Morgunblaðið - 11.01.2020, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.01.2020, Blaðsíða 48
EM 2020 Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Afar óvænt úrslit áttu sér stað á Evrópumeistaramótinu í hand- knattleik sem fram fer í Austurríki, Noregi og Svíþjóð þegar Portúgal gerði sér lítið fyrir og vann þriggja marka sigur gegn Frakklandi í D- riðli keppninnar í Þrándheimi í gær. Leiknum lauk með 28:25-sigri Portúgals, sem leiddi með einu marki í hálfleik, 12:11. Frakkar hafa þrívegis fagnað sigri á EM, árin 2006, 2010 og 2014. Þá hefur Frakkland sex sinnum orðið heimsmeistari, 1995, 2001, 2009, 2011, 2015 og 2017. Frakkar hafa tvívegis fagnað sigri á Ólympíuleikunum, 2008 og 2012 en Portúgal er hins vegar með á stór- móti í fyrsta sinn síðan árið 2006. Besti árangur Portúgala á Evrópu- meistaramóti er 7. sætið á EM 2000 þegar mótið var haldið í Króatíu. Markaskorun dreifðist vel hjá Portúgölum í leiknum en Diogo Branquinho skoraði fimm mörk úr fimm skotum og þeir Miguel Ferraz og Andre Gomes fjögur mörk hvor. Þá varði Alfredo Quint- ana níu skot í markinu og var með 31% markvörslu. Mem Dika var markahæstur Frakkanna með fimm mörk en markmenn franska liðsins náðu sér ekki á strik og vörðu aðeins sjö af skotum Portú- gala. Þá fara Noregur og Svíþjóð bæði vel af stað á heimavelli, en Svíar, undir stjórn Kristjáns Andrés- sonar, unnu stórsigur gegn Sviss í Gautaborg, 34:21, í F-riðli. Sigur Svía var aldrei í hættu, en sænska liðið leiddi með sjö mörkum í hálf- leik, 20:13. Þrír leikmenn Svía skoruðu sex mörk, þeir Jerry Tollbrings, Andr- eas Nilsson og Kim Ekdahl og þá átti Andreas Palicka stórleik í marki Svía með 18 skot varin og 47% markvörslu. Andre Schmid var markahæstur í liði Sviss með fjögur mörk. Svíar hafa fjórum sinnum fagnað sigri á EM í handknattleik en liðið vann síðast til gullverðlauna á mótinu árið 2002. Sænska liðið vann síðast til verðlauna á stórmóti árið 2012 á Ólympíuleikunum í London en þar tapaði liðið í úrslita- leik gegn Frakklandi. Sander Sagosen fór á kostum fyrir Noreg þegar liðið vann sex marka sigur gegn Bosníu í D-riðli, 32:26. Sagosen skoraði tólf mörk úr fjórtán skotum en Norðmenn leiddu með fimm mörkum í hálf- leik, 17:12, og þeir slökuðu aðeins á bensíngjöfinni í síðari hálfleik. Petter Øverby skoraði fimm mörk fyrir Norðmenn og Kristian Sæverås var með 38% markvörslu í markinu. Nikola Prce var marka- hæstur í liði Bosníu með sjö mörk. Norðmenn hafa aldrei unnið til verðlauna á EM en tvívegis hafa þeir fengið silfur á HM, 2017 og 2019. Biðin eftir gullverðlaunum er því orðin ansi löng í Noregi en Norðmenn vonast til þess að liðið geti gert alvöru atlögu að Evrópu- meistaratitlinum á heimavelli í ár. AFP Fagnaðarlæti Portúgalar fögnuðu vel og innilega í leikslok í Þrándheimi eftir afar óvæntan þriggja marka sigur gegn Frakklandi í D-riðli EM. Ein óvæntustu úrslit í áraraðir  Öruggt hjá Noregi og Svíþjóð í fyrsta leik 48 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2020 England Sheffield United – West Ham ................. 1:0 Staða efstu liða: Liverpool 20 19 1 0 49:14 58 Leicester 21 14 3 4 46:19 45 Manch.City 21 14 2 5 56:24 44 Chelsea 21 11 3 7 36:29 36 Sheffield Utd 22 8 8 6 24:21 32 Manch.Utd 21 8 7 6 32:25 31 Tottenham 21 8 6 7 36:30 30 Wolves 21 7 9 5 30:27 30 Crystal Palace 21 7 7 7 19:23 28 Arsenal 21 6 9 6 28:30 27 Holland B-deild: Dordrecht – Excelsior ............................ 1:1  Elías Már Ómarsson kom inn á sem varamaður á 64. mínútu hjá Excelsior. Frakkland B-deild: Ajaccio – Grenoble .................................. 