Morgunblaðið - 06.01.2020, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2020
✝ Hilmar HafsteinSvavarsson
fæddist í Reykjavík
4. mars 1940. Hann
lést á Landspítalan-
um í Fossvogi 18.
desember 2019.
Foreldrar hans
voru Sigríður Guð-
mundsdóttir, fædd á
Stokkseyri 6. des.
1913, d. 26. apríl
2009 og Svavar Haf-
stein Jóhannsson, kennari og
bókari, fæddur í Reykjavík 21.
júní 1914, d. 3. maí 1988. Al-
bróðir Hilmars var Garðar Haf-
stein Svavarsson kaupmaður í
Reykjavík, f. 29. júní 1935, d. 7.
nóv. 1997. Hálfsystkini í föður-
ætt: Freygerður Erla verslm.
Rvík., Örn kaupmaður Rvík.,
Droplaug húsmóðir í Kaup-
mannahöfn, Kristófer Ingi
fréttamaður Rvík., Ása Hlín
leikkona Rvík. og Svavar Hrafn
háskólakennari Rvík.
Árið 1965 kvæntist Hilmar,
Bjarnheiði Einarsdóttur frá
Ólafsfirði, f. 17. nóv 1939, d. 10.
des. 2019. Þau skildu. Synir
þeirra eru Kristján Már, f. 18.
sept. 1961 og Sigurður Smári, f.
18. ágúst 1965 sem lést af slys-
förum 1983.
Á síðasta ára-
tug síðustu aldar
kynntist Hilmar
Elínu Sigurjóns-
dóttur frá Vík í
Mýrdal, f. 28. apríl
1945 og hófst með
þeim vinátta og
síðar sambúð sem
stóð þar til yfir
lauk.
Hilmar lauk
landsprófi árið
1956 og prófi í loftskeytafræð-
um 1958. Starfaði hann sem
loftskeytamaður á norsku skipi,
síðan á ýmsum togurum, hjá
Landhelgisgæslunni og á flutn-
ingaskipum fram til ársins
1964. Þá réðst hann til starfa
hjá bróður sínum Garðari, við
Kjötverslun Tómasar Jónssonar
á Laugavegi 2 og starfaði hann
þar sem verslunarstjóri í hart-
nær 20 ár. Árið 1984 réðst
Hilmar til heildverslunarinnar
Heilsa hf., sem hálfbróðir hans
Örn Svavarsson rak, ásamt
versluninni Heilsuhúsinu og
starfaði þar í 16 ár eða til ársins
2000 er hann hætti störfum af
heilsufarsástæðum.
Útför Hilmars fer fram frá
Seljakirkju í dag, 6. janúar
2020, klukkan 13.
Hilmar bróðir rifjaði stundum
upp hve honum hafi þótt atgang-
urinn á kornabarninu mikill þeg-
ar hann, þá 12 ára gamall, sá mig
á brjósti móður minnar. Þetta
voru hans fyrstu minningar af
þessum hálfbróður sínum, sem
næstur á eftir honum kom í átta
systkina hópnum.
Drátthagur var Hilmar með
afbrigðum og hefur félagi hans
úr barnaskóla sagt mér að bekkj-
arfélagarnir vildu gjarnan eiga
myndir eftir hann af Mikka mús
og Andrési önd. Hilmar var hæfi-
leikaríkur teiknari auk þess sem
hann náði feiknagóðum tökum á
olíumálun og meðferð vatnslita.
Liggur allnokkur fjöldi lista-
verka eftir hann og hélt hann
m.a. sýningu á verkum sínum í
Hannesarholti fyrri hluta árs
2018, þar sem svo til hvert verk
seldist. Hann var einkar rækt-
arlegur og gekkst upp í því að
finna og færa fólki bækur eða
hluti sem hann vissi að það lang-
aði í en lágu kannski ekki á lausu
og naut ég m.a. góðs af því.
