Morgunblaðið - 06.01.2020, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2020
Í drögum að reglugerð um rafræna
aflaskráningu, sem kynnt hefur ver-
ið á samráðsgátt stjórnvalda, segir
að allar skráningar verði rafrænar,
annaðhvort í rafrænni afladagbók
eða með smáforriti. Í kynningu á
verkefninu segir að verið sé að vinna
að þróun snjallsímaforrits til afla-
skráningar. Stefnt sé að því að for-
ritið verði tilbúið í byrjun árs 2020
og að öll skip, stór og smá, skrái afla
með rafrænum hætti frá og með 1.
september 2020. Afladagbók á
pappírsformi muni því heyra sög-
unni til. Meðal helstu breytinga sem
reglugerðardrögin fela í sér er að
upplýsingar í afladagbók munu
ekki lengur njóta leyndar. Rökin
fyrir því séu þau að nú sjáist á net-
inu hvar skip eru við veiðar og því
sé núverandi leynd orðin ástæðu-
laus.
Áður var miðað við að upplýs-
ingar sem skráðar voru í afla-
dagbækur skyldu nýtast í vísinda-
legum tilgangi fyrir Hafrann-
sóknastofnun, sem eftirlitsgögn
fyrir Fiskistofu og Landhelgisgæslu
og til annarra verkefna sem varða
stjórnun fiskveiða. Að öðru leyti áttu
upplýsingar úr afladagbókum að
vera trúnaðarmál milli ofangreindra
aðila og skipstjóra. Aflaskráningu
með rafrænum hætti á að ljúka áður
en lagst er að landi, en áður höfðu
útgerðir tvær vikur til að skila henni
eftir að í land var komið. Í annarri
athugasemdinni sem fyrir helgi var
komin við drögin er bent á að erfitt
geti verið að skrá í appið, þar sem
sums staðar sé ekkert netsamband
nema við bryggju. aij@mbl.is
Unnið að þróun snjallsímaforrits
fyrir rafræna aflaskráningu
Morgunblaðið/Alfons
Smábátar Nú verða stjórnendur skipa að skila inn rafrænni afladagbók.
„Kveðið er á um
bótaskyldu í jafn-
réttislögunum,
og þá er bara
reynt að finna út
hvað eru sann-
gjarnar bætur,“
sagði Einar Karl
Hallvarðsson rík-
islögmaður í
samtali við Morg-
unblaðið um 20
milljóna króna bótagreiðslur til
Ólínu Þorvarðardóttur vegna ráðn-
ingar í starf þjóðgarðsvarðar á
Þingvöllum.
Nefndi hann að í þessu máli væri
miðað við 18 mánaða laun en skip-
unartíminn í starfið væri 5 ár. „Eins
og í öllum tilvikum þar sem við telj-
um að bótaskylda sé óumflýjanleg
þá er reynt að finna einhverja lend-
ingu,“ segir hann og bætir við að
slíkar ákvarðanir séu eðli máls
samkvæmt ætíð matskenndar. Að-
spurður segir hann bótafjárhæð þó
alls ekki pólitíska.
Bjarni Benediktsson fjármála-
ráðherra sagði málið ekki hafa
komið inn á borð til sín.
Hvorki náðist í Katrínu Jakobs-
dóttur forsætisráðherra né Guð-
mund Inga Guðbrandsson
umhverfisráðherra.
Töldu tuttugu
milljónir sann-
gjarnar bætur
Ólína
Þorvarðardóttir
Landvernd hefur hlotið styrk upp á
tæplega 2,5 milljónir króna frá 66°
Norður. Styrkurinn er afrakstur
þess að fyrirtækið bauð ekki upp á
sérkjör á svokölluðum „Svörtum
föstudegi“ heldur lét 25% af allri
sölu í vefverslun dagana 29. nóv-
ember til 1. desember sl. renna til
Landverndar.
Fannar Páll Aðalsteinsson, mark-
aðsstjóri 66° Norður, afhenti Auði
Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra
Landverndar, styrkinn nýverið. Í
tilkynningu er haft eftir Auði að
styrkurinn komi sér mjög vel fyrir
samtökin.
Landvernd fær styrk
frá 66° Norður
Styrkur Auður Magnúsdóttir, Landvernd,
og Fannar Páll Aðalsteinsson, 66° Norður.
Allt tiltækt slökkvilið var kallað að
íbúðarhúsi í Hafnarfirði um klukk-
an tvö aðfaranótt sunnudags eftir
að tilkynnt var um eld í íbúð. Eldur
hafði komið upp í potti á eldavél.
Einn var í íbúðinni, sem er á mið-
hæð í fjölbýlishúsi, og komst hann
út úr henni af sjálfsdáðum. Var
hann fluttur á sjúkrahús til að-
hlynningar.
Slökkvistarf tók um klukkustund
en íbúðin er mjög illa farin.
Eldur kom upp í eld-
húsi í Hafnarfirði
Útsala - Frábær tilboð
10-50% afsláttur
Ýmis sértilboð
Örninn Golfverslun
Bíldshöfða 9
577-2525
www.orninngolf.is