Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.08.2020, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 21.08.2020, Qupperneq 12
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Ríkistjórnin fór á taugum og í stað þess að stýra atburða- rásinni kaus hún að framselja völdin til embættis- manna og læknis úti í bæ. En við megum aldrei gleyma þeim réttindum frelsisins sem voru dýru verði keypt af fyrri kyn- slóðum. Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Frelsið er ekki sjálfsagt. Margt hefur fengist vegna tækniframfara, til að mynda í sam-göngum. En ekkert frelsi hefði fengist nema vegna þess að fólk barðist fyrir frelsinu. Réttindi borgaranna voru lítil fyrr á öldum. Það tók oft langan tíma að öðlast frelsi og einföld mann- réttindi. Sú kynslóð sem nú er í skóla þekkir lítið annað en mikið frelsi. Ferðafrelsi, einstaklings- frelsi, tjáningarfrelsi og frjálsa búsetu í samfélagi þjóðanna. En það sem hefur áunnist getur oft snögglega horfið. Mörg dæmi eru um að frelsið sé snögglega numið á brott. Það gerðist á síðustu öld eins og lýst er í „Veröld sem var“ eftir Stefan Zweik. Við sjáum hvernig ferðafrelsið sem við tókum sem sjálfsögðum hlut hefur verið sett á ís. Stjórn- völd í sumum löndum hafa nýtt sér tækifærið og afnumið réttindi í nafni öryggisins. Og það án mikillar umræðu. Við þurfum öll að standa vörð um heilbrigði okkar samfélags. En við megum aldrei gleyma þeim réttindum frelsisins sem voru dýru verði keypt af fyrri kynslóðum. Krísur eins og hryðju- verk og farsóttir kalla oft á sterk viðbrögð. Við þurfum að gæta þess að farið sé varlega með valdið og frelsið sé varið. Viðbrögð almennings hafa almennt verið þau að fara að gát og hlýða fyrirmælum í sóttvörnum. Tæknin hefur verið nýtt vel í að rekja smit. Tilmæli hafa stórbætt sóttvarnir fólks og fyrirtækja og gagnast þannig í baráttunni við smit. En lokun landa hefur aldrei gefist vel til lengri tíma. Um það vitna dæmin. Við verðum að vera vakandi þegar faraldur geisar í landinu. Það á líka við um faraldur eins og ótímabær dauðsföll vegna ofneyslu lyfseðils- skyldra lyfja sem herjar á Ísland. Hann þarfnast líka umræðu og skipulegra forvarna. Það er eins og í annarri baráttu mikilvægt að fræða fólk. Hætta er á að ríki loki hvert á annað. Það er varasöm þróun. Fáar þjóðir eiga jafn mikið undir frelsinu og Íslendingar. Verjum það. Einstaklingsfrelsið  Eyþór Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokks Lifað með þríeykinu Í gær fór fram samráðs- fundur og pallborðsumræður á vegum stjórnvalda undir yfirskriftinni „Að lifa með veirunni“. Þar f luttu stjórn- málamenn og fagfólk ávörp um lífið á vorum dögum. Það er nokkuð vel í lagt að leggja hálfan dag í að efna til fundar um líf með einhverju sem varla er til lengur, þó eitt og eitt smittilfelli komi upp. Betur hefði farið á að hafa yfirskriftina „Að lifa með þríeykinu“ því það eru sótt- varnaaðgerðir í landinu sem erfiðast gengur að lifa með. Löggan Nú er lögreglustjórinn á Suð- urnesjum á leið í nýtt djobb. Hann hefur lýst því að það sé merki um trúnaðartraust sem honum er sýnt með því að velja hann í nýtt starf í dóms- málaráðuneytinu. Hmmm ... segjum það. Í framhaldinu hefur Fréttablaðið f lutt fréttir af því að margt sé í ólagi hjá embættinu. Það er ekki ein- leikið hvað oft virðast vera átök og undirmál hjá löggunni í landinu og umhugsunarefni að allt sé í volli í þeirri stofnun samfélagsins sem á að gæta