Líf og yndi Hilmars var stang-
og skotveiði, einkum þó stang-
veiðin eftir að árin færðust yfir
og fjallgöngur til rjúpna reynd-
ust lungum hans fullerfiðar í
haustkulinu. Hilmar var mikill
snillingur með flugustöngina og
naut ég tilsagnar hans og drakk
úr reynslubrunni þessa
hæverska, ávallt miðlandi og gef-
andi eldri bróður míns, í töfra-
heimi fluguveiðinnar. Hann
kenndi mér hvernig lesa átti
veiðistaðina í Stóru-Laxá, sagði
mér til í því magnaða fljóti Selá í
Vopnafirði, hann kynnti mig fyr-
ir Iðunni og öðrum sældarstöð-
um fluguveiðimannsins, en fyrst
og síðast áttum við ómældar
ánægjustundir á bökkum
„heimaárinnar“, Brúarár, þar
sem hann veiddi vikulega allt
sumarið.
Þarna var gaman að vera með
Hilmari, því hann fór aldrei niður
að á öðruvísi en með kaffi í fleiri
en einum brúsa og nesti í nokkr-
um boxum. Og hvílíkur viður-
gjörningur; margs konar matar-
miklar samlokur og hangikjöts-
flatkökur, að ógleymdu sæta-
brauðinu sem órjúfanlega fylgdi
með sem eftirmatur og svo aftur
sem kruðerí um nónbil. Veiðin er
ekki bara veiði, hún er sæla, un-
aður og ævintýri í náttúrunni,
mófuglakvak, spörfuglaskríkjur,
árniður og félagsskapur við það
góða fólk sem valist hefur með
manni í þennan töfraheim.
Hilmar var svo lánsamur að
kynnast og hefja sambúð með
Elínu, þeirri hæglátu atorku-
konu, sem á sinn hæverska hátt
dró fram allt það besta í mínum
ágæta bróður. Ávallt er manni
tekið með kostum og kynjum
þegar maður rekur inn nefið á
því hlýlega heimili í Hagaselinu.
Ekki var síðra að líta inn í bú-
staðnum, saman nutu þau alls
stússins í hefðbundnu viðhaldi
sumarbústaðarins og garðrækt-
arinnar þar sem Elín fór fyrir og
færði heimilinu kartöflur, gul-
rætur, jarðarber og aðra garð-
ávexti og barnabarnið og auga-
steinninn Sóley skottaðist í
kringum þau. Jafnframt hefur
Elín tekið fullan þátt í veiðinni og
eru þær ófáar bleikjurnar sem
hún hefur landað úr Brúaránni.
Allt jók þetta á gæðin í lífi Hilm-
ars, ánægju og lífsfyllingu og El-
ín segir mér að það hafi verið al-
gerlega gagnkvæmt. Elín mín,
missir þinn er mikill.
Þeim sem næst Hilmari
standa vottum við Stína hjartan-
lega samúð okkar.
Örn Svavarsson.
Fallinn er frá listfengur höfð-
ingi, Hilmar Hafstein Svavars-
son. Ég var starfandi í miðbæ
Reykjavíkur í tæp 40 ár. Litlu
eftir að Hilmar gerðist verslun-
arstjóri í kjötbúð Tómasar á
Laugavegi 2 er var í eigu Garð-
ars heitins bróður hans hófust
fljótt kynni okkar er stóðu í ára-
tugi. Ég og mínir samstarfsmenn
keyptum jafnan hádegisverð í
þeirri ágætu búð sem rekin var
af kunnáttu og natni af Hilmari
og reyndist það okkur vel. Ekki
lét Hilmar þar við sitja heldur
hélt hann okkur vikulegar veisl-
ur eftir að ég flutti vinnustofu
mína í vesturbæ Kópavogs fyrir
rúmum 20 árum. Það eru orðin
ófá skipti sem Hilmar kom síð-
degis með nýbakað brauð og
nokkuð af úrvalsáleggi og tók að
undirbúa síðdegisveislu og oftast
ráku margir inn nefið. Þetta var
mjög vinsælt og gekk undir nafn-
inu „Smurstöð Hilmars“.
Hilmar lærði ungur loft-
skeytafræði og starfaði lengi á ís-
lenskum togurum og einnig á
norskum kaupskipum. Nú eru
ekki margir eftir af þeirri starfs-
stétt. Hilmar var einnig virkur
félagi í matarklúbbi okkar 12-14
félaga er gengur undir nafninu
Ógeð, þar er áhersla lögð á
rammíslenska rétti. Var hann
eini Sunnlendingurinn en hinir af
norðausturhorninu. Kom sér vel
kunnátta hans í framreiðslu o.fl.