3:1  Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu hjá Grenoble. KNATTSPYRNA KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Stykkishólmur: Snæfell – Keflavík....... L17 1. deild kvenna: Mustad-höll: Grindavík b – Hamar....... L16 Blue-höllin: Keflavík b – Tindastóll ...... L16 Njarðtaksgryfjan: Njarðvík – ÍR.......... S16 1. deild karla: Stykkishólmur: Snæfell – Höttur..... S14.15 HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Vestmannaeyjar: ÍBV U – ÍR................ S14 TM-höllin: Stjarnan U – Grótta............. S16 KNATTSPYRNA Reykjavíkurmót karla: Egilshöll: Valur – Fram .................... L15.15 Egilshöll: Víkingur R. – Leiknir R... L17.15 Reykjavíkurmót kvenna: Egilshöll: KR – Víkingur R. .............. S15.15 Egilshöll: Fylkir – Valur ................... S17.15 Egilshöll: Þróttur R. – Fjölnir .......... S19.15 Fótbolti.net-mót karla: Kórinn: HK – Breiðablik................... L11.15 Skessan: FH – ÍBV............................ L11.45 Akraneshöll: ÍA – Stjarnan .............. L11.30 Vivaldi-völlur: Grótta – Grindavík ........ L12 ÍSHOKKÍ Íslandsmót kvenna, Hertz-deildin: Akureyri: SA – Reykjavík ..................... L19 Akureyri: SA – Reykjavík ................. S10.30 Enski boltinn á Síminn Sport Crystal Palace – Arsenal .................. L12.30 Manch.Utd – Norwich...............(mbl.is) L15 Tottenham – Liverpool ..................... L17.30 Bournemouth – Watford ........................ S14 Aston Villa – Manchester City.......... S16.30 UM HELGINA! Dominos-deild karla Fjölnir – Þór Ak.................................... 93:94 Tindastóll – Njarðvík ........................... 91:80 Staðan: Stjarnan 13 11 2 1215:1075 22 Keflavík 13 10 3 1155:1057 20 Tindastóll 13 9 4 1152:1086 18 Njarðvík 13 8 5 1094:978 16 KR 12 7 5 995:990 14 Haukar 13 7 6 1156:1124 14 ÍR 13 6 7 1054:1128 12 Þór Þ. 13 6 7 1044:1063 12 Grindavik 13 5 8 1107:1151 10 Valur 13 4 9 1044:1119 8 Þór Ak. 12 3 9 987:1131 6 Fjölnir 13 1 12 1113:1214 2 1. deild karla Snæfell – Sindri ............................... Frestað Selfoss – Hamar............................... Frestað Staðan: Breiðablik 13 11 2 1314:1086 22 Höttur 12 11 1 1040:928 22 Hamar 13 11 2 1287:1159 22 Vestri 11 6 5 957:881 12 Álftanes 13 5 8 1078:1131 10 Selfoss 11 4 7 845:879 8 Snæfell 12 2 10 949:1150 4 Skallagrimur 11 2 9 921:1066 4 Sindri 10 1 9 808:919 2 Svíþjóð Wetterbygden Stars – Borås ........... 92:100  Elvar Már Friðriksson skoraði 19 stig fyrir Borås, tók fjögur fráköst og gaf níu stoðsendingar.  Efstu lið: Borås 18/4, Köping Stars 17/4, Luleå 17/5, Södertälje 13/8, Wetterbygden Stars 11/10, Norrköping 8/13. NBA-deildin Philadelphia – Boston ........................ 109:98 Detroit – Cleveland ................. (frl.) 112:115 Minnesota – Portland....................... 116:102 Oklahoma City – Houston ................. 113:92 KÖRFUBOLTI Terrence Motley reyndist hetja Þórs frá Akureyri þegar liðið vann afar dramatískan eins stigs sigur gegn Fjölni í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Dalhúsum í Grafarvogi í þrettándu umferð í gær. Leiknum lauk með 94:93-sigri Þórsara en Motley tryggði Þórsurum sigur með tveggja stiga körfu þegar tíu sek- úndur voru til leiksloka. Leikurinn var kaflaskiptur en Þórsarar leiddu með tíu stigum eftir fyrsta leikhluta, 26:16. Fjöln- ismenn mættu ákveðnir til leiks í öðrum leikhluta og leiddu með fimm stigum í hálfleik, 52:47. Fjölnismenn voru sterkari í þriðja leikhluta og leiddu með sjö stigum fyrir fjórða leikhluta en þar reynd- ust Þórsarar sterkari og þeir fögn- uðu sigri í leikslok. Þetta var annar sigur Þórsara í röð í