Morgunblaðið - 22.01.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.01.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2020 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9.30-12.30, nóg pláss. Hreyfisalur- inn er opinn milli kl. 9.30-11.30, líkamsræktartæki, lóð og teygjur. Söngstund við píanóið með Helgu kl. 13.45. Kaffi kl. 14.30-15. Bóka- spjall með Hrafni kl. 15. Nánari upplýsingar í síma 411-2702. Velkomin. Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12 og léttur hádegisverður á eftir gegn vægu gjaldi. Opið hús, félagsstarf fullorðinna, í safnaðar- heimili kirkjunnar kl. 13 til 16. Að venju er boðið upp á stólaleikfimi en jafnframt kemur Brynja Baldursdóttir í heimsókn og ræðir við okkur um tilurð Íslendingasagna. Kaffi og með því á eftir í boði kirkjunnar. Allir velkomnir Árskógar Opin handavinnustofa kl. 9-12. Opin smíðastofa kl. 9-15. Stóladans með Þóreyju kl. 10. Spænskukennsla kl. 10.45-11.30. Brids kl. 12. Bónusbíllinn fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.55. Innipútt Skógar- manna kl. 13-14. Opið hús, t.d. vist og brids eða bíó. kl. 13-16. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könn- unni. Allir velkomnir. S. 535-2700. Boðinn Handavinna kl. 9-13.30. Bónusrútan kl. 13. Harmonikkuspil og söngur kl. 13.30. Vatnsleikfimi kl. 14.30. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10- 10.30. Slökun með Rás 1 kl. 9.45. Námskeið í tálgun kl. 9.30-12. Spila- dagur, frjáls spilamennska kl. 12.30-15.50. Opið kaffihús 14.30-15.15. Breiðholtskirkja Kyrrðarstund kl. 12, hádegisverður kl. 12.45, félagsstarf kl. 13.45. Bústaðakirkja Félagsstarfið á sínum stað kl. 13. Bókaumfjöllun og myndasýning. Kaffið góða frá Sigurbjörgu og prestur verður með hugleiðingu og bæn. Spil og handavinna eins og vant er. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Stundin er í umsjá Hólmfríðar djákna. Dalbraut 18-20 Handavinna í vinnustofu. Dalbraut 27 Bænastund í bókastofu. Botsía í parketsal. Bingó í bókastofu. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið kl. 8.50. Upp- lestrarhópur Soffíu kl. 10-12. Línudans kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30. Salatbar kl. 11.30-12.15. Zumba kl. 13. Tálgun kl. 13.30-16. Síðdegis- kaffi kl. 14.30. Komdu að púsla kl. 9-16. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790 Félagsmiðstöðin Vitatorgi Bókband kl. 90. Postulínsmálun kl. 9. Minigolf kl. 10. Tölvu- og snjallsímaaðstoð kl. 10.30. Bókband kl. 13. Myndlist kl. 13.30. Dans með Vitatorgsbandinu kl. 14. Frjáls spila- mennska kl. 13-16.30. Hádegismatur frá kl. 11.30-12.30 alla daga vik- unnar og kaffi frá kl. 14.30-15.30 alla virka daga. Verið öll hjartanlega velkomin. Nánari upplýsingar í síma 411-9450. Garðabær Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Brids í Jónshúsi kl. 13. Vatnsleikfimi kl. 7.10/7.50/15.15. Kvennaleikfimi Ásgarði kl. 9.30. Kvennaleikfimi Sjálandi kl. 10.30. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11. Leir Smiðja Kirkjuhvoli kl. 13. Zumba salur Ísafold kl. 16.15. Gerðuberg 3-5 Opin Handavinnustofan kl. 8.30-16. Útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16. Qigong kl. 10-11. Leikfimi Helgu Ben kl. 11-11.30. Útskurður / pappamódel með leiðbeinanda kl. 13-16. Félagsvist kl. 13- 16. Döff félag heyrnarlausra kl. 12.30-15. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, opinn tími, kl. 13 félagsvist, kl. 13 postulínsmálun. Guðríðarkirkja. Félagsstarf eldri borgara kl. 13.10. Helgistund í kirkjunni og söngur. Hall dór Val ur Páls son fang els is stjóri á Hólms- heiði kemur í heimsókn og segir frá starfi sínu þar. Kaffi og meðlæti 700 kr. Hlökkum til að sjá ykkur, sr. Leifur Ragnar, Hrönn og Lovísa. Gullsmári Myndlist kl. 9, botsía kl. 9.30, gönguhópur kl. 10.30, postu- línsmálun, kvennabrids og silfursmíði kl. 13, línudans fyrir lengra komna kl. 16 og 17, línudans fyrir byrjendur kl. 18. