Fréttablaðið - 06.08.2020, Síða 6

Fréttablaðið - 06.08.2020, Síða 6
Við erum ekki að keppa við ódýrari túrbínur sem eru smíðaðar í Asíu, það er ekki hægt. Sæþór Ásgeirsson, stjórnarformaður IceWind H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ö n n u n Hljóðritasjóður Rannís auglýsir eftir styrkumsóknum í Hljóðritasjóð. Hlutverk Hljóðritasjóðs er að efla hljóðritun á íslenskri tónlist. Veittir eru styrkir til að taka upp nýja, frumsamda íslenska tónlist og þannig er stutt við nýsköpun hennar. Hljóðritin skulu kostuð af íslenskum aðilum en mega einnig vera samstarfsverkefni við erlenda aðila. Athugið að ekki eru veittir framhaldsstyrkir til verkefna sem áður hafa hlotið styrk. Útgáfa verkefnis má ekki hafa átt sér stað áður en umsókn um styrk berst Hljóðritasjóði. Styrkir eru veittir til ákveðinna verkefna að hámarki til eins árs. Umsóknarfrestir eru tvisvar á ári í mars og september. Næsti umsóknarfrestur er 15. september 2020 kl. 16:00 Upplýsingar og umsóknargögn er að finna á www.rannis.is Umsóknum og lokaskýrslum skal skila á rafrænu formi. Stjórn Hljóðritasjóðs Rannís, Borgartúni 30, 105 Reykjavík Netfang: hljodritasjodur@rannis.is Umsóknarfrestur til 15. september SNILLD Á G RI LL IÐ JALAP EÑO Afgreiðslutímar á www.kronan.is Fáðu töfra innblástur á kronan.is/ töfrar Jalapeño ... lauflétt trix en algjör LEIKBREYTIR Á GRILLIÐ! ORKUMÁL Íslenska sprotafyrirtækið IceWind söðlar um og opnar brátt starfsemi í Texas-fylki í Banda- ríkjunum. Fyrirtækið framleiðir og selur litlar vindtúrbínur fyrir einkaaðila og stofnanir. Þróunin hófst árið 2014 og starfs- menn fyrirtækisins eru nú tíu, fimm á Íslandi og fimm í Banda- ríkjunum, þaðan sem fjárfestirinn Daryl Losaw kemur. Sæþór Ásgeirs- son stjórnarformaður segir að nú sé verið að undirbúa að koma banda- rísku starfseminni af stað og eigi fyrstu viðskiptin að fara fram á næstu sex mánuðum. Um er að ræða tvær tegundir af túrbínum sem hafa fengið heitin Freya og Njord fyrir Bandaríkja- markað. Freya fyrir sumarhús og kerfi þar sem útlit skiptir máli, til dæmis strætisvagnaskýli. En Njord er hönnuð fyrir möstur, svo sem fyrir fjarskipta- eða eftirlitskerfi. „Við erum að einblína á þá turna sem eru keyrðir á dísilolíu, sem eru óheyrilega margir, eða 18 prósent af fjarskiptakerfinu í heiminum,“ segir Sæþór. En með vindtúrbínum yrðu þessir turnar sjálf bærir með orku. Sæþór segir að þróunin hafi verið unnin hér á Íslandi og túrbínurnar prófaðar í verstu veðrum. „Mark- miðið fyrir turnatúrbínurnar var að þær þoli allt sem getur gerst hér, 70 til 80 metra á sekúndu á hálendinu og aðeins lægra á láglendi,“ segir hann. „Við höfum verið að setja upp túrbínur fyrir Landsvirkjun þar sem þeir eru að keyra eftirlits- kerfi fyrir uppistöðulónin.“ Landsvirkjun hefur sett sér það markmið að verða kolefnislaus fyrir árið 2030 og er nú að skipta út þeim kerfum sem keyra á jarðefna- eldsneyti. Sæþór segir að samtal sé einnig hafið við Veðurstofuna sem einnig reki ýmiss konar kerfi um allt land. Aðrar stofnanir sem keyri lítil kerfi í óbyggðum séu til dæmis Neyðarlínan og Vegagerðin. Samkvæmt Sæþóri kostar Freya- túrbínan frá 3.200 dollurum, eða 430 þúsund krónum. „Við erum ekki að keppa við ódýrari túrbínur sem eru smíðaðar í Asíu, það er ekki hægt. Þetta er smíðað úr koltrefjum, ryðfríu stáli og áli sem hentar fyrir f lugvélar. Þetta eru græjur sem eiga að endast endalaust,“ segir hann. Þá segir hann að útlitið skipti einn- ig miklu máli. Aðstæður geta verið mismunandi á hverjum stað og Sæþór segir það þjóna litlum tilgangi að setja svona túrbínur upp til dæmis á svæðum í Arizona þar sem hreyfir ekki vind en sólin skín skært. Þá séu sólarsell- ur hentugri. Annað gildi um vinda- söm svæði þar sem sólarljósið er minna. En víða séu aðstæður þann- ig að sniðugt geti verið að hafa bæði sólarsellu og vindtúrbínu og kerfin tengd saman. kristinnhaukur@frettabladid.is Vindmyllufyrirtæki á bandarískan markað Sprotafyrirtækið IceWind söðlar nú um og hyggst hefja sölu á vindtúrbínum í Bandaríkjunum. Helmingur starfsmanna fyrirtækisins er nú í Texas-fylki. Stjórnarformaðurinn segir túrbínurnar prófaðar í illviðrum hér á Íslandi. Freya-túrbínan sem smíðuð var á Íslandi var til sýnis í Corpus Christi í Texas fyrir skemmstu. MYND/AÐSEND ME NNTUN Lilja A lf reðsdóttir, mennta- og menningarmálaráð- herra, segir að stefnt sé að því að kennsla á framhaldsskólastigi verði með hefðbundnum hætti í haust. Það er, að kennt verði á staðnum en ekki í fjarkennslu eins og þegar far- aldurinn blossaði upp síðasta vor. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær eru skólastjórnendur fram- haldsskóla óvissir um hvernig kennslunni verði háttað þegar starf- semi hefst í lok ágúst og búast allt eins við því að þurfa að grípa til fjar- kennslu, að minnsta kosti að hluta. Samkvæmt Lilju verður samráðs- fundur með lykilaðilum í mennta- kerfinu á föstudag til að meta stöðuna og skipuleggja starfið út frá tilmælum sóttvarnalæknis, það er að 100 manns megi vera saman í hverju rými. „Ég legg höfuðáherslu á að skól- arnir geti hafist í haust. Á fund- inum munum við ræða leiðir til þess að það geti gerst,“ segir Lilja. En Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir hefur ekki sagt að loka þurfi skólunum, heldur halda sig innan reglnanna. „Í síðustu viku byrjuðum við að ræða við okkar fólk, í menntakerf- inu og hvað varðar menningarmál- in, til þess að undirbúa veturinn og hvaða aðgerðir farið verður í til að styðja við menntakerfið og menn- inguna,“ segir hún. – khg Kennt á staðnum en ekki í fjarkennslu Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmála- ráðherra. 6 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.