Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2020, Blaðsíða 18
Í ljósi vinkonuhittings ferða-málaráðherra sem mikið hefur farið fyrir í vikunni
rifjast upp nokkur eftirminni-
leg hneyksli og viðbrögð hlut-
aðeigandi við þeim, þar sem
fæstir báðust afsökunar eða
gengust við myrkraverkum
sínum.
Vandinn og fegurðin felst
í því hversu fljótt snjóar yfir
skandala. Er þá gjarnan bent
á að þjóðfélagið hér á landi er
mjög umburðarlynt eða með-
virkt, sjálfsagt vegna fámenn-
is. Stjórnmálamaður haggast
ekki nema viðkomandi missi
tiltrú félaga sinna.
Samherjamálið
Samherjamálið kom upp
síðasta haust eftir umfjöllun
Kveiks, Stundarinnar og Al
Jazeera um meintar mútu-
greiðslur Samherja í Namibíu.
Athygli vakti þá að Kristján
Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra, er góð-
ur vinur forstjóra Samherja,
Þorsteins Más Baldvinssonar.
Hæfi Kristjáns í málefnum
Samherja var því dregið í efa
og kröfðust margir þess að
ráðherra segði af sér. Krist-
ján fór þá millileið að segja
sig frá þeim málum er varða
Samherja og fá þau öðrum til
úrlausna.
Klausturmálið
Sex þingmenn komu saman á
barnum Klaustri í nóvember
árið 2018 og áttu þar spjall um
kollega sína og fleiri þekkta
Íslendinga. Samtal þeirra var
ekki til fyrirmyndar og voru
bæði nafntogaðir einstakling-
ar og minnihlutahópar teknir
fyrir með niðrandi hætti.
Þingmennirnir sex ákváðu
þó að snúa vörn í sókn. Í stað
þess að gangast við ábyrgð á
framkomunni reyndu þeir að
koma höggi á uppljóstrarann,
Báru Halldórsdóttur, með því
að stefna henni fyrir dóm en
varð ekki kápan úr því klæð-
inu. Sexmenningarnir töldu
sig með engum hætti þurfa að
bera pólitíska ábyrgð og sitja
enn allir á þingi
Akstur Ásmundar
Ásmundur Friðriksson var
grunaður um að hafa misfarið
með almannafé árið 2018 eftir
að í ljós kom að hann innheimti
himinháar akstursgreiðslur
af Alþingi. Meðal annars fékk
hann endurgreiddan útlagðan
aksturs kostnað vegna þátta-
gerðar fyrir ÍNN sem tengd-
ist ekki þingstörfum hans.
Árið 2017 fékk Ásmundur um
4,6 milljónir króna í aksturs-
greiðslur sem jafngildir rúm-
lega 380 þúsund krónum á
mánuði. Hefði að líkindum ver-
ið töluvert ódýrara fyrir þing-
manninn að vera á bílaleigubíl
og fá aðeins bensínkostnað
endurgreiddan af þinginu.
Frá því að málið kom upp
hefur aksturskostnaður Al-
þingis lækkað tölu-
vert. Hins vegar fór
Ásmundur þá leið
að sitja sem fastast
á þingi og kvartaði
til siðanefndar Al-
þingis, forsætis-
nefndar og Evrópu-
ráðsþingsins vegna
ummæla þingmanns-
ins Þórhildar Sunnu Æv-
arsdóttur um athæfi hans.
Wintris-málið
Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son var forsætisráðherra 2016
þegar hann fór í Kastljóss-
viðtal. Í viðtalið var hann
fenginn á fölskum forsendum
og var óvænt spurður út í að-
komu sína að aflandsfélaginu
Wintris sem hafði verið í eigu
hans og eiginkonu hans. Var
hann vændur um að fela eignir
í skattaskjóli. Sigmundur laug
í viðtalinu og kvaðst ekkert
kannast við félagið. Sigmundur
sagði í kjölfarið af sér sem for-
sætisráðherra og klauf hann
sig úr Framsóknarflokknum
og stofnaði sinn eigin flokk,
Miðflokkinn, sem hann situr
fyrir á þingi í dag.
Lekamál Hönnu
Hanna Birna Kristjánsdóttir,
þáverandi innanríkisráðherra,
sagði af sér í nóvember 2014 í
kjölfar hneykslis sem í daglegu
tali kallast Lekamálið. Málið
kom upphaflega upp ári fyrr
þegar ljóst var að minnisblaði
með trúnaðarupplýsingum um
hælisleitanda hafði verið lekið
í fjölmiðla. Málið vakti mikla
athygli og reiði meðal almenn-
ings. Tvímælalaust komu upp-
lýsingarnar úr innanríkisráðu-
neytinu en enginn gekkst þó
framan af við því að eiga sök á
lekanum. Allra augu voru því
á Hönnu Birnu sem fyrirsvars-
manni ráðuneytisins.
Hanna sór af sér sakir og
taldi málið allt vera pólitískt
útspil sem væri ætlað að koma
á hana höggi. Reynir Trausta-
son, þáverandi ritstjóri DV,
greindi frá því að Hanna
Birna hefði haft samband við
hann og reynt að beita hann
þrýstingi til að hafa áhrif á
fréttir af Lekamálinu. Síðar
steig aðstoðarmaður Hönnu
Birnu fram og gekkst við lek-
anum. En skaðinn var skeður
og Hanna Birna sá sér ekki
annað fært en að segja sig frá
embætti sínu.
Ási að fá sér
Ásmundur Einar Daðason, fé-
lags- og barnamálaráðherra,
var sakaður um að hafa verið
ölvaður í flugi frá Bandaríkj-
unum árið 2015. Mun hann
hafa orðið slappur í maganum
og kastað ítrekað upp í flug-
inu og yfir nokkur sæti við
salerni vélarinnar. Vitni að
atvikinu voru fjölmörg. DV
bárust ítrekaðar ábendingar
um að Ásmundur, sem þá var
þingmaður, hefði drukkið af
miklum metnaði í flugferð-
inni. Ásmundur tók þó fyrir
að hafa verið ölvaður. „Ég
fékk einhverja magakveisu
þennan dag og hélt engu
niðri. Ég ældi út um allt,“
sagði hann í samtali við DV.
Sagðist hann enn fremur ætla
að leita sér læknisaðstoðar
vegna kveisunnar. Uppá-
koman vakti mikla athygli og
varð myllumerkið #ásiaðfásér
vinsælt á Twitter. n
Vinur
Samherja.
Laug um
aðkomu sína
að Wintris.
Sagði af sér vegna leka.
Borðið fræga sem sexmenningarnir sátu við. MYND/FACEBOOK
Ásmundur
elskar að fara í
góðan bíltúr.
HNEYKSLI
Á ALÞINGI!
Enginn er fullkominn og öllum
verður okkur á í messunni. Fæst-
ar yfirsjónir vekja þó jafnmikla
athygli og þær sem kjörnir full-
trúar okkar gerast sekir um.
Ásmundur fékk
kveisu í flugi.
Erla Dóra
Magnúsdóttir
erladora@dv.is
18 EYJAN 21. ÁGÚST 2020 DV