Morgunblaðið - 11.01.2020, Side 48

Morgunblaðið - 11.01.2020, Side 48
EM 2020 Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Afar óvænt úrslit áttu sér stað á Evrópumeistaramótinu í hand- knattleik sem fram fer í Austurríki, Noregi og Svíþjóð þegar Portúgal gerði sér lítið fyrir og vann þriggja marka sigur gegn Frakklandi í D- riðli keppninnar í Þrándheimi í gær. Leiknum lauk með 28:25-sigri Portúgals, sem leiddi með einu marki í hálfleik, 12:11. Frakkar hafa þrívegis fagnað sigri á EM, árin 2006, 2010 og 2014. Þá hefur Frakkland sex sinnum orðið heimsmeistari, 1995, 2001, 2009, 2011, 2015 og 2017. Frakkar hafa tvívegis fagnað sigri á Ólympíuleikunum, 2008 og 2012 en Portúgal er hins vegar með á stór- móti í fyrsta sinn síðan árið 2006. Besti árangur Portúgala á Evrópu- meistaramóti er 7. sætið á EM 2000 þegar mótið var haldið í Króatíu. Markaskorun dreifðist vel hjá Portúgölum í leiknum en Diogo Branquinho skoraði fimm mörk úr fimm skotum og þeir Miguel Ferraz og Andre Gomes fjögur mörk hvor. Þá varði Alfredo Quint- ana níu skot í markinu og var með 31% markvörslu. Mem Dika var markahæstur Frakkanna með fimm mörk en markmenn franska liðsins náðu sér ekki á strik og vörðu aðeins sjö af skotum Portú- gala. Þá fara Noregur og Svíþjóð bæði vel af stað á heimavelli, en Svíar, undir stjórn Kristjáns Andrés- sonar, unnu stórsigur gegn Sviss í Gautaborg, 34:21, í F-riðli. Sigur Svía var aldrei í hættu, en sænska liðið leiddi með sjö mörkum í hálf- leik, 20:13. Þrír leikmenn Svía skoruðu sex mörk, þeir Jerry Tollbrings, Andr- eas Nilsson og Kim Ekdahl og þá átti Andreas Palicka stórleik í marki Svía með 18 skot varin og 47% markvörslu. Andre Schmid var markahæstur í liði Sviss með fjögur mörk. Svíar hafa fjórum sinnum fagnað sigri á EM í handknattleik en liðið vann síðast til gullverðlauna á mótinu árið 2002. Sænska liðið vann síðast til verðlauna á stórmóti árið 2012 á Ólympíuleikunum í London en þar tapaði liðið í úrslita- leik gegn Frakklandi. Sander Sagosen fór á kostum fyrir Noreg þegar liðið vann sex marka sigur gegn Bosníu í D-riðli, 32:26. Sagosen skoraði tólf mörk úr fjórtán skotum en Norðmenn leiddu með fimm mörkum í hálf- leik, 17:12, og þeir slökuðu aðeins á bensíngjöfinni í síðari hálfleik. Petter Øverby skoraði fimm mörk fyrir Norðmenn og Kristian Sæverås var með 38% markvörslu í markinu. Nikola Prce var marka- hæstur í liði Bosníu með sjö mörk. Norðmenn hafa aldrei unnið til verðlauna á EM en tvívegis hafa þeir fengið silfur á HM, 2017 og 2019. Biðin eftir gullverðlaunum er því orðin ansi löng í Noregi en Norðmenn vonast til þess að liðið geti gert alvöru atlögu að Evrópu- meistaratitlinum á heimavelli í ár. AFP Fagnaðarlæti Portúgalar fögnuðu vel og innilega í leikslok í Þrándheimi eftir afar óvæntan þriggja marka sigur gegn Frakklandi í D-riðli EM. Ein óvæntustu úrslit í áraraðir  Öruggt hjá Noregi og Svíþjóð í fyrsta leik 48 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2020 England Sheffield United – West Ham ................. 1:0 Staða efstu liða: Liverpool 20 19 1 0 49:14 58 Leicester 21 14 3 4 46:19 45 Manch.City 21 14 2 5 56:24 44 Chelsea 21 11 3 7 36:29 36 Sheffield Utd 22 8 8 6 24:21 32 Manch.Utd 21 8 7 6 32:25 31 Tottenham 21 8 6 7 36:30 30 Wolves 21 7 9 5 30:27 30 Crystal Palace 21 7 7 7 19:23 28 Arsenal 21 6 9 6 28:30 27 Holland B-deild: Dordrecht – Excelsior ............................ 1:1  Elías Már Ómarsson kom inn á sem varamaður á 64. mínútu hjá Excelsior. Frakkland B-deild: Ajaccio – Grenoble .................................. 