Fréttablaðið - 06.08.2020, Page 10
Alvotech og alþjóð-legi lyfjarisinn Teva P h a r m a c e u t i c a l s hafa gert samstarfs-samning um þróun, f r a m l e i ð s l u o g
markaðssetningu fimm líftækni-
lyfja í Bandaríkjunum. Samning-
urinn tryggir Alvotech tekjur upp
á hundruð milljarða króna á næstu
árum, að sögn Róberts Wessman,
stofnanda fyrirtækisins, sem segir
útlit fyrir að Alvotech ráði til sín 70
vísindamenn og sérfræðinga til við-
bótar við þá 480 sem nú starfa hjá
Alvotech. Þróun og framleiðsla líf-
tæknilyfja geti orðið ein af burðar-
stoðum íslensks útflutnings.
„Við gerum ráð fyrir því að
Bandaríkin skili okkur um 500
milljarða króna tekjum á næstu 10
árum. Þessi samningur er stór hluti
af því,“ segir Róbert í samtali við
Fréttablaðið.
Með samkomulaginu hefur Teva
tryggt sér markaðsleyfi fyrir lyf
Alvotech þegar þau koma á markað
á næstu árum og þau verða öll fram-
leidd í hátæknisetri fyrirtækisins á
Íslandi. Þau lyf sem Alvotech hefur
í þróun eru meðal annars notuð til
meðferðar á sjúkdómum eins og
gigt og krabbameini og eru öll í hópi
söluhæstu lyfja heims í dag.
„Við erum þakklát fyrir það
traust sem Teva sýnir okkur með
svo stórum samstarfssamningi en
þessi mikilvægi áfangi styður enn
frekar við áframhaldandi vöxt og
þróun fyrirtækisins. Undir samn-
inginn falla fimm líftæknilyf, af
þeim átta sem nú eru í þróun,“ segir
Róbert.
Aðspurður segir Róbert að samn-
ingurinn við Teva sé sá stærsti sem
Alvotech hefur gert til þessa, hann
sé líklega sá stærsti sem hafi verið
gerður í þeim geira sem fyrirtækið
starfar í. Eftir því sem Fréttablaðið
kemst næst er umræddur viðskipta-
samningur á meðal þeirra stærstu
ef ekki sá stærsti sem íslenskt fyrir-
tæki hefur gert.
Samningurinn við Teva er einn
af mörgum samstarfssamningum
sem Alvotech hefur gert undan-
farin misseri og má þar nefna sam-
starf við Stada fyrir Evrópumark-
aði, Jamp í Kanada og Fuji Pharma
í Japan. Þá hefur fyrirtækið hafið
byggingu á nýrri lyfjaverksmiðju
í Kína sem mun þjónusta þann
markað á næstu árum.
Líftæknilyf, sem eru á meðal
mest seldu lyfja heims, eru skil-
greind þannig að þau eru lyf sem
eru framleidd með hjálp lífvera.
Þau eru f lóknari í þróun og fram-
leiðslu en hefðbundin lyf og kosta
því umtalsvert meira. Á næstu árum
renna mörg einkaleyfi líftæknilyfja
út, sem skapar tækifæri fyrir fyrir-
tæki á borð við Alvotech til að setja
sambærileg lyf á markað á sama
tíma og heilbrigðisyfirvöld geta
lækkað lyfjakostnað sinn umtals-
vert og aukið aðgengi sjúklinga að
nýjum lyfjum.
Alvotech tilkynnti nýlega um
góðan framgang á klínískum rann-
sóknum á sínu fyrsta lyfi. Um er
að ræða líftæknihliðstæðu lyfsins
Humira, sem er í dag söluhæsta lyf
heims og selst fyrir um 20 milljarða
Bandaríkjadala á ári. Stefnt er að
því að markaðssetja lyfið á heims-
vísu á árinu 2023 og síðar, en sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins
er lyfið hluti af samstarfssamningi
Alvotech.
Samningurinn felur í sér veglega
upphafsgreiðslu og áfangagreiðslur
til Alvotech, auk þess sem fyrir-
tækin skipta með sér ágóða vegna
sölu lyfsins í Bandaríkjunum.
Frá stofnun Alvotech nemur
heildarfjárfesting fyrirtækisins í
uppbyggingu og þróunarstarfi í
fjórum löndum um einum milljarði
Bandaríkjadala, eða um 136 millj-
örðum króna. Þar af nema fram-
lög hluthafa fyrirtækisins um 700
milljónum Bandaríkjadala eða um
95 milljörðum króna.
Meðal eigenda Alvotech eru tveir
af stærstu f járfestingarsjóðum
heims, CVC Capital Partners og
Temasek, í gegnum eignarhlut
Alvogen í fyrirtækinu, auk japanska
lyfjafyrirtækisins Fuji Pharma og
eins stærsta fjárfestingarsjóðs Mið-
Austurlanda, Yas Holding. Stærsti
einstaki hluthafi Alvotech, Aztiq
Pharma, er f járfestingarsjóður
undir forystu Róberts.
Ráða til sín tugi sérfræðinga
Samningurinn við Teva hefur mikla
þýðingu fyrir starfsemi Alvotech á
Íslandi en framleiðsla og útflutning-
ur lyfjanna verður frá Íslandi. Auk
þess stefnir fyrirtækið að frekari
vexti hér á landi. Í dag starfa um
480 vísindamenn og sérfræðingar
hjá Alvotech og gæti þeim fjölgað
um 70 ef áætlanir fyrirtækisins
ganga eftir. Þróun og framleiðsla líf-
tæknilyfja gæti orðið ein af burðar-
stoðum íslensks útf lutnings, að
sögn Róberts.
