Morgunblaðið - 22.01.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2020
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Íslendingum sem sækja sér læknis-
meðferðir í útlöndum heldur áfram
að fjölga. Samkvæmt upplýsingum
frá Sjúkratryggingum Íslands sóttu
hátt í 1.500 manns sér læknismeð-
ferð ytra í fyrra. Þessi tala á eftir að
hækka eitthvað enda hefur síðasta ár
ekki verið gert upp að fullu. Tölur í
stærsta flokknum, svokölluð tilskip-
unarmál, ná til að mynda aðeins út
októbermánuð. Mikil fjölgun hefur
orðið á ferðum Íslendinga til útlanda
vegna læknismeðferða síðustu ár.
Hafa þær nærri tvöfaldast á tveimur
árum og er sú aukning fyrst og
fremst til komin vegna tannlækn-
inga.
Mestur fjöldi umsókna til Sjúkra-
trygginga Íslands var vegna svokall-
aðra tilskipunarmála, en samkvæmt
tilskipun Evrópusambandsins
(ESB) um heilbrigðisþjónustu yfir
landamæri, svokallaðri landamæra-
tilskipun sem tók gildi 1. júní 2016, á
fólk innan aðildarríkja EES rétt á að
sækja sér heilbrigðisþjónustu til
annarra aðildarríkja og fá endur-
greiddan útlagðan kostnað sem sam-
svarar því að þjónusta hefði verið
veitt í heimalandi þess. Árið 2019
sóttu 1.028 einstaklingar um sam-
kvæmt þeirri tilskipun fyrstu tíu
mánuði ársins og fengu greiddan
meðferðarkostnað eins og hann væri
á Íslandi. Af þeim hafa 790 umsóknir
verið kláraðar og námu útgjöld SÍ
vegna þessa ríflega 91 milljón króna.
Allt árið 2018 sóttu 878 um sam-
kvæmt tilskipuninni og greiddar
voru út um 87 milljónir.
Eins og Morgunblaðið greindi frá í
síðustu viku námu endurgreiðslur
Sjúkratrygginga Íslands vegna svo-
kallaðra biðtímamála, þegar fólk
sækir sér læknisþjónustu ytra sem
er í boði á Íslandi en fólk hefur þurft
að bíða lengur en 90 daga eftir, um
43 milljónum króna fyrstu átta mán-
uði síðasta árs. Er það svipað og allt
árið þar á undan.
Mestur kostnaður er vegna mála
sem falla undir svokallaða siglinga-
nefnd, en í þeim tilvikum er sótt um
endurgreiðslu vegna meðferðar sem
er nauðsynleg en er ekki í boði á Ís-
landi. Greiðslur Sjúkratrygginga
vegna slíkra meðferða námu rétt
rúmum tveimur milljörðum króna
fyrstu tíu mánuði ársins 2019.
Sífellt fl eiri Íslendingar leita sér lækninga ytra
2016 2017 2018 2019
2016
606
2017
792
2018
1.422
2019
1.476Heildarjöldi Íslendinga sem
sóttu sér læknismeðferð
erlendis 2016-2019*
Heildarkostnaður Sjúkratrygginga vegna
lækniskostnaðar erlendis 2016-2019*
Skipting lækniskostnaðar erlendis
*Um er að
ræða tölur yfi r þá sem
sóttu um greiðslur frá
Sjúkratryggingum Íslands.
Ekki voru allar umsóknir
samþykktar.
Tölur fyrir 2019
eru bráða-
birgðatölur og
ná ekki yfi r allt
árið. Heimild:
Sjúkra-
tryggingar
Íslands.
Val um aðgerð í öðru EES-landi, 1.858 m. kr.
Meðferð ekki í boði á Íslandi, 87 m. kr.
Vegna langs biðtíma, 44 m. kr.
93%
5% 2%
1.028 umsókn-ir um
greiðslu lækniskostn-
aðar bárust fyrstu 10
mánuði 2019 vegna vals
um að-
gerðar-
stað í
öðru
EES-
landi sbr.
reglugerð
nr. 484/2016
2,5
2,0
1,5
1,0
2,1*
2,0
1,5
1,6
Milljarðar kr.
*Fyrstu 10 mán. 2019
Árið
2018
Heimild: Sjúkra-
tryggingar Íslands
Tvöföldun á
tveimur árum
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Umsókn um fjárveitingu til þess að
rannsaka frekar elsta bát landsins
og kanna nánasta umhverfi hans í
Þingvallavatni liggur inni hjá Forn-
minjasjóði. Vonast er eftir svari í
febrúar eða mars og fáist styrkur til
verksins er áformað að fara í það síð-
sumars. Áætlaður kostnaður er um
fimm milljónir króna.
