Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2020, Blaðsíða 38
38 SPORT 433 21. ÁGÚST 2020 DV
ENDURKOMA NÝBAKAÐRA MÆÐRA
Á VÖLLINN ER ÞOLINMÆÐISVINNA
Þjálfarinn Elín Jónsdóttir vill ekki tala um boð eða bönn þegar kemur að æfingum
nýbakaðra mæðra. Meginreglan er að hlusta á eigin líkama og að sýna skynsemi.
Sóley
Guðmundsdóttir
soley@dv.is
Elín hefur mikla reynslu af þjálfun óléttra kvenna og nýbakaðra mæðra. MYND/ANTON BRINK
GÓÐ RÁÐ FRÁ REYNSLUMIKLUM KNATTSPYRNUKONUM
Elín Jónsdóttir er einn af eigendum heilsu- og líkamsræktarstöðvar-
innar Grandi101 þar sem hún
starfar einnig sem þjálfari.
Hún hefur bæði reynslu sem
þjálfari og íþróttakona. Elín
heldur, ásamt systur sinni
Jakobínu, utan um Mömmu-
Fit tíma á Granda101 þar sem
fram fer þjálfun fyrir óléttar
konur og nýbakaðað mæður.
„Ég vil helst ekki tala um
boð eða bönn þegar kemur að
æfingum kvenna á eða eftir
meðgöngu/fæðingu. Það er
svo mikilvægt að hafa í huga
að við erum allar ólíkar og
með ólíkan bakgrunn þegar
kemur að hreyfingu.“
Elín segir að konur sem
eru í mjög góðu líkamlegu
formi fyrir og á meðgöngu
séu yfirleitt fljótari að koma
til baka eftir fæðingu og geti
því byrjað að æfa fyrr.
„Afrekskonur í íþróttum
þekkja líkama sinn yfirleitt
vel og geta því margar komið
tiltölulega fljótt til baka í sína
íþrótt.“
Elín bendir á að meðgangan
og fæðingin geti gengið mis-
vel sem hefur sitt að segja.
„Ég myndi aldrei ráðleggja
konu sem hefði aldrei æft fót-
bolta að mæta á fótboltaæf-
ingu nokkrum mánuðum eftir
fæðingu en hjá vönum fót-
boltakonum er staðan mögu-
lega önnur. Þær eru auðvitað
jafn misjafnar og þær eru
margar og sumar koma fyrr
til baka en aðrar. Ég held að
meginreglan ætti alltaf að
vera að hlusta á eigin líkama
og vera skynsöm. Forðast
æfingar sem meiða eða eru
óþægilegar og gefa sér tíma-
til að koma til baka og muna
að það tekur tíma að komast
aftur í sitt besta form,“ segir
Elín.
Margar mæður spila fót-
bolta á Íslandi. Að snúa til
baka á völlinn getur verið
kúnst. Hver meðganga er
einstök og hver fæðing er
einstök. Að hlusta á eigin
líkama er góð regla. Hér eru
góð ráð frá fjórum mæðrum
sem allar spila í efstu deild
hérlendis. Þær hafa allar
sína sögu að segja og veita
ráð sem snúa til dæmis að
æfingum, meðgöngu, endur-
komu á völlinn og samanburð
við aðrar konur. n
Elísa Viðarsdóttir Valur
Að koma til baka í afreksíþróttir eftir barneign reynir
ótrúlega á líkamlega og andlega. Mikilvægt er að
miða sig ekki við hvernig maður var áður en maður
varð óléttur heldur hafa raunhæfar væntingar. Það eru
forréttindi að fá að ganga með barn. Á sama tíma er
erfitt að slíta sig frá skilgreiningunni að vera „afreks-
íþróttakona“ um sinn. Eftir meðgöngu mæli ég með
að hlusta á líkamann og forðast samanburð við aðrar
konur. Ég reyndi að hafa húmor fyrir sjálfri mér. Það
er fyndið að hugsa til baka þegar ég var að mæta á
fyrstu fótboltaæfingarnar eftir barnsburð. Hausinn var
kominn miklu lengra en líkaminn. Ef maður fer þetta
á jákvæðninni og húmornum, en setur smá pressu á
sjálfan sig og reynir að bæta sig dag frá degi, verður
maður á endanum ótrúlega stoltur af öllu ferlinu og
sáttur í eigin líkama.
Dagný Brynjarsdóttir Selfoss
Það skiptir miklu máli að hlusta
á líkamann. Ef þú finnur fyrir ein-
hvers konar verkjum í grindinni
eða annars staðar við ákveðnar
æfingar þá skaltu ekki þjösnast
á sársaukanum því þú gætir þurft
að kljást við verkinn eftir fæðingu.
Ég mæli með að vera duglegar
með míní teygju og að styrkja
mjaðmasvæðið, vinna í grindar-
botninum sem og innan á lærum.
Ég fór að vinna í því strax tveimur
vikum eftir fæðingu. Einnig byrj-
aði ég að vinna í kviðvöðvunum
tveimur vikum eftir fæðingu með
mismunandi útgáfum af planka.
Ana Victoria Cate KR
Konur eru mismunandi! Líðan þín á meðgöngu, hvernig
fæðingin gekk, hvernig brjóstagjöfin gengur og hversu
mikið þú og barnið þitt sofa eru allt partur af þinni eigin
sögu. Þú skalt ekki miða þig við aðrar konur. Það er
ekkert að því að taka 6 vikur eða 6 mánuði í að koma
sér á völlinn aftur, svo lengi sem þér líður vel og ert
örugg þegar þú byrjar. Eftir að þú eignast barn áttarðu
þig á því að lífið er meira en fótbolti (klikkað en satt).
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir Valur
Hlusta á líkamann er númer eitt, tvö og þrjú. Fara eftir
þinni sannfæringu en ekki eftir því hvað aðrar konur
hafa gert. Eftir á að hyggja hefði ég viljað njóta þess
meira að vera á hliðarlínunni. Ég mætti á allar æfingar
og tók þátt í öllu. Mér fannst þetta skemmtilegt á
meðan á þessu stóð en ég myndi gera annað í dag.
Það er mikilvægt að vera stolt af því að koma til baka
ef sú er raunin. Að fá traust frá félaginu og þjálfurum
er einnig mjög mikilvægt fyrir konur sem eru að koma
til baka eftir barnsburð.