Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.08.2020, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 21.08.2020, Qupperneq 14
E N S K I B O LTI N N Ensk a k nat t- spy rnusambandið hefur kært Leeds United fyrir háttsemi leik- manna liðsins í kjölfar sigurleiks gegn Derby County á lokaspretti ensku B-deildarinnar fyrr í sumar. Leeds United hafði tryggt sér sigur- inn í deildinni og sæti í efstu deild í fyrsta skipti síðan liðið féll  úr úrvalsdeildinni  vorið 2004 áður en liðið sótti Derby County heim á Pride Park um miðjan júlí.   Eftir 3-1 sigur Leeds United fögnuðu leikmenn og forráðamenn liðsins vel og innilega. Hömluleysið var of mikið að mati enska knatt- spyrnusambandsins en líklegt er að það að leikmenn voru með blys í fagnaðarlátunun hafi orðið til þess að sambandinu þótti rétt að leggja málið fyrir aganefnd. Talsmaður enska knattspyrnusambandsins segir félagið vera borið þeim sökum að hafa ekki hagað sér með sómasamlegum hætti eftir leikinn.   Erjur voru á milli félaganna á þar síðasta tímabili þegar upp komst að Marcelo Bielsa hefði njósnað um æfingar Frank Lamp- ard hjá Derby County í aðdraganda leiks liðanna á leiktíðinni. Victor Orta,  stjórnar formaður Leeds United, mætti á leikinn með kíki og virtist þar vera að vísa í þá deilu félaganna.   Leeds United hefur fengið frest til 3. september til andmæla en eftir þann tíma verður málið tekið fyrir hjá aganefndinni. Leikjaskipulagið fyrir ensku úrvalsdeildina fyrir komandi keppnistímabil var opin- berað í gær en Leeds United mætir Liverpool sem er ríkjandi meistari í fyrstu umferðinni. – hó  Leeds United kært vegna óspekta leikmanna Leikmenn Leeds United slepptu sér í fagnaðarlátunum. MYND/GETTY FÓTBOLTI Brasilíska sóknarmann- inum Neym ar, sem leikur með franska liðinu PSG, verður ekki refsað af evrópska knattspyrnu- sambandinu, UEFA, fyrir háttsemi sína að loknum sigri liðsins gegn þýska liðinu RB Leipzig í undan- úrslitum Meistaradeildar Evrópu í Lissabon í vikunni. Eftir leikinn skiptist Neymar á treyj um við Marcel Hal sten berg, leik mann RB Leipzig, en UEFA hafði biðlað til leikmanna að láta af þeim vana. Erlendir fjölmiðlar gera því í skóna að Neymar gæti annaðhvort verið úrskurðaður í eins leiks bann eða settur í sóttkví af UEFA, sem yrði til þess að hann myndi missa af úrslitaleik keppninnar. PSG mætir þar Bayern München en franska liðið hefur aldrei unnið keppnina, á meðan þýska stórveldið hefur fagnað sigri fimm sinnum í Evrópukeppni meistaraliða og síðar Meistaradeild Evrópu. – hó Neymar sleppur með skrekkinn Neymar eftir leikinn gegn Leipzig. FÓTBOLTI Enska landsliðskonan í knattspyrnu, Lucy Bronze,  stað- festi í samtali við BBC að hún muni yfirgefa herbúðir franska stórliðs- ins Lyon þegar samningur hennar við  félagið rennur út í  lok þessa mánuðar.   Bronze, sem er 28 ára gömul, hefur verið orðuð við endurkomu til fyrra félags síns Manchester City, en hún gekk til liðs við Lyon frá enska liðinu árið 2017. Síðan þá hefur hún unnið átta titla á þeim þremur keppnistíma- bilum sem hún hefur leikið með franska stórliðinu. „Það er svo sem eðlilegt að fólk geri ráð fyrir því að ég endurnýi kynnin við Manchester City þar sem ég á hús í Manchester og hef leikið með liðinu. Það eina sem er klárt hins vegar er að ég er að fara frá Lyon, annað kemur bara í ljós,“ segir Bronze í samtali við BBC. Bronze verður þar með enn í leik- mannahópi Lyon þegar liðið mætir Bayern München í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á morgun. Hún verður hins vegar búin að yfirgefa herbúðir Lyon þegar liðið mætir Paris FC í fyrstu umferð frönsku efstu deildarinnar 6. sept- ember næstkomandi. – hó Sara Björk að missa liðsfélaga Lucy Bronze er að fara frá Lyon. FÓTBOLTI Gengi kvennaliðs Breiða- bliks í knattspyrnu í sumar hefur verið nánast lygilega gott. Eftir að hafa leikið níu leiki á mótinu er liðið með fullt hús stiga á toppi deildar- innar. Blikar hafa skorað 42 mörk í þessum og haldið marki sínu hreinu á fyrri hluta tímabilsins. Þar með hefur liðið slegið met KR liðsins frá árinu 1997 í fjölda leikja án þess að fá sig mark. Sóknar- þríeykið Berglind Björg Þorvalds- dóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir og Agla María Albertsdóttir hafa verið iðnastar við kolann í markaskorun liðsins en Berglind Björg hefur skorað 12 mörk, Sveindís Jane átta og Agla María sjö. Þorsteinn H. Halldórsson skoraði á aðra leikmenn liðsins að gera sig gildandi fyrir framan markið í sam- tali við fjölmiðla eftir einn sigur- leikinn fyrr í sumar. