Fréttablaðið - 06.08.2020, Side 14

Fréttablaðið - 06.08.2020, Side 14
KÖRFUBOLTI „Þetta eru ekki aðeins frábær tíðindi fyrir Val heldur einn- ig íslenskan körfubolta að fá að njóta Jóns í eitt ár hið minnsta í við- bót,“ sagði Svali Björgvinsson, for- maður körfuboltadeildar Vals, um leið og hann handsalaði samning við Jón Arnór Stefánsson. Jón þarf vart að kynna. Hann er einn besti körfuboltamaður sem Ísland hefur alið og var val- inn íþróttamaður ársins árið 2014. Hann hefur orðið Íslandsmeist- ari fimm sinnum og einu sinni bikarmeistari með KR. Á löngum atvinnumannsferli vann hann Evr- ópudeildina með rússneska liðinu Dynamo St. Pétursborg og á Ítalíu vann hann bikarmeistaratitil með Napoli. Samkvæmt vefsíðu KKÍ spilaði hann 459 leiki í atvinnu- mennsku og skoraði 7,2 stig að meðaltali í leik. „Þegar svona ákvörðun er tekin þá kvíðir maður svolítið fyrir aðeins áður, en þegar hún hefur verið tekin þá er þetta eins og þetta á að vera,“ segir Jón Arnór. Ákvörðunin að taka slaginn með Val fæddist í sumar þegar Jón og einn af bestu vinum hans, Pavel Ermolinskij, tóku nokkrar æfingar í sumar. Í ræðu Svala sagði að þá hefðu menn farið að ræða saman og athugað áhugann. Hefur saknað bæði Finns og Pavels og finnur þá í Val „Ég tók mér góða pásu eftir tíma- bilið og fór svo aðeins að skjóta með Pavel. Þá fann ég að mig lang- aði að spila. Ég spurði sjálfan mig hvort ég væri tilbúinn að stoppa og þetta kæmi aldrei aftur. Ég var ekki tilbúinn til þess,“ segir Jón. Hann segir að skrokkurinn sé enn í góðu standi og hann geti varla beðið eftir að byrja að æfa á nýjum stað en Jón hefur verið alla sína tíð í KR. „Það erfiðasta við þessa ákvörð- un var að ímynda sér hvað fólk myndi segja. Um leið og ég náði að losna við þá hugsun, að ég væri að gera þetta fyrir sjálfan mig og væri ekki að gera það sem fólk ætlast til af mér, þá var ég sáttur. Ég er ekkert hræddur við umræðuna. Ég ætla að njóta þess að spila og fá nýja áskorun. Ég er að fara að spila fyrir Finn sem ég hef saknað mikið og við höfum unnið saman með lands- liðinu og KR. Ég elska líka að spila með Pavel. Þetta er ekkert galin ákvörðun þegar hún er skoðuð. Það eru kynslóðaskipti í KR og það er að þróast í rétta átt. Ég sá ekki sjálfan mig í þeirri mynd núna. Ég Hvalreki fyrir Val og körfuboltann Jón Arnór Stefánsson, einn besti körfuboltamaður Íslands, samdi við Valsmenn í gær. Hann segir að skrokkurinn sé í góðu lagi og hann útiloki það sem annað fólk segi um félagaskiptin. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, fagnar komu hans á Hlíðarenda. Jón Arnór kominn í rauðan Valsbúning. Hér ásamt guttanum sínum Guðmundi Nóel sem mætti í Dallas-treyju merktri Luca Doncic. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Meistaraflokksferill 2000–2002 KR 2002–2003 TBB Trier 2004–2005 Dynamo St. Petersburg 2005–2006 Carpisa Napoli 2006–2007 Pamesa Valencia 2007–2008 Lottomatica Roma 2008–2009 KR 2009 Benetton Treviso 2009–2011 CB Granada 2011–2014 CAI Zaragoza 2014–2015 Unicaja 2015–2016 Valencia 2016–2020 KR 2020– Valur Landsliðsferill 2000– Ísland ✿ Jón Arnór Stefánsson FÓTBOLTI Heildarvelta í veðmálum hjá Coolbet um íslenska fótboltann var nærri 300 milljónir króna frá 12. júní og fram að COVID-hléi númer tvö. Um 87 milljónir runnu á leiki í efstu deild en fjórða deildin er næststærst og fær 