„Við sjáum fyrir okkur að bæði
Alvotech og Ísland geti verið í
leiðandi hlutverki á sviði líftækni
á heimsvísu og samhliða því verði
til ný atvinnugrein hér á landi. Það
eru ekki mörg fyrirtæki í heiminum
eins og Alvotech vegna þess að
þekkingin, sem lyfjaþróun af þessu
tagi krefst og við erum að byggja
upp hér á landi, er vandfundin,“
segir Róbert og nefnir sem dæmi
að hjá Alvotech starfi vísindamenn
og sérfræðingar frá 45 löndum.
Starfsemi fyrirtækisins í dag er
auk Íslands, í Þýskalandi, Sviss og í
Bandaríkjunum.
„Ég vona að fjárfestar, og aðrir
sem hafa metnað fyrir lyfjaþróun
og auknu aðgengi sjúklinga að líf-
tæknilyfjum, sjái tækifæri í því að
fylgja í fótspor okkar og annarra
þegar fram í sækir,“ bætir hann við.
Hins vegar gekk erfiðlega að finna
fjármagn hér á landi þegar fyrir-
tækinu var komið á fót árið 2012.
„Ef ég á að vera hreinskilinn gekk
erfiðlega að fjármagna uppbygg-
ingu fyrirtækisins til að byrja með.
Hagkerfið var enn að jafna sig og
fjármálamarkaðurinn var í ákveðn-
um dvala. Við höfðum úr fleiri stað-
setningum að velja og vorum komin
langt með að fjárfesta á Möltu, sem
hefur skapað lyfjaiðnaðinum hag-
stætt umhverfi. En þetta hafðist
allt að lokum og það fer vel um
okkur innan Vísindagarða Háskóla
Íslands,“ segir Róbert.
thorsteinn@frettabladid.is
Sömdu við Teva um hundruð milljarða
Alvotech hefur skrifað undir risasamning við Teva Pharmaceuticals. Umfangið hleypur á hundruðum milljarða króna. Stofnandi
Alvotech segir líftæknilyf geta orðið eina af burðarstoðum íslensks útflutnings. Ráða tugi sérfræðinga vegna aukinna umsvifa.
Samningurinn við Teva er einn af mörgum samstarfssamningum sem lyfjafyrirtækið Alvotech hefur gert undanfarin misseri.
Við sjáum fyrir
okkur að bæði
Alvotech og Ísland geti verið
í leiðandi hlutverki á sviði
líftækni á heimsvísu.
Róbert Wessman,
stofnandi
Alvotech
Ekki er um skilmálabreytingu að ræða, líkt og ranglega hefur komið fram, heldur er um að
ræða aðgerð sem er heimil í gild-
andi skilmálum og snýr að því að
lágmarka áhættu, segir í tölvupósti
kreditkortafyrirtækisins Borgunar
vegna frétta af svokallaðri veltu-
tryggingu sem fyrirtækið boðar frá
1. október.
Eins og fram kom í Fréttablaðinu
í fyrradag hyggst Borgun halda 10
prósentum af kortafærslum sem
tryggingu í sex mánuði. Borgun
segir nú að póstur um þetta hafi
aðeins verið sendur á um 3 prósent
viðskiptavina fyrirtækisins og eigi
eingöngu við um þá.
„Allt eru þetta aðilar sem eru í
þeirri stöðu að selja mestmegnis
þjónustu áður en hún er veitt. Ekki
er um skilmálabreytingu að ræða,
líkt og ranglega hefur komið fram,
heldur er um að ræða aðgerð sem
er heimil í gildandi skilmálum og
snýr að því að lágmarka áhættu,“
segir Borgun.
Þá kveðst Borgun ekki hafa hert
skilmála umfram keppinautana,
nema síður sé. „Fyrir tilstilli sér-
stakra aðgerða, sem Borgun greip
til, hefur ferðaþjónustan notið
meira en 90 daga vaxtalausrar
fjármögnunar á skuldbindingum
sínum gagnvart ferðamönnum
sem keypt hafa ferðir, gistingu og
af þreyingu fram í tímann. Þá skal
skýrt tekið fram að hjá Borgun
verður engum greiðslum haldið
eftir vegna vöru eða þjónustu sem
þegar hefur verið veitt. Þetta á við
um alla viðskiptavini Borgunar,
í ferðaþjónustu sem og í öðrum
greinum.
Jóhannes Þór Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferða-
þjónustunnar, segir innihald fyrr-
nefnds bréfs Borgunar í samræmi
við samtöl sem hann hafi átt í gær
við fulltrúa fyrirtækisins. „Það er
ánægjulegt að sjá þessa skýringu.
Þarna hefur fyrst og fremst verið
um að ræða orðalag í tilkynningu
sem var misvísandi eða ekki nægi-
lega skýrt,“ segir hann. „Mér sýnist
þeir sammála einmitt varðandi
þann punkt sem við höfum sér-
staklega bent á; að ekki sé haldið
eftir greiðslum vegna þjónustu sem
þegar hefur verið veitt.“ – gar
Framkvæmdastjóri SAF kveðst ánægður með skýringar Borgunar
Þarna hefur fyrst og
fremst verið um að
ræða orðalag í tilkynningu
sem var misvísandi eða ekki
nægilega skýrt.
Jóhannes Þór
Skúlason, fram-
kvæmdastjóri
Samtaka ferða-
þjónustunnar
MARKAÐURINN
6 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð