Morgunblaðið - 22.01.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2020
60 ára Svanur er
Borgnesingur. Hann er
bifvélavirki að mennt
og er framkvæmda-
stjóri Framköllunar-
þjónustunnar ehf.,
æðarbóndi í Straum-
firði á Mýrum og for-
maður Æðarræktarfélags Vesturlands.
Maki: Guðrún Elfa Hauksdóttir, f. 1960,
hárgreiðslumeistari en sér um gjafa-
vöruverslun og garnbúð hjónanna.
Börn: Þóra Sif, f. 1983, Sara Dögg, f.
1988, og Hera Hlín, f. 1995. Barnabörnin
eru orðin sex.
Foreldrar: Steinar Ingimundarson, f.
1930, vörubílstjóri, síðar verkstjóri hjá
Vegagerðinni, og Sigrún Guðbjarnar-
dóttir, f. 1936, húsmóðir. Þau eru búsett í
Borgarnesi.
Svanur
Steinarsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
HrúturMörg tækifæri gefast til ferðalaga á
næstunni. Bíddu í nokkra daga með að hafa
samband við móðgaðan vin. Varastu að
gera vanda annarra að þínum.
20. apríl - 20. maí
Naut Vonandi eykst sjálfstraust þitt því
það skemmir fyrir þér hversu reikul/l og
hikandi þú ert. Vertu raunsæ/r í peninga-
málunum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú ert með svo mörg járn í eld-
inum að þér gefst enginn tími til þess að
staldra við. Vertu á varðbergi gagnvart
ókunnugum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú stendur fast á skoðunum þínum
í dag og því er hætt við að þú lendir í
deilum. Það er engin ástæða til að hafa
áhyggjur af komandi vikum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú skilur ekki sársaukann sem fjöl-
skyldumeðlimur er að upplifa þessa dag-
ana, því þú hefur ekki upplifað hann. Sýndu
öðrum þolinmæði.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Mundu að góð vinátta er gulli betri.
Þú færð stuðning úr óvæntri átt.
23. sept. - 22. okt.
Vog Vertu viss um að þú njótir þess sem þú
upplifir núna, í stað þess að vera með hug-
ann við framtíðina. Gefðu þér tíma til að
sinna andlegu heilsunni líka.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Mundu að umgangast hug-
myndir annarra af sömu virðingu og þú vilt
að þeir sýni þínum verkum. Gríptu gæsina
ef þú færð tilboð, því það gerist ekki á
hverjum degi.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er ekki víst að þú sért til-
búin/n til að viðurkenna það, hvernig mál-
um þínum er komið. Lausnin er ekki langt
undan ef þú sýnir örlitla þolinmæði.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það skiptir öllu máli að þér tak-
ist að halda þér í jafnvægi hvað sem á dyn-
ur. Njóttu þess að gera sem minnst eftir
mikla vinnutörn.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Ef þú hefur takmörk þín á hreinu
mætirðu skilningi og annarra á leið þinni.
Ný ástarsambönd ganga ljómandi vel.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Reyndu að bregða út af vananum í
dag. Auðvelt verður að fá samþykki annarra
fyrir því sem þú vilt gera, einnig fyrir frekari
fjárframlögum til verkefnis á þínum vegum.
starf.“ Benedikt var einnig yfir-
maður í Varastöðinni í Elliðaárdal
og sá þar um minjamál. Hann var
síðar umsjónarmaður fasteigna og
sumarvinnu unglinga og verkefn-
isins Margar hendur vinna létt
verk. Hann lauk störfum 31. des-
ember 2009 eftir rúmlega 40 ára
vélfræðings Búrfellsstöðvar 1. maí
1981 og var í því starfi til 1. maí
1999 er hann tók við starfi yfir-
manns Vélamiðstöðvar Landsvirkj-
unar að Hesthálsi í Reykjavík.