Erlendur Bogason, kafari á Akur-
eyri, fann bátinn í Vatnsviki í Þing-
vallavatni, þegar hann var að taka
myndir af botnlífi í vatninu fyrir
Náttúruminjasafn Íslands 2018. Í
kjölfarið kafaði Bjarni F. Einarsson
fornleifafræðingur með Erlendi nið-
ur að bátnum og tók úr honum við-
arsýni. Það reyndist vera úr skóg-
arfuru, geislakolagreining leiddi í
ljós að báturinn er frá 16. öld og þar
með langelsti íslenski báturinn, sem
fundist hefur.
Bjarni segir að frá því að báturinn
fannst hafi menn ekki verið á eitt
sáttir um hvað skuli gera næst.
Einkum tvennt hafi komið til greina.
Að rannsaka bátinn og taka hann
upp eða rannsaka hann og láta hann
vera áfram á botninum. „Það virðist
vera að hann gæti verið rannsakaður
og látinn vera.“
Málið er viðkvæmt, að sögn
Bjarna. Hann segist hafa viljað taka
upp bátinn, en það sé mjög kostn-
aðarsamt auk þess sem því fylgi sú
ábyrgð til framtíðar að gæta hans,
forverja hann, hafa hann í réttu um-
hverfi, ljósi, hitastigi og svo fram-
vegis.
Bjarni bætir við að til greina komi
að ljósmynda bátinn og gera síðar
þrívíddarmódel af honum, ljós-
mynda hann og teikna hann, taka af
honum fleiri sýni og skoða nánasta
umhverfi hans út frá líffræðilegum
þáttum. Hann og Náttúruminjasafn
Íslands í góðri sátt við Þjóðgarðinn á
Þingvöllum, Þjóðminjasafn og
Minjastofnun, eins og lög gera ráð
fyrir, hafi sótt um styrk upp á tvær
og hálfa milljón króna til að mæla
bátinn og ljósmynda hann. Fáist
styrkurinn úr Fornminjasjóði komi
mótframlag upp á tvær milljónir frá
Náttúruminjasafni og 500 þúsund
frá þjóðgarðinum.
Vilja rannsaka elsta bátinn frekar
Fáist styrkur frá Fornminjasjóði
verður ráðist í verkið síðsumars
Ljósmynd/Erlendur Bogason
Í Þingvallavatni Geislakolagreining leiddi í ljós að flakið er af 4-5 metra
löngum báti frá 16. öld og þar með er hann langelsti íslenski báturinn.
Svonefndur bótúlismi, eitrun af völd-
um bakteríunnar Clostridium botul-
inum, greindist í fullorðnum karl-
manni á Norðurlandi í síðustu viku.
Eitrunarinnar hefur ekki orðið vart
hjá fleirum en uppruna hennar er nú
ákaft leitað að sögn Matvælastofn-
unar.
Þórólfur Guðnason, sóttvarna-
læknir, segir að það geti tekið fólk
sem greinist með bótúlisma vikur og
jafnvel mánuði að jafna sig og þurfi
það á öndunarvél eða annarri önd-
unaraðstoð að halda á meðan það er
að ná sér.
Að sögn Þórólfs berst veiran ekki
manna á milli heldur þarf að neyta
matvæla sem innihalda bakteríuna
Nái hún að vaxa í matvælum veldur
hún alvarlegum veikindum og jafn-
vel lömun, sem leitt getur til dauða.
Matvælastofnun segir að algeng-
ustu orsakir bótúlisma séu heimalög-
uð matvæli eins og kjöt, fiskur,
grænmeti og ávextir, sem eru oftast
niðursoðin, grafin, súrsuð eða gerjuð
og gjarnan í lofttæmdum umbúðum.
Þórólfur segir að ekki sé talið að
uppruna eitrunarinnar sé að leita í
matvælum í dreifingu.
„Við göngum út frá því að þetta sé
ekki í víðari dreifingu, það væri mjög
ólíklegt,“ segir Þórólfur. Niðurstöð-
um úr rannsóknum á matvælunum
er ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi
eftir viku, en þær fara fram erlendis.
Bótúlismi hefur aðeins greinst hér
á landi þrisvar sinnum, fyrst árið
1949 þegar fjórir menn veiktust eftir
neyslu súrsaðs dilkakjöts, aftur 1981
þegar fjögurra manna fjölskylda
veiktist og síðast árið 1983 þegar
móðir og barn veiktust eftir að hafa
borðað súrt slátur sem bakterían
fannst í. Að sögn Þórólfs er ekki vit-
að hvernig fór fyrir þeim sem veikt-
ust árið 1949, en enginn lést í síðari
tveimur tilvikunum snemma á ní-
unda áratug síðustu aldar.
Eitrun af völd-
um bakteríu
Uppruna eitrunarinnar ákaft leitað
Slátur Bótúlismi hefur greinst hér á
landi eftir neyslu á súru slátri.
ALLT Í FERMINGAR-
VEISLUNA
Smiðjuvegi 9 • 200 Kópavogur • s. 567 9911 • www.alltikoku.is
SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á ALLTIKOKU.IS
Frábært úrval af
fermingarstyttum
sykurskreytingum
servíettum – löberum
Sjón er sögu ríkari, kíktu við !
Yfir 12.000 vörunúmer