Morgunblaðið - 06.01.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.01.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur tekið jákvætt í umsókn fyrir- tækisins Zephyr Iceland um leyfi til uppsetningar á búnaði til að mæla vindaðstæður á Syðri- Fljótum og Slýjum í Meðallandi. Fyrirtækið er með uppsetningu vindorkugarðs á svæðinu til skoð- unar. Ketill Sigurjónsson, fram- kvæmdastjóri Zephyr á Íslandi, segir að í Meðallandi séu góðar vindaðstæður sem bjóði upp á mik- ið afl, en á móti vinni fjarlægð frá flutningskerfi. Á borðum sveitarstjórna Fyrirtækið hefur skoðað að- stæður á fleiri stöðum víða um land og rætt við landeigendur, en engar ákvarðanir hafa verið teknar um byggingu vindorkugarða. Umsóknir um rannsóknaleyfi og vindmælingar eru nú á borðum nokkurra sveitar- stjórna vegna u.þ.b. tíu svæða að sögn Ketils. Hann vill að svo stöddu ekki greina frá hvaða svæði eru einkum til skoðunar, enda vilji fyrir- tækið fyrst kynna öllum hlutaðeig- andi aðilum hugmyndirnar. Þá segir hann að ferli rannsókna og leyfisveitinga geti tekið tals- verðan tíma og ýmislegt sé óljóst varðandi lagaumgjörð og hvort vindorkan fari undir rammaáætlun. Að loknu rannsókna- og leyfisferli geti vindorkugarður risið á tiltölu- lega skömmum tíma samanborið við vatnsorku og jarðvarma. Fjárfest- ing hljóti að fara eftir eftirspurn, en víða á landinu séu aðstæður góðar. Ketill segir að miðað við mark- aðsaðstæður hérlendis sé fremur ólíklegt að hver vindorkugarður verði stærri en sem nemur u.þ.b. 50 megavöttum, þ.e. um 12 vindmyllur, en slík fjárfesting geti verið hátt í 10 milljarða króna. Í eigu sveitarfélaga Móðurfyrirtæki Zephyr á Íslandi er norska vindorkufyrirtækið Zep- hyr. Það er í eigu þriggja norskra vatnsaflsfyrirtækja, sem öll eru í eigu sveitarfélaga í Noregi. Zephyr er nú með um 500 megavött af vind- afli í rekstri og um 200 MW bætast við næsta haust. Fyrirtækið selur orkuna einkum með langtímasamn- ingum til stórfyrirtækja. Þannig er Google kaupandi að allri orkunni frá um 160 MW vindorkugarði og við- bótin á næsta ári hefur verið seld til Alcoa í Noregi. Vindorkugarðar Zephyr eru eink- um nálægt vesturströnd Noregs og ekki innan sveitarfélaganna sem eiga fyrirtækið, enda eru þeir byggðir þar sem vindaðstæður eru hvað bestar. Hyggjast mæla vindinn í Meðallandi Ljósmynd/Zephyr Vindorka Nýjasti vindorkugarðurinn á vegum Zephyr verður tekinn í notk- un í haust og framleiðir um 200 megavött. Alcoa í Noregi kaupir rafmagnið.  Zephyr á Íslandi sækir um rannsóknaleyfi vegna mögulegra vindorkugarða á nokkrum stöðum á landinu  Móðurfyrirtækið í Noregi með um 500 megavött í rekstri og 200 bætast við í haust Nýjasta mynd Ragnars Bragasonar, hér fyrir miðju, var frumsýnd í Háskólabíói í gærkvöld. Á meðal leik- ara í myndinni eru Hallgrímur Ólafsson, hér lengst til vinstri, Sigrún Edda Björnsdóttir, honum við hlið, svo og Halldóra Geirharðsdóttir, lengst til hægri. Guðni Th. Jóhannesson forseti mætti og fagnaði með. Fjöldi fólks í Háskólabíói í gær Morgunblaðið/Árni Sæberg Fögnuðu frumsýningu Gullregns Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Útgáfa hljóðbóka á íslensku hefur aldrei verið meiri en á síðasta ári. Alls komu út um 400 íslenskar hljóð- bækur sem er tæplega tvöföld- un frá 2018. Stef- án Hjörleifsson, framkvæmda- stjóri hljóð- bókaveitunnar Storytel á Ís- landi, segir að aukin útgáfa og lestur hljóðbóka sé jákvæð fyrir íslenska bókaút- gáfu enda hafi veltan í sölu hefð- bundinna bóka verið svipuð eða minni á síðasta ári en árið áður. Eins og kom fram í Morgunblaðinu á föstudag mun árið að líkindum enda í 20% vexti hjá íslenskri bókaútgáfu milli ára í heild ef rafrænar