3:1  Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu hjá Grenoble. KNATTSPYRNA KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Stykkishólmur: Snæfell – Keflavík....... L17 1. deild kvenna: Mustad-höll: Grindavík b – Hamar....... L16 Blue-höllin: Keflavík b – Tindastóll ...... L16 Njarðtaksgryfjan: Njarðvík – ÍR.......... S16 1. deild karla: Stykkishólmur: Snæfell – Höttur..... S14.15 HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Vestmannaeyjar: ÍBV U – ÍR................ S14 TM-höllin: Stjarnan U – Grótta............. S16 KNATTSPYRNA Reykjavíkurmót karla: Egilshöll: Valur – Fram .................... L15.15 Egilshöll: Víkingur R. – Leiknir R... L17.15 Reykjavíkurmót kvenna: Egilshöll: KR – Víkingur R. .............. S15.15 Egilshöll: Fylkir – Valur ................... S17.15 Egilshöll: Þróttur R. – Fjölnir .......... S19.15 Fótbolti.net-mót karla: Kórinn: HK – Breiðablik................... L11.15 Skessan: FH – ÍBV............................ L11.45 Akraneshöll: ÍA – Stjarnan .............. L11.30 Vivaldi-völlur: Grótta – Grindavík ........ L12 ÍSHOKKÍ Íslandsmót kvenna, Hertz-deildin: Akureyri: SA – Reykjavík ..................... L19 Akureyri: SA – Reykjavík ................. S10.30 Enski boltinn á Síminn Sport Crystal Palace – Arsenal .................. L12.30 Manch.Utd – Norwich...............(mbl.is) L15 Tottenham – Liverpool ..................... L17.30 Bournemouth – Watford ........................ S14 Aston Villa – Manchester City.......... S16.30 UM HELGINA! Dominos-deild karla Fjölnir – Þór Ak.................................... 93:94 Tindastóll – Njarðvík ........................... 91:80 Staðan: Stjarnan 13 11 2 1215:1075 22 Keflavík 13 10 3 1155:1057 20 Tindastóll 13 9 4 1152:1086 18 Njarðvík 13 8 5 1094:978 16 KR 12 7 5 995:990 14 Haukar 13 7 6 1156:1124 14 ÍR 13 6 7 1054:1128 12 Þór Þ. 13 6 7 1044:1063 12 Grindavik 13 5 8 1107:1151 10 Valur 13 4 9 1044:1119 8 Þór Ak. 12 3 9 987:1131 6 Fjölnir 13 1 12 1113:1214 2 1. deild karla Snæfell – Sindri ............................... Frestað Selfoss – Hamar............................... Frestað Staðan: Breiðablik 13 11 2 1314:1086 22 Höttur 12 11 1 1040:928 22 Hamar 13 11 2 1287:1159 22 Vestri 11 6 5 957:881 12 Álftanes 13 5 8 1078:1131 10 Selfoss 11 4 7 845:879 8 Snæfell 12 2 10 949:1150 4 Skallagrimur 11 2 9 921:1066 4 Sindri 10 1 9 808:919 2 Svíþjóð Wetterbygden Stars – Borås ........... 92:100  Elvar Már Friðriksson skoraði 19 stig fyrir Borås, tók fjögur fráköst og gaf níu stoðsendingar.  Efstu lið: Borås 18/4, Köping Stars 17/4, Luleå 17/5, Södertälje 13/8, Wetterbygden Stars 11/10, Norrköping 8/13. NBA-deildin Philadelphia – Boston ........................ 109:98 Detroit – Cleveland ................. (frl.) 112:115 Minnesota – Portland....................... 116:102 Oklahoma City – Houston ................. 113:92 KÖRFUBOLTI Terrence Motley reyndist hetja Þórs frá Akureyri þegar liðið vann afar dramatískan eins stigs sigur gegn Fjölni í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Dalhúsum í Grafarvogi í þrettándu umferð í gær. Leiknum lauk með 94:93-sigri Þórsara en Motley tryggði Þórsurum sigur með tveggja stiga körfu þegar tíu sek- úndur voru til leiksloka. Leikurinn var kaflaskiptur en Þórsarar leiddu með tíu stigum eftir fyrsta leikhluta, 26:16. Fjöln- ismenn mættu ákveðnir til leiks í öðrum leikhluta og leiddu með fimm stigum í hálfleik, 52:47. Fjölnismenn voru sterkari í þriðja leikhluta og leiddu með sjö stigum fyrir fjórða leikhluta en þar reynd- ust Þórsarar sterkari og þeir fögn- uðu sigri í leikslok. Þetta var annar sigur Þórsara í röð í deildinni, en liðið vann þriggja stiga sigur gegn Haukum í síðustu umferð og er komið í ell- efta sæti deildarinnar í 6 stig. Vandræði Fjölnis halda hins vegar áfram, en liðið er í neðsta sætinu með 2 stig og vann síðast leik 11. október síðastliðinn, gegn Þór á Akureyri. Þá stöðvaði Tindastóll sigurhrinu Njarðvíkinga með 91:80-sigri á Sauðárkróki. Frábær fyrri hálf- leikur reyndist lykillinn að sigri Tindastóls, en Stólarnir leiddu með sextán stigum í hálfleik, 47:31. Njarðvíkingar reyndu að koma til baka og minnkuðu forskot Tinda- stóls í fjögur stig fyrir fjórða leik- hluta en það dugði ekki til. Fyrir leik gærdagsins höfðu Njarðvíkingar unnið síðustu sjö leiki sína í deildinni á meðan gengi Tindastóls hafði verið óstöðugt. Í þremur síðustu leikjum sínum, fyr- ir leik gærdagsins, hafði liðið tapað tveimur þeirra en Stólarnir eru hins vegar ekki þekktir fyrir að tapa mörgum leikjum á heimavelli. Af sex heimaleikjum sínum á tíma- bilinu hafa þeir aðeins tapað ein- um, en það tap kom gegn Keflavík í fyrstu umferðinni. Tindastóll fer upp fyrir Njarðvík með sigrinum og í þriðja sæti deildarinnar í 18 stig. Njarðvík er hins vegar í fjórða sætinu með 16 stig. bjarnih@mbl.is Háspenna í nýliðaslagnum  Stólarnir stöðvuðu Njarðvíkinga Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sigurkarfa Terrence Motley tryggði Þórsurum sigur á lokasekúndunum. APOEL frá Nikósíu, sigursælasta knattspyrnufélag Kýpur, greindi frá því á Twitter í gær að félagið hefði komist að samkomulagi við Rostov í Rússlandi um að fá til sín íslenska framherjann Björn Berg- mann Sigurðarson. Fram kom að Björn væri væntanlegur til við- ræðna við félagið á Kýpur í dag. Björn hefur aðeins einu sinni verið í byrjunarliði í 19 leikjum Rostov á tímabilinu en gert tvö mörk í sjö leikjum. APOEL er komið í 32 liða úrslit Evrópudeildar UEFA og er í þriðja sæti í deildinni á Kýpur. Björn á leiðinni til APOEL á Kýpur Sveinn Jóhannsson mun hvíla þeg- ar íslenska karlandsliðið í hand- knattleik mætir Danmörku í Malmö í dag í fyrsta leik sínum á Evrópu- meistaramótinu í Austurríki, Nor- egi og Svíþjóð. Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem HSÍ sendi frá sér í gærkvöld. Þá kom einnig fram að allir leikmenn íslenska liðsins væru heilir heilsu og klárir í slaginn. Bæði Elvar Örn Jónsson og Bjarki Már Elísson hafa verið að glíma við meiðsli en nú er ljóst að þeir verða báðir til taks í fyrsta leik. Sveinn hvílir gegn Dönum Bjarni Mark Antonsson, miðjumað- ur Brage í Svíþjóð, hefur verið kall- aður inn í A-landsliðshóp Íslands í knattspyrnu fyrir vináttuleikina gegn Kanada og El Salvador 15. og 19. janúar. Bjarni, sem er 24 ára gamall, var í lykilhlutverki hjá Brage á síðasta ári þegar liðið end- aði í þriðja sæti sænsku B-deildar- innar. Hann spilaði alla 22 leiki KA í úrvalsdeildinni 2018. Bjarni kemur í staðinn fyrir Jón Dag Þorsteinsson, leikmann AGF í Danmörku, en hann þurfti að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla. Í landsliðið í fyrsta sinn Elvar Már Friðriksson heldur áfram að fara á kostum með Borås í efstu deild Svíþjóðar í körfuknattleik, en hann átti enn einn stórleikinn þegar liðið vann 100:92-útisigur gegn Wetterbygden Stars í gær. Elvar var stigahæstur í liði Borås með 19 stig og þá tók hann einnig fjögur frá- köst og gaf níu stoðsendingar fyrir sænska liðið á þeim tæpu 28 mín- útum sem hann lék. Borås hefur nú tveggja stiga forskot á toppi deildar- innar með 36 stig. Köping Stars er í öðru sætinu með 34 stig en liðið á leik til góða á Borås. Stigahæstur í átta stiga sigri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.