deildinni, en liðið vann þriggja stiga sigur gegn Haukum í síðustu umferð og er komið í ell- efta sæti deildarinnar í 6 stig. Vandræði Fjölnis halda hins vegar áfram, en liðið er í neðsta sætinu með 2 stig og vann síðast leik 11. október síðastliðinn, gegn Þór á Akureyri. Þá stöðvaði Tindastóll sigurhrinu Njarðvíkinga með 91:80-sigri á Sauðárkróki. Frábær fyrri hálf- leikur reyndist lykillinn að sigri Tindastóls, en Stólarnir leiddu með sextán stigum í hálfleik, 47:31. Njarðvíkingar reyndu að koma til baka og minnkuðu forskot Tinda- stóls í fjögur stig fyrir fjórða leik- hluta en það dugði ekki til. Fyrir leik gærdagsins höfðu Njarðvíkingar unnið síðustu sjö leiki sína í deildinni á meðan gengi Tindastóls hafði verið óstöðugt. Í þremur síðustu leikjum sínum, fyr- ir leik gærdagsins, hafði liðið tapað tveimur þeirra en Stólarnir eru hins vegar ekki þekktir fyrir að tapa mörgum leikjum á heimavelli. Af sex heimaleikjum sínum á tíma- bilinu hafa þeir aðeins tapað ein- um, en það tap kom gegn Keflavík í fyrstu umferðinni. Tindastóll fer upp fyrir Njarðvík með sigrinum og í þriðja sæti deildarinnar í 18 stig. Njarðvík er hins vegar í fjórða sætinu með 16 stig. bjarnih@mbl.is Háspenna í nýliðaslagnum  Stólarnir stöðvuðu Njarðvíkinga Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sigurkarfa Terrence Motley tryggði Þórsurum sigur á lokasekúndunum. APOEL frá Nikósíu, sigursælasta knattspyrnufélag Kýpur, greindi frá því á Twitter í gær að félagið hefði komist að samkomulagi við Rostov í Rússlandi um að fá til sín íslenska framherjann Björn Berg- mann Sigurðarson. Fram kom að Björn væri væntanlegur til við- ræðna við félagið á Kýpur í dag. Björn hefur aðeins einu sinni verið í byrjunarliði í 19 leikjum Rostov á tímabilinu en gert tvö mörk í sjö leikjum. APOEL er komið í 32 liða úrslit Evrópudeildar UEFA og er í þriðja sæti í deildinni á Kýpur. Björn á leiðinni til APOEL á Kýpur Sveinn Jóhannsson mun hvíla þeg- ar íslenska karlandsliðið í hand- knattleik mætir Danmörku í Malmö í dag í fyrsta leik sínum á Evrópu- meistaramótinu í Austurríki, Nor- egi og Svíþjóð. Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem HSÍ sendi frá sér í gærkvöld. Þá kom einnig fram að allir leikmenn íslenska liðsins væru heilir heilsu og klárir í slaginn. Bæði Elvar Örn Jónsson og Bjarki Már Elísson hafa verið að glíma við meiðsli en nú er ljóst að þeir verða báðir til taks í fyrsta leik. Sveinn hvílir gegn Dönum Bjarni Mark Antonsson, miðjumað- ur Brage í Svíþjóð, hefur verið kall- aður inn í A-landsliðshóp Íslands í knattspyrnu fyrir vináttuleikina gegn Kanada og El Salvador 15. og 19. janúar. Bjarni, sem er 24 ára gamall, var í lykilhlutverki hjá Brage á síðasta ári þegar liðið end- aði í þriðja sæti sænsku B-deildar- innar. Hann spilaði alla 22 leiki KA í úrvalsdeildinni 2018. Bjarni kemur í staðinn fyrir Jón Dag Þorsteinsson, leikmann AGF í Danmörku, en hann þurfti að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla. Í landsliðið í fyrsta sinn Elvar Már Friðriksson heldur áfram að fara á kostum með Borås í efstu deild Svíþjóðar í körfuknattleik, en hann átti enn einn stórleikinn þegar liðið vann 100:92-útisigur gegn Wetterbygden Stars í gær. Elvar var stigahæstur í liði Borås með 19 stig og þá tók hann einnig fjögur frá- köst og gaf níu stoðsendingar fyrir sænska liðið á þeim tæpu 28 mín- útum sem hann lék. Borås hefur nú tveggja stiga forskot á toppi deildar- innar með 36 stig. Köping Stars er í öðru sætinu með 34 stig en liðið á leik til góða á Borås. Stigahæstur í átta stiga sigri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.