að því að allt sé í röð og reglu hjá okkur hinum. Sem betur fer ætti hann að fá eigin prentara svo hann geti ljósritað klúran texta án þess að allir á löggu- stöðinni viti. Það hefur orðið óskiljanleg kúvending í stefnu stjórnvalda. Fyrr í sumar, eftir að ákveðið var að taka það sjálfsagða skref að liðka fyrir frjálsri för fólks til og frá landinu og reyndist afar vel, var ráðist í fjárfestingu svo mögulegt væri að auka skimunargetuna á landamær- unum í fimm þúsund manns. Flestir stóðu í þeirri trú að það væri gert til að halda áfram á sömu braut. Hægt yrði að halda landamærunum opnum, með varrúðarráðstöf- unum, þannig að ferðafrelsið – sem telja má til mikil- vægra mannréttinda í opnu frjálsu lýðræðisríki – væri ekki skert og ferðaþjónustan gæti aflað þjóðarbúinu gjaldeyristekna. Þetta reyndist allt vera misskilningur. Ákvörðun stjórnvalda um að loka landinu fyrir ferða- mönnum, með því að skylda alla í tvær skimanir og sóttkví, var tekin í óðagoti. Harkalegasti valkosturinn var valinn án heildstæðrar greiningar á efnahagslegu áhrifunum. Það eru ekki boðleg vinnubrögð. Ríkis- stjórnin fór á taugum og í stað þess að stýra atburða- rásinni, sem sóttvarnalæknir hefur sérstaklega kallað eftir að hún geri, kaus hún að framselja völdin til embættismanna og læknis úti í bæ. Það er skandall. Sumir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins reyndu að standa gegn þessari ákvörðun, án árangurs. Það hlýtur að vera flokknum og kjósendum hans áhyggjuefni að hann skuli ekki hafa meira vægi innan stjórnarinnar, sem hefur að mestu verið farsæl, en raun ber vitni. Það gæti orðið flokknum dýrkeypt í komandi þingkosningum. Ísland, sem á hvað mest undir ferðaþjónustunni af öllum ríkjum Evrópu, framfylgir nú einna hörðustu aðgerðum við landamærin í allri álfunni. Þeir sem von- uðust til að þessar nýju reglur myndu vara í skamman tíma urðu fljótt fyrir vonbrigðum þegar sóttvarna- læknir lýsti yfir að þær ættu að gilda í marga mánuði. Enginn ráðherra hefur séð ástæðu til að mótmæla þeim ummælum. Gríðarlegur fjöldi fyrirtækja á nú ekki ann- arra kosta völ en að fara í tímabundið greiðsluskjól eða óska eftir gjaldþrotaskiptum. Þúsundir munu bætast við á atvinnuleysisskrá. Það er frostavetur í vændum. Efnahagslegar afleiðingar þessarar misráðnu ákvörðunar hafa strax komið fram. Fyrir utan þúsundir afbókana ferðamanna til landsins hafa erlendir fjár- festingarsjóðir, stærstu eigendur íslenskra ríkisskulda- bréfa, í vikunni selt þær eignir fyrir marga milljarða með tilheyrandi gengisveikingu krónunnar – sem Seðlabankinn reynir að sporna við með sölu gjaldeyris – og verðbólguvæntingar hafa snarhækkað. Ekki er að sjá að sú atburðarás hafi verið tekin með í þeim dæma- lausu útreikningum sem voru að baki þeirri ákvörðun, byggðri á minnisblaði fjármálaráðuneytisins, að það væri efnahagslega skynsamlegt að skella landinu í lás. Búið er að skapa óraunhæfar væntingar hjá almenn- ingi um smitlaust samfélag með því einu að halda útlendingum frá landinu. Örfáir hafa verið að greinast með smit og aðeins einn einstaklingur liggur á sjúkra- húsi. Enginn er á gjörgæslu eða í öndunarvél. Það er vel. En er það stefnan að framfylgja svo hörðum sóttvarna- aðgerðum sem ganga gegn stjórnarskrárvörðum rétt- indum og eru langt umfram nokkurt meðalhóf miðað við hættuna? Ef svo er, þá er illa fyrir okkur komið. Farið á taugum  2 1 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.