Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2020, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2020, Blaðsíða 11
og kom með nýjustu æfingar þaðan en þá var eróbikk það vinsælasta. „Þá var mjög mik- ið í tísku að vera með mikil hljóð eins og „Vúhú!“ og köll í æfingunum sem þótti mjög byltingarkennt hér og vakti mikla athygli,“ segir Ágústa og hlær að minningum þar sem legghlífar og neonlitir réðu ríkjum í leikfimisalnum. Tók ekkert lán Ágústa lærði fljótt að það þýðir ekki annað en að standa vaktina sjálfur sé ætlunin að skara fram úr í eigin rekstri. „Þegar við Jónína stofnuðum Stúdíó Jónínu og Ágústu áttum við engan pening. Við fengum bara hrátt húsnæði sem við innréttuðum sjálfar með góðri hjálp vina og vandamanna. Við tókum ekkert lán, fengum bara að taka efni út í reikning hjá Húsasmiðjunni með lof- orði um að borga um leið og eitthvað kæmi inn í kassann. Stúdíóið varð mjög fljótt vin- sælt og við fórum fljótlega að bæta við okkur kennurum.“ Þegar Jónína flutti til Sví- þjóðar og fór út úr fyrirtæk- inu og þáverandi eiginmaður Ágústu, Hrafn Franklín, kom inn á móti breyttist nafnið á fyrirtækinu í Stúdíó Ágústu og Hrafns. Velgengnin hélt áfram enda hræddist Ágústa ekki mikla vinnu á meðan brenn- andi áhuginn dró hana áfram. Hún tók upp mörg hundruð líkamsræktarþætti á þessum árum og skrifaði matreiðslu- bækur. „1998 sameinuðumst við Mætti og stofnuðum Hreyf- ingu. Þá fór ég að vinna með Grími Sæmundsen. Okkar veikleiki var tækjasalurinn og ég hafði mikinn áhuga á að fara með mitt fyrirtæki upp á næsta stig og auka við tækjabúnað og komast í betra húsnæði.“ Ágústa er því rétt liðlega þrítug þegar hún er komin í þá stöðu að reka eina stærstu líkamsræktarstöð landsins. Í dag starfar hún enn sem framkvæmdastjóri Hreyfing- ar sem hefur um 100 manns á launaskrá og 6.000 viðskipta- vini. Aðspurð hvort það sé meira krefjandi að vera mest- megnis með konur í vinnu – samanber gömlu tugguna um að konur séu konum verstar – svarar Ágústa að svo sé alls ekki. „Ég er mjög lítið upptekin af kvennatali. Mér finnst skipta mestu máli að vera með réttu einstaklingana og hæfasta fólkið á hverjum stað, óháð kyni. Mannauður- inn er fólginn í því að finna rétta manneskju í starfið, hvort sem það eru konur eða karlar, þó það sé alltaf best að hafa blöndu. En ég hef al- mennt verið með lánsöm, með framúrskarandi samstarfsfólk mér við hlið.“ Úthald og agi Konur eru meira áberandi á líkamsræktarstöðvum, bæði sem starfsfólk og gestir. „Yfir- leitt eru það frekar konur sem stunda líkamsræktarstöðvar. Þær eru kannski samvisku- samari að drífa sig af stað. Það er þó ekki mikill munur. Hjá okkur í Hreyfingu eru þetta um 58% konur.“ Ágústa segir þjóðina vera duglega að kaupa sér kort í líkamsrækt en þó vanti aðeins upp á mætinguna. „Ef við skoðum Norðurlöndin, eins og til dæmis Svíþjóð, þá eru færri sem eiga kort í líkamsræktar- stöðvum en fólk þar er í betra líkamlegu ásigkomulagi og of- fituvandinn þar er mun minni. Við á Íslandi getum verið svolítið ýkt og agalaus. Okkur vantar gjarnan jafnvægi og úthald til þess að að æfa að staðaldri, þó það hafi sem betur fer breyst mikið til hins betra á síðustu áratugum og hópurinn fer stækkandi sem hefur gert þjálfun að sínum lífsstíl. Við erum það sem við erum, þessi tryllta orka í ís- lensku þjóðinni er skemmtileg og mikill kostur en við þurf- um að ná að aga okkur betur þegar það kemur að heilsu.