Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.08.2020, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 21.08.2020, Qupperneq 2
Tvær síðustu hafa verið mun auðveld- ari en þá hef ég líka haft félagsskap í sóttkvínni. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir Það er lítið talað við íbúa og maður fær það oft á tilfinninguna að hverfið sé skilið eftir. Fólk var það ánægt með tillöguna að hún var kosin. Berglind Hönnudóttir, íbúi á Kjalarnesi Veður Norðaustan 5-13 m/s, en 10-15 í vindstrengjum á Austfjörðum og Suðausturlandi. Víða léttskýjað. SJÁ SÍÐU 20 Útför Gísla Rúnars Jónssonar VELDU GÆÐI! PREN TU N .IS ................................................ mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is PREN TU N .IS 3 TEGUNDIR AF SÚRDEIGSBRAUÐUM REYKJAVÍK Borgarráð samþykkti í gær að opna nýtt áfangaheimili fyrir konur í miðborginni. Unnið verður eftir áfallamiðaðri hug- myndafræði í samstarfi við Land- spítalann og Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins. Þá verður gengið til viðræðna við Rótina um rekstur Konukots. Í húsinu verða fjórtán góðar ein- staklingsíbúðir, ein starfsmanna- íbúð og sameiginlegt rými. Áætlað er að kostnaður vegna reksturs áfangaheimilisins verði allt að 25 milljónir króna á ári og að þar verði forstöðumaður í dagvinnu og félagsráðgjafi í hálfu starfi. Markmiðið er að bjóða einstakl- ingum sem hætt hafa neyslu öruggt heimili, stuðning og aðhald meðan þeir aðlagast samfélaginu á nýjan leik. Í dag eru níu áfangaheimili í Reykjavík, ýmist rekin af félaga- samtökum eða Reykjavíkurborg, þar sem rými er fyrir um það bil 200 einstaklinga. – ab Opna nýtt áfangaheimili REYKJAVÍK Gerð minnisvarða um brostin loforð Reykjavíkur við Kjalarnes hefur verið sett á bið. Um er að ræða verkefni sem íbúar Kjalarness kusu um í Hverfið mitt- kosningunum sem fóru fram síðasta haust. Alls var 91 verkefni kosið til framkvæmda sem bætast átti við þau hátt í sjö hundruð sem fyrir eru. Minnisvarðinn á Kjalarnesi er eina verkefnið sem kosið var um síðasta haust sem sett var á bið. Öðrum verkefnum er ýmist lokið, eru við það að hefjast, í vinnslu eða í undirbúningi hjá verktaka. Hverfið mitt gengur út á að leyfa íbúum að kjósa um ýmis verkefni í hverfum sínum, allt frá klifur- grindum og trampólínum til bættra göngustíga og lýsingar. Í fyrra var íbúum í fyrsta sinn leyft að koma með hugmyndir á kjörseðilinn um hvað skyldi fram kvæmt í verk efninu Hverfið mitt, árin á undan var það í höndum hverfisráða. Samkvæmt tillögunni er ætl- aður heildarkostnaður f imm milljónir króna og var hugmyndin metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hópur íbúa á Kjalarnesi átti til- löguna. „Hugmyndin á rætur að rekja til samningsins sem var gerður þegar Reykjavík og Kjalarnes sam- einuðust árið 1998, samningur sem var kallaður Bláa bókin. Margt þar var ekki uppfyllt,“ segir Berglind Hönnudóttir, íbúi á Kjalarnesi, sem sendi tillöguna inn fyrir hönd hópsins. „Ég var ekki viss um að til- lagan yrði kosin, þetta var aðallega pönk til að vekja athygli á málefnum hverfisins. Það er lítið talað við íbúa og maður fær það oft á tilfinninguna að hverfið sé skilið eftir. Fólk var það ánægt með tillöguna að hún var kosin.“ Berglind segir það ekki koma á óvart að verkefnið hafi ekki komið til framkvæmda. „Eftir að ég lagði fram tillöguna fékk ég símtal frá starfsmanni borgarinnar þar sem ég er spurð hvort mér sé alvara með þessari hugmynd, hvort þetta sé jákvætt og hvort þetta auki jákvæðni í hverfinu. Ég svaraði neitandi, þetta sé ekki jákvætt, en mér sé alvara og að mér finnist að fólk megi kjósa um þetta.“ Berglind segir að síðustu sam- skiptin við borgina hafi verið að verkið væri í hönnunarferli. „Það er ekkert í þessari tillögu sem er óger- legt, það er ekkert í þessu sem þau geta neitað. Eina frá okkur var að þetta á að vera blá bók á áberandi stað í hverfinu, við höfum ekkert komið að hönnunarferlinu.“ Berglind segir það vel koma til greina að leggja tillöguna fram aftur í næstu kosningum ef hún kemur ekki til framkvæmda. „Algjörlega, það þarf að halda þessu á lífi.“ Reykjavíkurborg hefur ekki svar- að erindum Fréttablaðsins vegna málsins. arib@frettabladid.is Setti minnisvarða um brostin loforð á bið Reykjavíkurborg hefur sett gerð minnismerkis um brostin loforð borgarinnar á Kjalarnesi á bið. Er þetta eina verkefnið úr hverfiskosningunum sem sett hefur verið á bið. Líklegt að tillagan verði aftur borin upp í næstu kosningum. Kjalarnes, eða Grundarhverfi, hefur verið hluti af Reykjavík frá árinu 1998. Sumum íbúum finnst loforð svikin sem þá voru gefin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA COVID-19 Knattspyrnukonan Þór- dís Hrönn Sigfúsdóttir, leikmaður KR, var í gær skikkuð í sína fjórðu sóttkví frá því að faraldurinn hófst eftir að einstaklingur í þjálfara- teymi liðsins greindist með smit. Þórdís lauk þriðju sóttkví sumars- ins síðastliðinn föstudag og náði því að njóta frelsisins í fimm daga. „Þetta er ekkert sérstaklega skemmtilegt en maður verður að reyna að taka þetta með jákvæðni. Það bjargar manni alveg að fara út í göngutúra og stunda sem mest aðra hreyfingu,“ segir Þórdís. Hún segir að fyrsta sóttkvíin hafi verið erfiðust. Þá hafi veður verið slæmt og mikil óvissa og ótti í sam- félaginu. „Tvær síðustu hafa verið mun auðveldari en þá hef ég líka haft félagsskap í sóttkvínni,“ segir Þór- dís. Það er eins nú en Þórdís verður í sóttkví með liðsfélaga sínum. Spurð hvort hún eigi eftir einhverja þætti á Netf lix svarar hún: „Ég kláraði Netflix í fyrstu sóttkvínni.“ KR-liðið hefur spilað leiki sína vel strax að lokinni sóttkví. „Já, við höfum mætt banhungraðar í þá leiki. Við erum farnar að halda að þetta séu samantekin ráð þjálfar- anna að koma okkur sem oftast í sóttkví,“ segir Þórdís og hlær. – bþ Situr í sóttkví í fjórða skiptið Fyrsta sóttkvíin var erfiðust. Útför Gísla Rúnars Jónssonar var gerð frá Háteigskirkju síðdegis í gær. Vegna reglna í samkomubanni komu aðeins nánustu aðstandendur saman við athöfnina, en hún var sýnd í beinni útsendingu í Sjónvarpi Símans. Fjöldamargir vina Gísla tóku þátt í athöfninni. Meðal þeirra þau Björgvin Halldórsson, Arnar Jónsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Sigríður Thorlacius, Ari Eldjárn og Sigrún Hjálmtýsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 2 1 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.