Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.07.2020, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 30.07.2020, Qupperneq 20
Fimmti áratugurinn með til-heyrandi hnésíðum kjólum og pilsum verður fyrir- ferðarmikill með haustinu. Margir helstu tískuhönnuðir heimsins boða dragtir, jafnt pils- sem buxnadragtir og fallega, kvenlega, hnésíða kjóla. Michael Kors, Prada, Dior, Valentino, Givenchy og Saint Lauren sýndu slíkan fatnað fyrir haust- og vetrartískuna 2020-2021. Tískan verður kvenleg og konur geta farið að nota aftur hanska sem ná upp að olnboga. Tískan eftir stríðsárin á fimmta og í upp- hafi sjötta áratugar er það sem hönnuðirnir horfa til. Tískan verður elegant og stíl- hrein. Efnin vönduð og sniðin falleg. Tískan höfðar til flestra kvenna enda eru buxnadragtir þægilegur fatnaður og praktískur. Það má segja að nokkurs konar stríð sé í gangi í heiminum, stríð við COVID-19. Fólk bíður eftir betri tíð, alveg eins og það gerði í stríðs- lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Á meðan karlmennirnir voru á víg- vellinum fóru konur í stórum stíl út á vinnumarkaðinn, en við það breyttist klæðnaður þeirra töluvert og ný efni eins og viskós og jersey urðu til í staðinn fyrir silki og ull, sem voru dýr klæði. Ullin var þar að auki notuð í hermannafatnað og silki í fallhlífar. Hvað sem því líður er gaman að skoða myndir af þeirri tísku sem mun birtast okkur í haust og til samanburðar að kíkja á gamlar myndir af Hollywoodstjörnunni Katharine Hepburn sem var fædd árið 1907 og lék í mörgum frægum kvikmyndum. Horft til baka í hausttískunni Sumarið er fljótt að líða og bráðum verður komið haust með tilheyrandi hausttísku. Fimmti ára- tugurinn snýr aftur með haustinu að minnsta kosti hvað tískuna áhrærir samkvæmt hönnuðum. Buxnadragt frá Dior sem verður áberandi í hausttískunni. Buxurnar eru víðar. Dragtin var sýnd á tískuviku í París í lok febrúar, stuttu áður en allt lokaði vegna COVID-19. MYNDIR/GETTY Katharine Hepburn í buxnadragt í kringum 1950. Dragtin er ekki ósvipuð þeim sem koma á markað í haust. Þessi glæsilega Hollywoodstjarna kom oft fram í tímaritum og hafði mikil áhrif á kventískuna á sínum tíma, þegar hún var að breytast mjög mikið. Pilsdragt frá Dior sem kynnt var á tískuviku í París fyrir haust-og vetrartískuna 2020-2021. Katharine Hepburn árið 1955. Þarna er hún í hnésíðum, köflóttum kjól en marga líka þessum má sjá í hausttískunni fram undan. Þessi fallega og kvenlega dragt er frá Altuzarra fyrir 2020-2021. Glæsileg og kvenleg dragt frá Mic- hael Kors fyrir haustið. Pilsin síkka. Önnur dragt frá Michael Kors fyrir haustið og veturinn, mjög flott snið. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 0 . J Ú L Í 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.