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Útskurður og tálgun með leiðbeinanda frá kl. 9-12, 500 kr. dagurinn og allir velkomnir. Botsía kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Hraunsel Ganga alla daga í Kaplakrika kl. 8-12. Línudans kl. 11, bingó kl. 13, handverk kl. 13, Gaflarakórinnn kl. 16, pútt Hraunkoti 10-11.30. Hvassaleiti Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Framhaldssaga kl. 10.30. Frjáls spilamennska kl. 13. Handa- vinnuhópur kl. 13-16. Korpúlfar Ganga kl. 10, gengið frá Borgum og í Egilshöll. Keila í Egilshöll kl. 10. Hópsöngur undir stjórn Jóhanns Helgasonar kl. 13 í Borgum og dansað í lok söngstundar, vonumst til að sjá ykkur sem flest. Qigong með Þóru kl. 16.30 í Borgum. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, opin lista- smiðja, morgunleikfimi kl. 9.45, viðtalstími hjúkrunarfræðings kl. 10.30-12, upplestur kl. 11, félagsvist kl. 13.30, heimildarmyndasýning kl. 16. Uppl. í s. 4112760. Seltjarnarnes Gler og bræðsla kl. 9 og 13. Leir Skólabraut kl. 10. Botsía Skólabraut kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. Timburmenn Valhúsaskóla kl. 13. Handavinna með leiðbeinanda kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Munið skráninguna í þorramatinn í kirkjunni þriðjudaginn 28. janúar kl. 12.30. Skráningarblöð í kirkjunni, Skólabraut og Eiðismýri. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur hittist kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir vel- komnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Stangarhylur 4 Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði Stangarhyl 4 kl. 10, kaffi og rúnnstykki eftir göngu. Söngfélag FEB kóræfing kl. 16.30, stjórnandi Gylfi Gunnarsson. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Vantar þig fagmann? FINNA.is Ertu að leita að STARFS- FÓLKI? 75 til 90 þúsund manns, 18 ára og eldri, lesa blöð Morgunblaðsins með atvinnuauglýsingum í hverri viku* Þrjár birtingar á verði einnar Birt í atvinnublaði Morgunblaðsins í aldreifingu á fimmtudögum Birt í atvinnublaði Morgunblaðsins á laugardegi. Birt á mbl.is Sölufulltrúi Richard Richardsson, atvinna@mbl.is, 569 1391 * samkvæmt Gallup jan.-mars 2019 Hver skilur lífsins hulda heljardóm er haustsins nepja deyðir fegurst blóm, að báturinn sem berst um reiðan sjá brotna fyrst í lendingunni má. Að einn má hlýða á óma af gleðisöng, annar sorgarinnar líkaböng. (Guðrún Jóhannsdóttir) Ein af okkar traustu systrum í Soroptimistaklúbbi Akraness er fallin frá eftir harða en stutta bar- áttu við krabbamein. Ósk kom í klúbbinn okkar 2. febrúar 2007 og var hún fljótlega valin til embætt- isverka innan klúbbsins, sem rit- ari, verkefnastjóri, fulltrúi og nú síðast innan landssambandsins sem 2. varaforseti og var þar á sínu öðru ári er hún lést. Hún tók virkan þátt í öllum verkefnum með jákvæðu hugarfari, var dug- leg að mæta á hina ýmsu viðburði innan klúbbsins og samtakanna og nutum við góðrar nærveru hennar á þessum stundum. Það er okkur systrum dýrmætt að hafa hlustað á hana síðastliðið haust segja frá uppruna sínum og lífshlaupi og var frásögn hennar lifandi og stórskemmtileg. Hún hafði meðal annars lokið prófi sem loftskeytamaður og stundað sjósókn á fiskiskipi. Hún bjó yfir miklum viljastyrk og lífsorku. Ósk elskaði fjölskyldu sína ofar öllu, eiginmann, dreng- ina sína, tengdadætur og ekki má gleyma gullmolunum hennar, barnabörnunum tveim. Við söknum Óskar og þökkum fyrir að hafa notið starfskrafta hennar og góðrar vináttu og vott- um fjölskyldu hennar innilega samúð. F.h. Soroptimistaklúbbs Akra- ness, Aðalheiður Ása Jónsdóttir, Ingveldur Sverrisdóttir, Lilja Guðlaugsdóttir. Mig langar að minnast minnar góðu mágkonu, Óskar Bergþórs- dóttur, með nokkrum orðum. Mín fyrstu kynni af Ósk voru á Akra- nesi á heimili verðandi tengdafor- eldra minna á Skólabraut 31 vorið 1965. Ég var þá búin að kynnast bróður hennar og mínum verðandi eiginmanni, Guðjóni. Hún kom til mín og bauðst til að laga á mér hárið. Þetta var hennar aðferð til að sýna vinsemd og áhuga á því að kynnast mér. Með okkur tókst þá mjög góð vinátta sem aldrei bar skugga á. Ósk fór sautján ára gömul til náms í