Um þessar mundir er verið að
skrifa æviminningar mínar og er
áætlað að sú bók komi út fyrri
hluta mars. Segja má að Hilmar
hafi verið driffjöður í því verk-
efni og verða myndir eftir hann í
bókinni. Hann var mesti snilling-
ur í vatnslitun og stærri mynd-
um, akrýl og olíu. Einnig var
hann liðtækur portrettmálari
sem er vandasamt. Geta má þess
að síðastliðið vor hélt Hilmar fal-
lega málverkasýningu í Hannes-
arholti. Hagyrðingur var hann
góður og hafði jafnan snjallar
stökur á hraðbergi mörgum til
ánægju.
Á yngri árum stundaði Hilmar
rjúpnaveiði og hefur án efa hand-
fjatlað fleiri rjúpur en nokkur Ís-
lendingur. Var það mest í sam-
bandi við Kjötbúð Tómasar er
seldi fugl þennan utanlands og
innan í áratugi, til dæmis í hinum
frægu matarpökkum til útlanda.
Draumalandið þeirra Elínar
var sumarbústaðurinn í Gríms-
nesi þar sem þau undu sér vel
mikinn part af sumri og ræktuðu
allskonar grænmeti. Þar í ná-
grenni er Brúará, þessi bláa
tæra elfa. Þar stunduðu þau veið-
ar mikinn hluta sumars í áratugi.
Hilmar var einnig þaulkunnugur
flestum laxveiðiám landsins, ým-
ist sem veiðimaður eða leiðsögu-
maður.
Okkur í matarklúbbnum er
efst í huga þakklæti til þessa
góða vinar og sendum Elínu Sig-
urjónsdóttur og Kristjáni Má
syni hans ásamt öðrum vensla-
mönnum djúpar samúðarkveðj-
ur.
Sigmar Ó. Maríusson
gullsmiður.
Andlát vinar míns, Hilmars H.
Svavarssonar, kom mér ekki al-
veg á óvart. Hann hafði um ára-
bil ekki gengið heill til skógar en
samt kom fregnin mér hálfvegis í
opna skjöldu. Við höfðum talað
saman í síma þremur dögum áð-
ur og þá bar ekkert það á góma
sem bent gæti til þess að stunda-
glasið væri að tæmast.
Það var veiðigyðjan sem leiddi
okkur saman en við hana höfðum
við báðir átt samneyti frá því við
vorum strákar. Við vorum jafn-
aldrar og orðnir nokkuð lífs-
reyndir, hár og skegg báðum
tekið að grána þegar við kynnt-
umst. Okkur varð fljótt vel til
vina, sem ég ásamt mínu fólki
fékk einatt að njóta.
Hilmar var margreyndur og
snjall veiðimaður sem fór fimlega
með veiðistöng – en ekki síður
með penna og pensil, blek og liti.
Hann bjó yfir fjölþættum list-
rænum hæfileikum. Allt lék í
höndum hans. Hann hafði gott
brageyra, naut kveðskapar og
orti sjálfur af ýmsu tilefni og
fórst það vel.
Sérstakur áhugi hans á fág-
aðri og oft frumlegri matargerð
fór ekki framhjá neinum og út-
pældar kryddblöndur hans kitl-
uðu bragðlaukana.
Seint mun gleymast prúð-
mannlegt yfirbragð, ómælt ör-
læti og fágæt hjálpsemi þessa
væna drengs.
Elínu og öðrum aðstandend-
um Hilmars færi ég samúðar-
kveðjur.
Pétur H. Ólafsson.
Hilmar Hafstein
Svavarsson
✝ Jónas SigurðurMagnússon
fæddist í Reykjavík
3. ágúst 1955. Hann
andaðist á Land-
spítalanum 20. des-
ember 2019. For-
eldrar hans voru
Magnús Jónasson
skipasmíðameist-
ari, f. 1. desember
1916, d. 6. maí 2007,
og Anna Jóhanns-
dóttir húsmóðir, f. 28. desember
1926, d. 8. febrúar 1998. Systkini
Jónasar eru: Óskar, f. 21. febr-
úar 1948, Guðrún, f. 23. mars
1960, og Edda, f. 4. desember
1964.
