Fréttablaðið - 21.08.2020, Side 36

Fréttablaðið - 21.08.2020, Side 36
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Það er eiginlega merkilegt hvað hefur verið vandað til mín í upphafi af karli föður mínum, úr Flatey á Breiðafirði, og móður minni blessuninni, héðan úr Arnarfirði. Oft er búið að berja á manni eins og hörðu roði. Útför Dóru S. Bjarnason prófessors emerítus, við Háskóla Íslands, fer fram 21. ágúst kl. 13 í Neskirkju. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu er athöfnin fyrir nánustu aðstandendur eingöngu, en verður streymt á slóðinni https://youtu.be/ybVU8Oa5Loo og deilt á Facebook-síðu Dóru. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á bankareikning Benna, nr. 311-26-9991, kt. 221280-5399. Benedikt H. Bjarnason Inga Bjarnason Ingi Þ. Bjarnason Theodór Karlsson og Helle Kristensen Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður Sigurðsson húsa- og skipasmíðameistari, frá Vatnsdal í Vestmannaeyjum, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði, 16. ágúst sl. Í ljósi aðstæðna fer útförin fram með nánustu fjölskyldu. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast Sigurðar er bent á Minningarsjóð Hrafnistu í Hafnarfirði. Atli Sigurðsson Harpa Andersen Bjartey Sigurðardóttir Gylfi Sigurðsson Guðrún Erlingsdóttir Arnar Sigurðsson Margrét Ragnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Sigrún Ragna Skúladóttir hárgreiðslumeistari, Arnarsmára 2, Kópavogi, lést á heimili sínu 10. ágúst sl. Útför hennar fer fram 24. ágúst nk. Vegna aðstæðna er athöfnin einungis fyrir nánustu fjölskyldu og vini. Jónas Þór Kristinsson Birna Dís Birgisdóttir Andri Janusson Kristinn Viktor Jónasson Fanney Rós Magnúsdóttir Heiðar Snær Jónasson og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Gerðar Kristínar Kristinsdóttur Sigurður Kristjánsson Sigþóra Baldursdóttir Sigurborg Kristjánsdóttir Andreas Þráinn Kristinsson Heiðar Birnir Kristjánsson Kristín Helga Pétursdóttir Víkingur Kristjánsson Hlynur Kristjánsson Eva Sigurbjörnsdóttir Júlía Hrönn Kristjánsdóttir Erlendur Eyvindarson barnabörn og barnabarnabörn. Ég sit hér í glampandi sól í fallegu stofunni minni. Nú fer ferðamannasumrinu að ljúka, það komu bara tveir gestir í gær en ég er búinn að fá marga góða og skemmti- lega gesti í sumar,“ segir söngvarinn góðkunni Jón Kr. Ólafsson á Bíldudal sem hefur rekið eigið tónlistarsafn í tuttugu ár. „Ég hefði ekki lagt meira á mig þó ég hefði farið gegnum hundrað sálfræðikúrsa, enda hef ég verið alger- lega einn og allir koma bara yfir blásum- arið. Bíldudalur er í raun of lítill staður fyrir svona safn – og er ekki í alfaraleið á þessu landi. Víst lagast samgöngurnar þegar Dynjandisheiðin verður malbikuð en vegurinn þangað upp úr Trostans- firðinum er nú dálítið spúkí.“ Jón verður áttræður á morgun og ætlar að fagna því hjá góðum kunn- ingjum sínum í Bolungarvík, séra Ástu Pétursdóttur og Helga Hjálmtýssyni bókmenntafræðingi. „Ég var búinn að plana ferð til útlanda, ætlaði að bjóða mínum besta kunningja í Scala á Ítalíu, við ætluðum líka til Vínar en ég held við getum alveg gleymt því á þessu ári – eins og ég er nú mikið fyrir frestanir! Ég dreg nefnilega aldrei það sem ég ætla að gera, hvorki fyrir sjálfan mig né aðra. Það er bara ekki minn stíll. Raggi, vinur minn, Bjarna kom hingað 2011, blessuð sé minning hans. Þá héldum við tónleika á lóðinni hjá mér og ætli það hafi ekki verið um sex hundruð manns? – í sól- skini og blankalogni. Þegar Bjarnason fór sagði hann: „Jón minn, hvernig fórstu að þessu?