Morgunblaðið - 06.01.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.01.2020, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2020 ljóðaþýðingar, einkum úr grísku. Nýjasta rit Atla er bók sem heitir Tvímælis: Heimspeki menntunar og skólakerfi nútímans. Það var birt sem sérrit Netlu – Veftímarits um uppeldi og menntun í desember síð- astliðnum og prentuð bók með sama texta er væntanleg á næstunni. „Með helstu áhugamálum mínum fyrir utan menntamál, heimspeki og bókmenntir eru tungumál Grikkja, matreiðsla, ljósmyndun, gönguferðir og kettir. Annar sambýlisköttur minn er skáldið Jósefína Meulen- gracht Dietrich.“ Fjölskylda Eiginkona Atla er Harpa Hreins- dóttir, f. 14.9. 1959, íslenskufræð- ingur og öryrki. Þau eru búsett á Akranesi. Foreldrar Hörpu eru hjónin Hreinn Ragnarsson, f. 31. desember 1940, d. 3. mars 2015, kennari, og Guðrún Einarsdóttir, f. 31. maí 1942, bókavörður, búsett í Kópavogi. Börn Atla og Hörpu eru 1) Máni, f. 30.10. 1985, framkvæmdastjóri Gamma, búsettur í Reykjavík. Maki: Helga Margrét Þorsteinsdóttir; og 2) Vífill, f. 29.1. 1991, verkamaður á Akranesi. Systkini Atla eru Bjarni Harðar- son, f. 25.12. 1961, rithöfundur og bóksali á Selfossi, og Kristín Þóra Harðardóttir, f. 15.1. 1965, lögfræð- ingur í Reykjavík. Foreldrar Atla eru hjónin Hörður Vignir Sigurðsson, f. 22.9. 1934, og Ingibjörg Bjarnadóttir, f. 30.9. 1940. „Foreldrar mínir voru bændur og ráku garðyrkjubýlið Lyngás í Bisk- upstungum þar til þau létu af störf- um. Þau áttu demantsbrúðkaup haustið 2018 og eru búsett í Hvera- gerði. Atli Harðarson Jórunn Jónsdóttir húsfreyja í Þykkvabæ, f. í Dísukoti í Þykkvabæ Guðlaugur Jónsson bóndi í Þykkvabæ, Rang., f. í Látalæti í Landsveit Sigurrós Guðlaugsdóttir verkakona í Hveragerði Ingibjörg Bjarnadóttir garðyrkjubóndi í Biskupstungum, nú búsett í Hveragerði Bjarni Sæmundsson verkamaður í Hveragerði Rannveig Bjarnadóttir vinnukona í Rangárvallasýslu, f. í Eystri-Garðsauka Sæmundur Oddsson bóndi í Eystri-Garðsauka í Hvolhreppi, Rang., f. á Sámsstöðum í Fljótshlíð Sesselja Helgadóttir verkakona á Fáskrúðsfi rði, f. í Hafnarfi rði Björn Jónsson sjómaður á Fáskrúðsfi rði, f. á Gestsstöðum í Fáskrúðsfi rði Kristín Björnsdóttir húsfreyja í Reykjavík Sigurður Benediktsson póstmaður í Reykjavík Sigurlaug Sigurjóna Sigurðardóttir húsfreyja í Keldudal, f. á Kjartansstöðum á Langholti Benedikt Dagbjartur Halldórsson bóndi í Keldudal í Hegranesi í Skagafi rði, f. í Miðhúsum á Mýrum Úr frændgarði Atla Harðarsonar Hörður Vignir Sigurðsson garðyrkjubóndi í Biskupstungum, nú búsettur í Hveragerði „ER ÞAÐ JAFNT NÚNA?” „MUNDU SVO, AFI MINN, AÐ ÉG ER BÚINN AÐ SEGJA VINUM MÍNUM AÐ ÞÚ HAFIR ÞEKKT JÚLÍUS SESAR.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að eignast fyrsta þríhjólið. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG ER KOMINN HEIM FRÁ FRAKKLANDI! Ó! HVAÐ ERTU MEÐ HANDA MÉR? TVÖFALDAN SKAMMT AF ÁST, HLÝJU OG UMHYGGJU! HJARTANS ÞAKKIR, EN ER FJÖLVERI EKKI ÓLÖGLEGT? ODDI ER AÐ GRAFA HOLU ÞETTA GETUR EKKI FARIÐ VEL MEÐ TEPPIÐ AÐ SJÁ ÞETTA SKEL L Sigurlín Hermannsdóttir skrifaðií Leirinn á nýársdag: „Ég sá aðeins til sólar í dag. Það var nýárs blessuð sól. Í tilefni af því er þetta ljóð. - Ég óska Leirverjum árs og friðar og þakka kveðskapinn á liðnu ári“: Í æsku mér var innrætt svofellt lögmál: Röðull upp í austri sést ávallt hann í vestri sest. Mæta staðreynd menn það almennt telja en okkar sól er furðufugl og ferðir kunna að sýnast rugl. Vor og haust þó hefur göngu í austri og víst hún þá í vestri sest vitum það jú, held ég, flest. Við sólhvörfin við sjáum aðra lensku. Langt í norðri niður í haf um nætur stingur sér á kaf. Eina stutta stund hún sjónum hverfur. Dýrðleg er sú dagsins brún er dreyrrauð upp þar stígur hún. Vetur geta verið okkur þungir. Þegar sól í suðri rís sitjum við í kulda og ís. Ekki hlýnar okkur slíka daga. Aftur fljótt í suðri sest svona er hennar hringlið mest. Á gamlársdag orti Fía á Sandi: Hér er regn og himinn grár hressileg gola og köld. Gefi ykkur almættið gleðilegt ár og góða skemmtun í kvöld. Pétur Stefánsson sendi nýár- skveðjur: Nú er liðið enn eitt árið í aldanna mikla skaut, áfram heldur tíminn að tifa taktfast á sinni braut. Veitti það mér gæfu og gleði á göngu um lífsins skóg, því í faðmi fjölskyldunnar fann ég þráða ró. Ást og friðarósk ég sendi afar hress og klár og vona að mínir vinir eigi í vændum gæfuár. Svona var hljóðið í Ólafi Stef- ánssyni: Það er búið að yrkja um allt, áfengi, jólin og malt. Um kolefnissporin, og kálfana’ á vorin. En áfram þó yrkja þú skalt. Að lokum er hér gáta um kú: Fjórir ganga, fjórir hanga, tveir veg vísa, einn eftir drattar, sá er jafnan saurugur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Sól rís, sól sest

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.