Fréttablaðið - 06.08.2020, Síða 36

Fréttablaðið - 06.08.2020, Síða 36
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is MÉR HEFUR Í RAUN ALDREI LIÐIÐ BETUR OG VIÐ GRÍNUMST MIKIÐ MEÐ AÐ VIÐ SÉUM EINS OG UNGLING- AR SAMAN.Við erum bara búin að taka þetta eitt skref í einu, eins og f lestir í þessum sporum held ég. Maður reynir bara að vera jákvæð­ ur og bjartsýnn, en þetta er auð­ vitað búin að vera mikil óvissa og lykilatriðið alltaf að tryggja öryggi og fara eftir settum reglum. Við frestuðum keppninni einu sinni. Eins og staðan er núna höldum við okkar striki og förum eftir öllu sem þríeykið góða segir,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir, sem staðfestir þó að nú sé fundað um möguleikann á því að fresta keppninni fram í október. Enn er því stefnt að því að keppn­ in fari fram 21. ágúst en þá yrði áhorfendafjöldi mjög takmarkaður og sætaskipan þannig að tveggja metra reglan sé virt. „Eins hefur Elísa, sem sér um sýninguna, þurft að endurskoða allar innkomur. Erlendis erum við að sjá krýningar með grímur og það er bara eitthvað sem við þurfum að skoða þegar nær dregur,“ segir Manúela. Styrkja Kvennaathvarfið Hún segir hópinn í ár fjölbreyttan og frábæran að vanda. „Það eru margar í hópnum núna sem hafa keppt áður, sem mér finnst alltaf svo gaman, því það segir mér að við séum að gera góða hluti þegar stelpur koma aftur og keppa. Þetta hefur klárlega verið erfiðara ár og skrítnar aðstæður, en í svona nánu samstarfi myndast alltaf djúp vin­ átta, sem okkur finnst svo dýrmæt.“ Manuela segir að hún og aðstand­ endur keppninnar geri mikið í því að hvetja keppendur til að láta gott af sér leiða. „Tuttugu kröftugar konur geta sko gert mjög margt þegar þær koma saman. Við eigum í góðu samstarfi við Kringlubazaarinn, en stelp­ urnar hafa safnað fötum sem þær eru hættar að nota og verða með bása opna til 29. ágúst. Allur ágóði sölunnar fer óskiptur til Kvenna­ athvarfsins. Sú umræða hefur oft komið upp hjá okkur í keppninni að maður þekkir eiginlega ekki konu sem aldrei hefur upplifað einhvers konar of beldi, hvort sem það er óviðeigandi káf á skemmtistað eða heimilisofbeldi. Það er mjög sorgleg staðreynd og eitthvað sem ætti ekki að viðgangast. Um leið og maður opnar umræðuna þá opnar maður líka fyrir breytingar, og það er það sem við viljum gera,“ segir Manuela. Rekið af konum Manuela segist gera sér grein fyrir þeim fordómum sem fylgi keppnum sem þessum. „Orðið fegurðarsamkeppni er mjög villandi og býður einmitt upp á misskilning eins og til dæmis að keppnin snúist bara um útlit. Ég er alltaf að reyna að finna betra orð sem gefur rétta mynd af því sem við gerum í keppni eins og Miss Universe Iceland, en hef ekki fundið neitt ennþá. Miss Universe er rekið af konum, fyrir konur og með það að markmiði að valdefla ungar konur og gefa þeim tækifæri og rödd,“ segir hún. Manuela segist alltaf hafa nóg að gera, en nýverið opnaði hún vellíð­ unarstöðina Even Labs. „Það er alltaf nóg að gera hjá mér og stundum bara aðeins of. Þessir skrítnu tímar sem við erum að upp­ lifa hafa hins vegar snúið mér svo­ lítið á hvolf og maður kemst ekki hjá því að taka svolítið til hjá sér og kíkja á lífið í aðeins öðru ljósi,“ segir Manúela, sem nýverið opinberaði nýjan kærasta á Instagram. Aldrei liðið betur „Ég skrifaði við fyrstu myndina sem ég birti af okkur saman hvaða bjáni hefði eiginlega sagt að góðir hlutir gerist hægt? Kaldhæðnin er vissu­ lega sú að hjá okkur hefur þetta gerst á einhverjum ógnarhraða, en samt er tilfinningin svo rétt. Mér hefur í raun aldrei liðið betur og við grínumst mikið með að við séum eins og unglingar saman. Ég veit að maður þarf að ganga í gegnum alls konar sveiflur í lífinu til að átta sig almennilega á því hvað maður vill og þarf, og svo bara kemur það rétta á hárréttum tíma.“ Manuela hefur verið í sviðsljós­ inu meira en helming ævi sinnar og segist því orðin frekar vön því að fólk úti í bæ spái í það hvað hún gerir og segir. „Með tímanum þroskast maður og hættir að láta það á sig fá, maður sér hvaða fólk maður vill hafa í kringum sig og hættir að læðast til að þóknast öðrum. Það er mikið frelsi fólgið í því að lifa lífinu án þess að sveiflast með áliti annarra.“ steingerdur@frettabladid.is Lærði að hætta að hugsa um álit annarra Manuela Ósk heldur utan um Miss Universe en hún segir það rangnefni að kalla þetta fegurðarsamkeppni. Í dag hefja drottning- arnar sölu á fötum í Kringlubazaar til styrktar Kvennaathvarfinu. Manuela Ósk Harðardóttir vann sjálf keppnina Ungfrú Ísland árið 2002. MYND/STEFÁN JOHN TURNER 6 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R28 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.