Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2020, Blaðsíða 4
1 Svala komin með nýjan kærasta – 21 árs aldursmunur Tón-
listarkonan Svala Björgvinsdóttir er í
sambandi með Kristjáni Einari Sigur-
björnssyni sjómanni.
2 Nafn mannsins sem lést á Suðurlandsvegi Stefán Hafstein
Gunnarsson lést í umferðarslysi þann
15. ágúst.
3 Helgi er látinn: „Hann var örlátur, hvatvís og athafnasamur“
Helgi Steingrímsson tónlistarmaður
er látinn 77 ára að aldri.
4 Ágúst grunar að hann hafi fundið mannabein – Rif og
hryggjarliðir sem geta ekki verið úr
kind Ágúst Ísfeld fann bein í Grinda-
víkurhrauni nálægt Fagradal.
5 Þórdís Kolbrún svarar fyrir myndir af „vinkonudjammi“ –
„Við fórum ekki út á lífið“ Þórdís
Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-,
iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, fór
út að hitta vinkonur um síðustu helgi.
Birtust myndir á samfélagsmiðlum
sem vöktu óhug þar sem ekki var
gætt að tveggja metra reglu.
6 Stóra beyglumálið – Myllan sendir frá sér yfirlýsingu Myll-
unni þykir leitt að margir hafi slasað
sig við að skera í sundur frosnar
beyglur og hvetur til að beygluunn-
endur leyfi þeim að þiðna áður en
þær eru skornar.
7 Tók myndina óafvitandi að í bakgrunninum var maður að
drukkna Anneka Bading tók mynd af
sér á sundi og tók eftir því síðar að í
bakgrunni var maður að drukkna.
8 Furðulegasta beiðnin sem íslensk kona hefur fengið á Only
fans: „Ég myndi aldrei gera það“
Íslensk kona var beðin um að kúka
á myndbandi, pissa í glas og drekka
það. Hún afþakkaði pent.
9 Myndir sýna fórnarlamb Epstein nudda Bill Clinton Ljósmyndir
sýna eitt fórnalamb Jeffreys Epstein
nudda axlir Bills Clinton fyrrverandi
Bandaríkja forseta árið 2002.
MEST LESIÐ
Á DV Í VIKUNNI Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST...
Tveggja metra óvissa
Eftir meint vinkonudjamm ferðamála-, iðnaðar og nýsköp-
unarráðherra skapaðist mikil óvissa í samfélaginu um hvað
felist í tveggja metra reglunni, hvenær hún gildi, hvenær hún
sé skylda og hvort og hvenær hún sé valkvæð. Þórólfur Guðna-
son sóttvarnalæknir ákvað því að endurskilgreina regluna til
að taka af öll tvímæli um gildissvið hennar. Katrín Jakobs-
dóttir forsætisráðherra segir misræmi í upplýsingum skrifast
á stjórnvöld.
Meint vinkonudjamm
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og ný-
sköpunarráðherra, gerði sér glaðan dag um síðustu helgi
með æskuvinkonum sínum. Vakti þetta mikla athygli þar sem
myndir birtust af hópnum sem sýndu að ekki hafði verið gætt
að tveggja metra reglu. Þórdís var gagnrýnd fyrir að fylgja
ekki eigin reglum og vera slæm fyrirmynd í heimsfaraldri.
Þórdís baðst í kjölfarið afsökunar á meintu djammi.
Icelandair fær ríkisábyrgð
Icelandair frestaði hlutafjárútboði fram í september og mun
þar freista þess að bjóða til sölu hluti í félaginu á krónu hlut-
inn. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að gangast í ríkisábyrgð á
lánalínu fyrir félagið að fjárhæð allt að 16,5 milljarðar króna.
Grímuskylda
Ríkissaksóknari hefur nú
birt fyrirmæli um að brot
gegn núgildandi sóttvarna-
reglum geti varðað sektum á
bilinu 100-500 þúsund krónur.
Brotin geta falist í broti gegn
tveggja metra reglu eða broti
á reglum um andlitsgrímur.
Fjárhæð sekta mun fara eftir
alvarleika brots.
Hertar sóttvarnareglur
Sóttvarnareglur við landamæri landsins voru hertar og tóku
nýjar ráðstafanir gildi á miðvikudag. Aðilar innan ferða-
þjónustunnar hafa gagnrýnt skamman fyrirvara á breyting-
unum sem hafi komið mörgum ferðamönnum í opna skjöldu
við komuna til landsins. Nýtt fyrirkomulag felst í því að við
komuna til landsins þurfi alllir að sæta því að fara í tvöfalda
skimun fyrir COVID-19 og 4-5 daga sóttkví.
Ólafur Helgi til ráðuneytisins
Ólafur Helgi Kjartansson hefur stigið til hliðar sem lögreglu-
stjóri á Suðurnesjum. Ólafur tekur í staðinn við starfi sem
sérfræðingur í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneyt-
inu. Áður stóð til að færa Ólaf til embættis lögreglunnar í
Vestmannaeyjum, vegna illdeilna innan lögreglunnar á Suður-
nesjum síðustu mánuði.
4 FRÉTTIR 21. ÁGÚST 2020 DV