hljóð- bækur eru teknar með. „Þrátt fyrir að endanlegar sölutöl- ur hefðbundinna bóka liggi ekki fyr- ir þá blasir það við að hljóðbækur eru meginástæða þessa mikla og ánægjulega vaxtar bókageirans. Hljóðbækur eru nú um 15% af heild- armarkaði íslenskrar bókaútgáfu ef miðað er við veltu,“ segir Stefán sem bendir á að fyrir tveimur árum hafi hljóðbækur mælst innan við 1% af heildarútgáfu bóka á Íslandi. Um 600 titlar í fyrra Stefáni telst til að um 600 íslensk- ir titlar hljóðbóka hafi komið út árið 2019. Þar af eru um 400 hefð- bundnar hljóðbækur í öllum flokkum en einnig komu út um 200 óhefð- bundnari hljóðbækur sem hlaðvörp sem öll tengjast bókum á einn eða annan hátt. „Þessi hlaðvörp eru sér- staklega skrifuð fyrir Storytel og sem dæmi má nefna afar áhugaverð- an bókaflokk Illuga Jökulssonar sem byggður eru á efni gamalla íslenskra bóka og hefur notið mikilla vinsælda. Einnig hefur það færst í vöxt hjá Storytel að bækur komi nú fyrst út, eða aðeins, sem hljóðbækur og á því verður mikil aukning á þessu ári,“ segir Stefán. Hljóðbækur 15% af bókamarkaði  Fjöldi titla tvöfaldaðist milli ára Stefán Hjörleifsson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Tvær lægðir sem eru á leið til lands- ins geta valdið erfiðleikum í sam- göngum, frekar þó á morgun en í dag. Veðurstofan gaf í gær út gula veð- urviðvörun fyrir daginn í dag, fyrir Suðausturland frá hádegi í dag og Austfirði í kvöld. Í viðvörun Veðurstofunnar kemur fram að búist er við að vindhraði í vestanhvassvirði eða stormi verði 15- 23 metrar á sekúndu á Suðaustur- landi og Austfjörðum og staðbundnir vindstrengir geti farið upp í 30-35 metra. Hvassast verður í Mýrdal og Öræfum. Viðvaranirnar gilda síðdeg- is í dag og kvöld. Ökumenn eru hvatt- ir til að fara varlega og íbúar á Aust- fjörðum að tryggja lausamuni sem eru utan dyra. Vestanáttin fer vax- andi í dag og nær hámarki í kvöld og víða verða él. Veðurhæðin ræðst af ýmsu Einar Sveinbjörnsson, veðurfræð- ingur hjá Veðurvaktinni, hefur meiri áhyggjur af djúpri lægð sem kemur að landinu á morgun. „Ef þessi spá gengur eftir skellur á okkur mikill vestanhvellur sunnan lægðarmiðj- unnar þar sem kalt loftið vestan að þrengir sér undir mildara loft við miðju lægðarinnar,“ skrifaði Einar á veðurvefinn Bliku. Tók hann fram að veðurhæðin réðist af ýmsu, svo sem risi loftþrýstings í kjölfarið og ná- kvæmri staðsetningu lægðarmiðj- unnar. Skafrenningur og hálka var víða á fjallvegum í gær og gærkvöldi en eng- ir vegir lokaðir vegna veðurs. Þriggja bíla árekstur varð í Bakkaselsbrekku, sem liggur úr Öxnadal upp á Öxna- dalsheiði, klukkan hálffjögur í gær. Urðu smávægilegar tafir á umferð um hringveginn vegna atviksins. Enginn meiddist í árekstrinum en bíl- arnir voru taldi óökufærir. Leiðindaveður var á landinu á laug- ardag og urðu nokkrar tafir á sam- göngum. Náði veðrið hámarki á vest- anverðu landinu um hádegið. Nokkurt tjón varð í Urriðaholti í Garðabæ um hádegið þegar bygg- ingakrani féll á einbýlishús við Hraungötu og bíl sem þar stóð. Þak hússins skemmdist og rúða brotnaði í bílnum. Vinnueftirlitið var kallað á staðinn og jafnframt gengið í það að fjarlægja kranann og laga þakið á húsinu til bráðabirgða. Varað við vestanhvelli á morgun  Tvær lægðir nálgast landið  Veðurstofan hvetur vegfarendur á Suðausturlandi og Austfjörðum til að fara varlega  Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur varar við djúpu lægðinni sem nálgast á morgun Morgunblaðið/Árni Sæberg Ófærð Margir ökumenn lentu í vandræðum, festu bíla sína innan bæja og ut- an, í óveðrinu sem gekk yfir landið um helgina. Allir losnuðu að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.