“ Saknar gamalla vina Bíldudalur hefur verið heimabær Jóns frá upphafi en hann segir fæðingarstað sinn löngu horfinn. „Hann var brenndur því á tímabili mátti ekkert gamalt vera hér,“ útskýrir hann og virðist pínu sár. „Veistu, ég væri alveg sáttur við að vera farinn héðan. Ég á enga ættingja hér – og svo sem enga strollu af þeim yfir- leitt, ég er fyrst og síðast einstæðingur. En ég er frjáls eins og fuglinn og þokka- lega heilsuhraustur nema hvað ég er slæmur núna af einhverju sem ég held að sé gikt. Þarf að druslast til læknis á Patreksfjörð því hingað á Bíldudal og Tálknafjörð koma engir læknar í tvo mánuði. Það er nýjasta nýtt. Mér finnst svívirðing að bjóða fullorðnu fólki upp á svona þjónustu.“ En hvar langar Jón helst að eiga heima annars staðar? „Ég held það yrði langheppilegast að vera í Reykjavík þennan síðasta spöl en ég verð flottastur þegar ég verð kominn í kerið í Fossvogi. Þá mun haninn gala í þriðja sinn, eins og stendur í ritning- unni.“ Eigum við að hafa þetta lokaorð? spyr ég. „Já, eins og Raggi, vinur minn hefði sagt: „Er þetta ekki næs?“ Mikið rosalega sakna ég þeirrar elsku. Við vorum miklir mátar. Við Haukur Morthens vorum líka miklir vinir og ég ætla ekki að skilja hann Svavar Gests út undan, því honum á ég margt að þakka. Hann bjargaði klassískum upptökum þar sem ég söng við undirleik Ólafs Vignis og hann gaf okkur Facon-mönnum á Bíldudal kost á að gera fjögurra laga plötu þegar við vorum að hætta, vorið 1969. Þetta eru hlutir sem ég gleymi ekki.“ Ekki bara á Bíldudal Jón söng í kirkjukór Bíldudals frá fimm- tán ára aldri en lagið sem oftast hefur heyrst á öldum ljósvakans er Ég er frjáls. Að baki eru átta plötur, sú nýjasta frá 2018, sú heitir Jón Kr. Ólafsson í sextíu ár. Hann söng Tondeleyó, eftir vin sinn Sigfús Halldórsson, inn á myndina Börn náttúrunnar sem búin er að fara um allan heim, hélt tvenna tónleika í Jónshúsi í Kaupmannahöfn, við húsfylli, og söng fyrir íslensku sendiherrahjónin í Ósló. „Það hefur ekki bara heyrst í mér á Bíldudal,“ segir Jón þegar skautað er yfir ferilinn. „Það er eiginlega merkilegt hvað hefur verið vandað til mín í upp- hafi af karli föður mínum, úr Flatey á Breiðafirði og móður minni blessuninni, héðan úr Arnarfirði. Oft er búið að berja á manni eins og hörðu roði en engum tekist að ganga endanlega frá mér enn. Ég verð samt langf lottastur þegar ég verð kominn í krúsina.“ gun@frettabladidi.is Er frjáls eins og fuglinn Söngvarinn og safnstjórinn Jón Kr. Ólafsson á Bíldudal verður áttræður á morgun. Honum skaut fyrst upp á stjörnuhimininn á sjöunda áratugnum með sveitinni Facon. “Bíldudalur er í raun of lítill fyrir svona safn,” segir Jón. MYND/SÓLVEIG M. JÓNSDÓTTIR Ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og ástvinur, Kristján Jakob Valdimarsson Breiðuvík 9, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans að morgni 18. ágúst. Útförin fer fram frá Lindakirkju mánudaginn 31. ágúst kl. 13.00. Í ljósi aðstæðna er athöfnin aðeins fyrir nánustu aðstandendur og boðsgesti. Athöfninni verður streymt frá facebook-hópnum „Útför Kristjáns Valdimarssonar“ (https:// www.facebook.com/groups/3210436175688141/). Þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið, blóm og kransar afþakkaðir. Hrafn Kristjánsson Maríanna Hansen Mikael Máni Hrafnsson Kristján Breki Hrafnsson Alexander Jan Hrafnsson Árný Eir Kristjánsdóttir Ásta María Björnsdóttir Merkisatburðir 1905 Lagning ritsíma til Íslands og símalína frá Austfjörð- um til Akureyrar og Reykjavíkur er samþykkt á Alþingi. 1932 Vígð er 170 metra löng brú yfir Þverá í Rangárvalla- sýslu að viðstöddu fjölmenni. 1942 Sjö manna áhöfn vélbátsins Skaftfellings bjargar 52 Þjóðverjum af sökkvandi kafbáti undan Bretlands- ströndum. 1958 Friðrik Ólafsson verður stórmeistari í skák, 24 ára. 1973 Ásgeir Sigurvinsson, átján ára knattspyrnumaður úr Vestmannaeyjum, hefur atvinnumannsferil sinn með belgíska liðinu Standard Liege. 1991 Lettland lýsir yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum. 2 1 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R16 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.