Þann 22. nóvember 1975
kvæntist Jónas Nönnu Ólafs-
dóttur hjúkrunarfræðingi, f. 27.
júní 1952. Foreldrar hennar
voru Ólafur Ólafsson læknir, f.
13. janúar 1924, d. 5. febrúar
1966, og Sigrún Ísaksdóttir rit-
ari, f. 3. október 1932, d. 6. júní
ín, f. 15. febrúar 2011 og Stefán,
f. 4. júlí 2014.
Jónas ólst upp í Smáíbúða-
hverfinu í Fossvoginum, gekk í
Réttarholtsskóla, húsasmiður frá
Iðnskólanum í Reykjavík 1976 og
húsasmíðameistari 1978. Hóf
störf hjá Lögreglunni í Reykja-
vík að lokinni fyrri önn í Lög-
regluskóla í des. 1981. Hann
starfaði fyrst í almennri deild
lögreglu, skipaður lögreglumað-
ur frá jan. 1984 og rannsókn-
arlögreglumaður í jan. 1997.
Jónas tók þátt í hinum ýmsu
félagsstörfum bæði innan og ut-
an lögreglunnar og sat í stjórn
hinna ýmsu samtaka, hann var
meðal annars formaður Lands-
sambands lögreglumanna 1992-
2002 og gjaldkeri BSRB 1997-
2006. Þá hlaut Jónas gull-, silfur-
og bronsheiðursmerki Lands-
sambands lögreglumanna fyrir
félagsstörf sín í þágu lögreglu-
manna. Jónas kom einnig að
stofnun og uppbyggingu Golf-
klúbbsins Glanna Borgarfirði og
sat í stjórn félagsins frá stofnun
og til dánardags.
Útför hans fer fram frá Graf-
arvogskirkju í dag, 6. janúar
2020, og hefst athöfnin klukkan
15.
1978. Börn Jónasar
og Nönnu eru: 1)
Sigrún Kristín, f. 21.
október 1977, m.
Eiríkur Ó. Jónsson,
f. 13. ágúst 1972,
synir: Halldór Ósk-
ar, f. 15. maí 2002,
Hermann Ingi, f. 31.
maí 2005, Jónas Sig-
urður, f. 27. ágúst
2008 og Magnús Óli,
f. 14. mars 2012. 2)
Anna Halldóra, f. 21. október
1977, m. Arnstein Njåstad, f. 4.
nóvember 1967, sonur: Viðar, f.
10. maí 2017, dætur Arnsteins:
Hilde, f. 26. mars 1994 og Tove, f.
1. júní 1995. 3) Magnús, f. 20.
ágúst 1981, k. Þóra M. Guð-
mundsd. Bech, f. 18. febrúar
1984, sonur: Guðmundur Óskar,
f. 25. ágúst 2017, sonur Þóru:
Kristján Gísli, f. 20. desember
2012. 4) Helga Ásdís, f. 12. apríl
1988, m. Hrafnkell Stefánsson, f.
13. apríl 1982, börn: Anna Krist-
Í dag kveð ég elskulegan
tengdaföður minn, Jónas Sig-
urð Magnússon. Það sem er
mér svo minnisstætt er þegar
við Maggi sonur hans vorum að
kynnast. Faðir minn, Guðmund-
ur Guðjónsson, og Jónas unnu
saman hér áður fyrr og þekkt-
ust því ágætlega. Það fyrsta
sem faðir minn sagði þegar
hann frétti af kynnum okkar
Magga var að ef Maggi væri
líkur föður sínum þá væri hann
góður maður.
Jónas var góðhjartaður, ró-
legur og hjálpsamur maður sem
tók okkur Kristjáni Gísla, syni
mínum, opnum örmum. Frá
fyrstu tíð tókuð þið Nanna hon-
um sem einu af barnabörnunum
ykkar. Við hefðum ekki getað
lent í betri fjölskyldu.