“ Hreyfing hefur fundið vel fyrir kórónaveirufaraldrinum eins og flest fyrirtæki en allar líkamsræktarstöðvar voru lokaðar í rúma tvo mánuði og erfitt getur reynst að virða tveggja metra regluna í hópa- tímum, sem dæmi. „Ég hugsaði í byrjun árs að þetta ár yrði stórkostlegt ár og líklega okkar besta ár i sögu fyrirtækisins. En það fór öðruvísi. Við náðum þó að nýta tímann vel á lokunar- tímabilinu og helltum okkur í miklar endurbætur á að- stöðunni, fjárfestum í nýjum tækjum og bættum ýmsan aðbúnað. Rekstraráætlun árs- ins fór auðvitað út um glugg- ann strax í mars. Fyrirtækið stendur þó styrkum fótum en auðvitað þarf alltaf að halda þétt á málum til að halda sjó.“ Fyrsta stefnumótið og Liverpool Ágústa og eiginmaður hennar, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, kynntust í gegnum pólitík þegar Ágústa gaf kost á sér í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins árið 1997. Þau fóru þó ekki að vera saman fyrr en síðar. Guðlaugur hafði þá verið fastakúnni í stöðinni hjá Ágústu lengi. „Á fyrsta stefnumótinu okkar bauð hann mér í mat. Þessi elska lagði í að elda ungverska gúllassúpu sem mér þótti ekki neitt sér- staklega góð en það hafði nú ekki stærri afleiðingar en raun ber vitni. Hann var ekki mikill kokkur á þessum tíma en það hefur nú heldur betur breyst og nú eldar hann dýr- indis mat oft í viku.“ Ágústa átti tvö börn á tán- ingsaldri þegar hún kynntist Guðlaugi og saman eiga þau 18 ára tvíbura og eitt barna- barn svo það er oft líf og fjör á heimilinu og því þörf á góðri eldamennsku. Matreiðsla er eitt af sameig- inlegum áhugamálum Ágústu og Guðlaugs en þau eru einn- ig skíðafólk og eiga auk þess skógræktarjörð sem þau sinna saman. Eiginmaður Ágústu er annálaður Liverpoolmaður en sjálf segist Ágústa hafa tak- markaðan áhuga á fótbolta. „Ég hef með árunum linast í andstöðu minni við fótboltann. Það hefur ekkert upp á sig að vera að pirrast út í þennan brennandi áhuga hans á Liver- pool,“ segir Ágústa og kemur jafnvel fyrir að hún horfi á einn og einn leik með sínum heittelskaða. Pólitískt þras tekur á Guðlaugur Þór hefur sætt gagn rýni í starfi sínu líkt og flestir ráðherrar. Fyrir ári bárust Guðlaugi morðhótanir í tengslum við þriðja orkupakk- ann sem var þá til umræðu á þingi. Aðspurð hvort hún hafi aldrei fengið nóg af áreitinu sem fylgir ráðherrastarfinu og hvatt eiginmann sinn til að finna sér annað starf svarar hún: „Jú, ég hef ekki tölu á því hvað ég hef oft sagt það við hann en þetta er það sem hann brennur fyrir og ég tek það ekki af honum. Ég hef ekki eins mikið út- hald og umburðarlyndi fyrir þessu argaþrasi sem fylgir pólitíkinni. Maður lærir bara að reyna að láta þetta ekki trufla sig og myndar auð- vitað skráp fyrir því, en það er gott að það séu til öflugir einstaklingar sem nenna að starfa í stjórnmálum. Umtalið og áreitið sem fylgir starfinu er alltaf að verða erfiðara og erfiðara, sérstaklega eftir að samfélagsmiðlarnir komu. Það er allt komið með það sama á samfélagsmiðla og þaðan í fjölmiðla. Það er beinn að- gangur að öllum.“ Í þessu samhengi berst til tals bréf sem Ágústa sendi fyrir hönd Samtaka líkams- ræktarstöðva til sóttvarna- læknis þar sem hún óskaði eftir fundi þegar ljóst var að Ég skammast mín ekki fyrir það sem ég á. Þetta er botnlaus vinna og ég hef aldrei fengið neitt upp í hendurnar. Ágústa Johnson stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki rétt rúmlega tvítug. MYND/SIGTRYGGUR ARI FRÉTTIR 11DV 21. ÁGÚST 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.