54 milljónir, sem er tvisvar sinnum meira en fyrsta, önnur og þriðja deild. Jafn miklu er veðjað á leiki í efstu deild kvenna og þriðju deild karla, eða 21 milljón. Kórdrengir, sem eru í öðru sæti 2. deildarinnar, eiga tvo af sex vinsæl- ustu leikjunum á vefsíðunni. Annars vegar var bikarleikur liðsins gegn Hamri vinsælasti bikarleikurinn og hins vegar var vinsælasti leikurinn í 2. deildinni útileikur liðsins gegn Kára sem endaði 0-0 í Akraneshöll- inni. Vinsælasti leikurinn í efstu deild var viðureign Breiðabliks og Gróttu strax í fyrstu umferð en Íslendingar fóru snemma af stað og voru önnur af tveimur deildum í gangi þegar sá leikur fór fram. Hin deildin var í Fær- eyjum. Vinsælasti kvennaleikurinn var viðureign Vals og Fylkis sem end- aði með sigri Íslandsmeistaranna. Vinsælasti leikurinn í beinni útsendingu var viðureign Stjörn- unnar og Fylkis í efstu deild karla. Viðureign Kórdrengja og Skaga- manna í bikarnum sló í gegn og téður leikur Kórdrengja gegn Kára var einnig sá vinsælasti í annarri deildinni. Vinsælustu viðureignir í kvennaboltanum var annars vegar Stjörnunnar og KR í efstu deild og hins vegar Hauka og Fjarðabyggðar í bikarkeppninni. Þorsteinn Gunnarsson, stjórnar- maður KSÍ og núverandi borgar- ritari, bendir á málið á fésbókar- síðu sinni og segir áhugavert hvað sé mikið veðjað á fjórðu deild. Einn helsti sérfræðingur landsins um neðri deildirnar, Magnús Valur Böðvarsson, bendir á í athuga- semdakerfi Þorsteins að hann hafi nokkrum sinnum misst hökuna í gólfið yfir úrslitum í fjórðu deild- inni. – bb Fjórða deildin á Íslandi mjög vinsæl í veðmálum Mikið er veðjað á leiki Kórdrengja samkvæmt upplýsingum Coolbet. Hér í fyrsta æfingaleik tímabilsins gegn Leiknismönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR er búinn vera lengi og gera allt sem mig langaði að gera og vinna allt. Elska allt fólkið en það var bara kominn tími á eitthvað nýtt.“ Verðum með gott lið Hann segir að kappið megi ekki bera fegurðina ofurliði nú þegar hann er kominn í Val frá KR sem er auðvitað stórveldi í körfuboltanum eftir titlana undanfarin ár. „Mig langar að vera upptekinn af því að spila en ekki endilega að vinna. Ég hef alveg brennt mig á því og prjón- að yfir mig í því. Það er auðvelt að gera það. Ég er að koma í nýtt umhverfi, Valur er ekki með 12 manna lands- liðshóp og við verðum bara að tala hreina íslensku hvað það varðar. Við setjum okkur markmið hægt og rólega. Við verðum með gott lið og munum keppa við hin liðin og frábæran mann í brúnni. Það á eftir að finna nokkur púsl en það er of snemmt að setja okkur markmið. Það er ekki í umræðunni núna.“ Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, segir það mikið fagnaðarefni að Jón Arnór sé tilbúinn að taka slaginn með Val. „Þær mínútur sem hann mun spila, sem verða margar, mun hann gefa liðinu helling. Ekki síst á æfingagólfinu. Fyrir stráka sem eru hérna fyrir þá er margt hægt að læra af honum.“ benediktboas@frettabladid.is Það erfiðasta við þessa ákvörðun var að ímynda sér hvað fólk myndi segja. Um leið og ég náði að losna við þá hugsun, að ég væri að gera þetta fyrir sjálfan mig og væri ekki að gera það sem fólk ætlast til af mér, þá var ég sáttur. Jón Arnór Stefánsson 6 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R14 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.