Ferðin til Flórída var dásam-
leg. Alltaf voru það barnabörn-
in sem skiptu mestu máli og ég
man þegar þú spurðir mig
hvort Kristján Gísli myndi ekki
hafa gaman af því að fara í
Disney og fara í sjóræningja-
skip. Alltaf varstu að hugsa um
barnabörnin og fjölskylduna
þína.
Svo var það ferðin til Tene-
rife. Þið Nanna fóruð ekki bara
tvö til að slappa af heldur
ákváðuð þið að taka með tvö
barnabörn því þið vissuð hvað
það yrði gaman fyrir Kristján
Gísla að hafa leikfélaga.
Ég trúi því ekki ennþá að þú
skulir vera farinn, maður á
besta aldri sem var alveg að
fara að hætta að vinna og njóta
lífsins með Nönnu þinni. Sárt
er að hugsa til þess að sonur
okkar Magga, Guðmundur Ósk-
ar, sem er yngsta barnabarnið
þitt, hafi ekki fengið lengri tíma
með þér.
Elsku Jónas, takk fyrir allt.
Þóra Margrét
Guðmundsdóttir Bech.
Mágur okkar, hann Jónas, er
látinn eftir stutta baráttu við
krabbamein. Við taka minning-
ar um góðan mann. Við kynnt-
umst Jónasi sem unglingar og
hann var litlu eldri, hann og
Nanna systir nýbyrjuð saman.
Þegar mamma okkar lést flutt-
um við tvö inn á heimili þeirra.
Þau tóku okkur bæði eins og
ekkert væri sjálfsagðara en að
þau rúmlega tvítug tækju að
sér tvo unglinga. Þegar við síð-
ar keyptum okkur íbúð og fór-
um að búa sjálf, lagði Jónas
parket á íbúðina og hjálpaði á
alla lund. Margoft síðan höfum
við fengið ráð og aðstoð sem
hann veitti af vandvirkni og al-
úð. Það var gott að leita til Jón-
asar, hann taldi ekki eftir sér
að aðstoða sitt fólk og vandaði
allt sem hann tók að sér.
Jónas var ábyrgur og traust-
ur. Hann var ekki maður
margra orða, hafði samt sterk-
ar meiningar um menn og mál-
efni líðandi stundar. Hann var
mikill fjölskyldumaður, elskaði
að ferðast með sínu fólki, dunda
við húsið og sérstaklega garð-
inn, sem ber honum fagurt
vitni. Betri afa er vart hægt að
hugsa sér. Litli kofinn sem
hann smíðaði handa barnabörn-
unum, allur tíminn og plássið
sem þau hafa fengið á heimili
afa og ömmu sýna hvern hug
Jónas bar til barna og barna-
barna sinna. Öllum leið vel hjá
Nönnu og Jónasi, alltaf pláss
fyrir óvænta matargesti eða
hvern þann sem bar að garði.
Þess höfum við bæði notið ríku-
lega og verður seint fullþakkað.
Stórt skarð hefur verið
höggvið í fjölskylduna en mest-
ur er missir Nönnu systur sem
sér á eftir eiginmanni og föður
barnanna þeirra fjögurra.
Minningin lifir um góðan mann
og yljar hjörtum okkar sem eft-
ir lifum.
Óskar Ólafsson og
Helga Ólafsdóttir.
Árið 1989 kallaði ég á minn
fund lögreglumann, sem áhugi
var á að fá til starfa í fíkniefna-
deild. Ég var þá yfir-
lögregluþjónn skipulags- og
rannsóknardeildar lögreglunn-
ar í Reykjavík. Þessi maður var
Jónas Sigurður Magnússon. Í
fíkniefnadeild starfaði hann í 13
ár.
Árið 1997 kom út bókin Lög-
reglan á Íslandi, stéttartal og
saga. Ég er höfundur hennar
ásamt Þorsteini Jónssyni. Bók-
in var gefin út af Byggðir og bú
ehf. í samvinnu við Landssam-
band lögreglumanna. Um viða-
mikið samstarfsverkefni var að
ræða. Það kom í hlut Jónasar,
sem formanns samtakanna, að
rita inngang í bókina. Þar koma
fram helstu þættir í sögu stétt-
arfélagsmála lögreglunnar.
