt
og þverfaglegt starf í notalegu umhverfi.
Reynsla af endurhæfingu, heimilislækningum,
lyflækningum, öldrunarlækningum og
geðlækningum er kostur. Almennir læknar hvattir
til að sækja um.
Starfshlutfall eftir samkomulagi. Starfsmannarúta
til og frá Reykjavík.
Nánari upplýsingar veitir G. Birna Guðmundsdóttir
framkvæmdastjóri lækninga,
birna@heilsustofnun.is, sími 4830300.
Starfið veitist frá 1. september nk.
Umsóknarfrestur til 1. ágúst.
Umsóknir sendist mannauðsstjóra,
aldis@heilsustofnun.is
www.heilsustofnun.is
Sterk tengsl
í íslensku atvinnulífi
hagvangur.is
Erum við að leita að þér?