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, vinstri bakvörður Blika, varð við þeirri áskorun Þor- steins þegar hún skoraði tvö marka liðsins í 7-0 sigri gegn Þór/KA í vikunni. Fyrra markið hennar var einkar glæsilegt en eftir laglega sókn Blika prjónaði Áslaug Munda sig í gegnum þrjá varnarmenn norðanliðsins og skaut boltanum upp í samskeytin. Húsvíkingurinn skoraði svo seinna markið beint úr hornspyrnu. „Ég svo sem tók það ekkert sér- staklega til mín það sem Steini sagði og fyrir mér skiptir engu máli hver skorar á meðan við erum að skora mikið og vinna. Ef ég á að vera hreinskilin þá kom það mér á óvart að setja tvö í þessum leik. Það var hins vegar gaman að rifja upp gamla takta í sóknarleiknum,“ segir Áslaug Munda í samtali við Fréttablaðið. „Ég spilaði bæði á kantinum og inni á miðjunni með Völsungi þannig að  ég var vön að vera framar á vellinum áður en ég kom til Blika. Það vantaði svo bakvörð í einhverjum leik og Steini ákvað að prufa mig þar. Það gekk bara vel og ég er að fíla þessa stöðu. Ég fæ að taka mikinn þátt í sóknarleiknum í þeim leikstíl sem við spilum. Ég er hins vegar alveg klár í að spila framar ef það hentar liðinu,“ segir hún um ástæðu þess að hún var færð aftar á völlinn. „Mér finnst liðið okkar vera sterk- ara en í fyrra, bæði þéttara og betur drillaðra varnarlega og með f leiri vopn í sóknarleiknum með tilkomu Sveindísar sem hefur mikinn hraða og Rakelar [Hönnudóttur] sem kemur með mikil gæði inn í liðið. Við vorum að sjálfsögðu ekki með það sem markmið að halda hreinu í svona mörgum leikjum en það er bara skemmtilegur bónus,“ segir Áslaug um gengi liðsins það sem af er sumars. Síðasta haust fékk Áslaug Munda smjörþefinn af  atvinnumennsku þegar henni var boðið að æfa með franska stórliðinu PSG. Hún segir það klárlega stefnuna að leika erlendis á einhverjum tímapunkti á ferlinum.   „Það er klárlega á stefnuskránni hjá mér að spila sem atvinnumaður og geta einbeitt mér að fullu að fótboltanum í einhvern tíma. Nú er ég  hins vegar mjög ánægð  hjá Breiðabliki og umgjörðin þar og allt í kringum félagið er í toppmálum. Það þarf að velja vel til þess að finna erlent lið sem hentar mér vel og nær að trompa Blika hvað þjálfun, aðstöðu og utanumhald varðar. Mig langar núna að halda áfram að spila vel með Breiðabliki og festa mig í sessi hjá landsliðinu. Það eru forréttindi að fá að æfa með og læra af þeim reynslumiklu og frábæru leikmönnum sem þar eru,“ segir þessi metnaðarfulla knattspyrnu- kona sem lék sína fyrstu A-lands- leiki fyrir um það bil ári. Auk þess að vera í landsliðs- klassa og á hraðri uppleið í knatt- spyrnunni er Áslaug Munda góður námsmaður. Fékk hún  sérstaka v iðu rkenning u f y r ir f ramú r- skarandi árangur í námi og knatt- spyrnu þegar hún útskrifaðist frá afrekssviði Menntaskólans í Kópa- vogi í lok júní. Hún útskrifaðist með meðaleinkunnina 9,27 þaðan. Í haust ætlar Áslaug Munda að hefja nám í lífeindafræði í Háskóla Íslands en hún segir það ekki fýsi- legan kost að hefja nám erlendis í þeim aðstæðum sem eru í heim- inum þessa stundina vegna kóróna- veirufaraldursins. hjorvaro@frettabladid.is Það er klárlega á stefnuskránni hjá mér að spila sem atvinnu­ maður og geta einbeitt mér að fótboltanum í einhvern tíma. 2 1 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R14 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð Minnti á sig í sóknarleik með tveimur glæsilegum mörkum Bakvörðurinn sókndjarfi Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir skoraði tvö marka Breiðabliks þegar liðið lagði Þór/KA að velli, 7-0, í níundu umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu kvenna fyrr í þessari viku. Munda var vön að spila framar með uppeldisfélagi sínu, Völsungi, og rifjaði því þarna upp gamla takta.   Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir hefur leikið vel í vinstri bakverðinum hjá Breiðabliki í sumar. MYND/HELGI VIÐAR SPORT

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.