Þetta var tímamótarit hvað efn-
istök varðaði þar sem fléttað
var saman æviskrám, söguþátt-
um og ítarefni.
Á árunum 2002 og 2003 vor-
um við Jónas ásamt fleirum í
nefnd embættis ríkislögreglu-
stjóra, sem ég stýrði, um und-
irbúning hátíðarhalda í tilefni af
200 ára afmæli hinnar einkenn-
isklæddu lögreglu. Það starf
fólst meðal annars í sögusýn-
ingu lögreglunnar og kynningu
á starfsemi hennar frá upphafi.
Eitt af því var að semja ritið
Ágrip af sögu lögreglunnar,
sem ríkislögreglustjóri gaf út.
Það var árangursríkt og
ánægjulegt að starfa með Jón-
asi enda var hann skarpgreind-
ur og þægilegur í umgengni.
Það þurfti ekki að hafa mörg
orð við hann um hlutina.
Nýr þáttur og náin samskipti
hófust á milli okkar Jónasar
þegar Magnús, sonur hans, og
Þóra Margrét, dóttir mín, felldu
hugi saman og giftu sig á árinu
2017. Jónas og Nanna kona
hans voru mikið fjölskyldufólk
og afabörnin tengdu okkur
sterkum böndum. Sumarið 2018
fórum við Jónas ásamt fjöl-
skyldum okkar í sumarfrí til
Tenerife. Þar áttum við fjöl-
skyldurnar saman góðar stund-
ir sem lengi verður minnst.
Við hjónin kveðjum Jónas
með virðingu og hlýju. Við er-
um stolt af því að hafa fengið að
kynnast honum og tengjast fjöl-
skylduböndum. Þá sendum við
Nönnu og öðrum ástvinum Jón-
asar okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Guðmundur Guðjónsson.
Leiðir okkar Jónasar lágu
fyrst saman aldamótaárið 2000.
Nokkrir áhugamenn um bygg-
ingu golfvallar í landi Hreða-
vatns í Borgarfirði höfðu sam-
mælst um að skoða grundvöll
þess að byggja upp og reka
golfvöll á svæðinu. Ein af for-
sendum var að fá orlofsbyggð-
ina í Munaðarnesi að uppbygg-
ingunni. Jónas var þá tengiliður
stjórnar BSRB inn í rekstrar-
félagið og var hann því einn af
fyrstu mönnum sem ég ræddi
við. Jónas hafði strax jákvæða
afstöðu til málsins og kynnti
það fyrir stéttarfélögunum og
forystu BSRB. Hann reyndist
allt frá fyrsta degi áhugasamur
um uppbyggingu vallarins og
frá stofnun golfklúbbsins
Glanna árið 2006 hefur hann
setið í stjórn hans. Ekki fór hjá
því að þátttaka Jónasar í upp-
byggingu vallarins kveikti
áhuga hans á íþróttinni og varð
hann með árunum liðtækur
kylfingur. Síðustu árin spiluðu
þau hjónin og fleiri í fjölskyld-
unni golf á Glannavelli sér til
ánægju og yndisauka í fallegu
umhverfi vallarins. Við fyrstu
kynni mótaðist fljótt sú skoðun
á Jónasi að þar færi heill og
traustur maður sem ekki væri
auðvelt að snúa ef hann hafði
mótað sér skoðun á málum.
Hann var ekki margmáll í hópi
en þegar hann tók til máls var á
hann hlustað því þar var ekki
hrapað að niðurstöðu. Þessir
eðliskostir Jónasar hafa án efa
nýst honum vel í starfi lög-
reglumannsins. Jónas vann
óeigingjarnt starf að málum
vallarins og fyrir það ber að
þakka. Af hálfu stjórnar
klúbbsins færi ég aðstandend-
um einlægar samúðarkveðjur
vegna ótímabærs fráfalls fjöl-
skylduföðurins
Viðar Þorsteinsson.
Jónas Sigurður
Magnússon
Fleiri minningargreinar
um Jónas Sigurð Magnússon
bíða birtingar og munu birt-
ast í blaðinu næstu daga.