Húsmæðraskól- anum á Ísafirði stuttu seinna og kom þá stundum á heimili foreldra minna í Fjarðarstræti 7 á Ísafirði. Ósk var yfirleitt hress í viðmóti, glaðleg og dugleg við allt sem hún tók sér fyrir hendur og góður kokkur. Eftir að Ósk kom heim af húsmæðraskólanum vorið 1965 réð Guðjón skipstjóri hana um borð í Sigurfara AK-95 sem kokk og stóð hún sig mjög vel á síldveið- unum við Jan Mayen á 100 tonna báti og með litla aðstöðu um borð. Nokkru seinna fór hún til Dan- merkur og vann á hóteli og líkaði vel. Hún var mjög dugleg að skrifa okkur sem heima vorum og sagði frá lífinu úti í Danmörku. Hún hafði góða frásagnargáfu og var alltaf gaman að heyra hana segja frá því þegar hún var á sjónum ásamt manninum mínum, Guð- jóni, á síldveiðum. Það var ætíð gaman þegar Ósk kom í heimsókn á heimilið mitt því frá henni staf- aði mikill kraftur og gleði. Við sem þekktum hana tókum eftir því. Ósk Gabríella Bergþórsdóttir ✝ Ósk GabríellaBergþórsdóttir fæddist á Akranesi 1. september 1948. Hún lést 11. janúar 2020. Útför Óskar Gabríellu fór fram 20. janúar 2020. Hún var lánsöm í líf- inu því hún eignaðist góðan mann og þrjá syni sem hún var mjög stolt af og tvö barnabörn síðar. Fyrstu búskaparár- in bjuggu þau Óli Jón í Reykjavík og á Akureyri. Þau fluttu síðar í Borgarnes og bjuggu þar í mörg ár. Í Borgarnesi vann hún utan heimilis í Skalla- grímsgarði og einnig kenndi hún matreiðslu við grunnskólanum í bænum með góðum árangri. Ósk var einstaklega hjálpleg og góð. Ef einhver þurfti aðstoð var hún alltaf fljót að bjóða fram sína að- stoð. Í nokkur ár bjó fjölskyldan í Stykkishólmi, þar sem Óli Jón var bæjarstjóri og undi hag sínum vel. Þar eignuðust þau góða vini og keyptu sér lítið hús sem þau gerðu mjög fallegt og þar kom myndar- skapur þeirra hjóna vel í ljós. Ósk var félagslynd og starfaði í Lions- klúbbnum og undafarin ár með Soroptimistum á Akranesi. Hún var okkur öllum í fjölskyldunni mjög góð og fyrir það erum við þakklát. Við vorum ætíð í góðu sambandi og hringdum oft hvor til annarrar. Fjölskyldan hennar Óskar var eins samhent og hægt er. Eftir að fjölskyldan flutti á Akranes var gott að koma í heim- sókn og alltaf tók Ósk á móti okk- ur með bros á vör og fallega heim- ilið þeirra stóð öllum opið sem þangað komu. Við sem eftir lifum eigum góðar minningar um góða konu sem hvorki mölur né ryð fær grandað. Ég bið góðan guð að styrkja Óla Jón, Bergþór, Jóhann Gunnar og Rúnar í þeirra miklu sorg. Að lokum vil ég kveðja með erindi eftir móðurömmu mína Guðrúnu Halldórsdóttur. Þegar húmar og hallar að degi heimur hverfur og eilífðin rís. Sjáumst aftur á sólfögrum ströndum þar sem sælan er ástvinum vís. (Guðrún Halldórsdóttir.) Salóme Guðmundsdóttir. Á kveðjustund þökkum við góðri Soroptimistasystur sam- fylgdina með ljóði Vigdísar Ein- arsdóttur: Við leggjum blómsveig á beðinn þinn og blessum þær liðnu stundir er lífið fagurt lék um sinn og ljúfir vinanna fundir en sorgin með tregatár á kinn hún tekur í hjartans undir. Við þökkum samfylgd á lífsins leið þar lýsandi stjörnur skína og birtan himneska björt og heið hún boðar náðina sína en Alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. Það var okkur þungbært að frétta að Ósk G. Bergþórsdóttir, annar varaforseti Landssam- bands Soroptimista, væri látin eft- ir afar stutta sjúkrahúslegu. Hún hafði kennt sér meins en ekki grunaði okkur hve alvarlegt það væri, því alltaf bar hún sig vel. Ósk var alla tíð mjög virk, bæði innan síns klúbbs á Akranesi og nú í stjórn Landssambands Soroptimista. Hún var sterk fé- lagsvera og hafði mikla ábyrgðar- tilfinningu. Nærvera hennar ein- kenndist af háttvísi, einlægri hlýju og leiftrandi húmor. Hún vildi horfa fram á við og var full til- hlökkunar að takast á við verkefni þau sem biðu handan við hornið. Við munum vinna þau í hennar anda. Við minnumst hennar, söknum og þökkum henni samstarfið. Hugur okkar er með þeim sem stóðu henni næst. Með innilegri samúð, Ingibjörg Jónasdóttir, forseti Soroptimista- sambands Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.