„Stöðinni var breytt í vinnustað
fyrir eldri starfsmenn sem vildu
minnka við sig vinnu og breyta um
B
enedikt Gunnar Sig-
urðsson er fæddur 22.
janúar 1945 á Reyni-
mel 56 í Reykjavík og
ólst þar upp og hóf bú-
skap þar í kjallara húss foreldra
sinna.
Benedikt var í sveit 1954 og 1955
á Sýrlæk í Villingaholtshreppi,
seldi blöð, Vísi og Mánudagsblaðið,
sem kom út á sunnudagsmorgnum,
fór í Vatnaskóg og starfaði sem
sendisveinn hjá fjölskyldufyrirtæk-
inu G. Einarssyni & Co H/F sem
var til húsa í Uppsölum í Aðal-
stræti 18, vann við uppskipun hjá
Eimskip 1959, einnig hjá S. Helga-
syni legsteinagerð í Súðavogi og
hjá Vegagerðinni 1960-1961 í Borg-
artúni. „Það var við smíði á brett-
um eða aurhlífum á veghefla, sem
var frumkvöðlastarf,“ segir Bene-
dikt.
Benedikt gekk í Melaskóla 1952-
1958, Hagaskóla 1958-1960, Iðn-
skólann í Reykjavík 1961-1964 og
Vélskóla Íslands 1965-1968. Hann
hlaut meistarabréf í vélvirkjun
1979. „Ég lærði vélvirkjun í Vél-
smiðjunni Héðni 1961-1965 og á
vegum hennar vann ég við smíði og
uppsetningu vélbúnaðar í síldar-
verksmiðjum, t.d. SR Seyðisfirði
1962, Soðkjarnaverksmiðju Rauðku
á Siglufirði 1963, við smíði nýs húss
Tunnuverksmiðju á Siglufirði 1964,
Síldarverksmiðjunnar á Djúpavogi
1965 og Síldarverksmiðjunnar
SAXA á Stöðvarfirði 1966 og þar
vann ég við vinnslu hráefnisins
þegar hún hóf starfsemi. Sumarið
1967 sigldi ég á m.s. Laxá, skipi
Hafskipa.“
Eftir námið gekk Benedikt til
starfa hjá Fosskraft h/f 10. maí
1968 við niðursetningu véla í Búr-
fellsvirkjun, starfaði við það til 20.
júlí 1969 og hóf störf hjá Lands-
virkjun næsta dag sem vélfræð-
ingur við rekstur Búrfellsstöðvar.
„Ég greindist með sykursýki eitt
12. október 1968 og er búinn að
hafa hana sem lífsförunaut síðan.
Okkur hefur tekist að vinna saman
og ég er svo heppinn að vera svo
til óskemmdur eftir hana í 52 ár.“
Benedikt tók svo við starfi yfir-
starf hjá Landsvirkjun. Hann fékk
starfsviðurkenningar Landsvirkj-
unar í tilefni 15, 25 og 40 ára starfs
hjá Landsvirkjun.
Félagsstörfum ýmiss konar hefur
Benedikt sinnt. Hann var t.d.
gjaldkeri 12 ára bekkjar í Mela-
skólanum, endurskoðandi hrepps-
reikninga og sjúkrasamlags Gnúp-
verja 1971-1982, sat í hreppsnefnd
Gnúpverjahrepps 1982-1994 og í
ýmsum nefndum og ráðum á veg-
um hennar, t.d. í stjórn Þjóðveld-
isbæjarins í Þjórsárdal. Hann var
varaoddviti hreppsnefndar Gnúp-
verja 1990-1994 og gjaldkeri sókn-
arnefndar Stóra-Núpskirkju 1988-
1999. Hann sá um merkingar allra
sveitabæja og áa í byggð og
óbyggð Gnúpverja og afréttarhúsa
þeirra. Hann var í stjórn Starfs-
mannafélags Landsvirkjunar og í
nefndum á vegum þess, t.d. umsjón
Orlofshúsa. Hann var gjaldkeri
Pöntunarfélags Starfsmanna Búr-
fellsstöðvar í um 10 ár. „Í gegnum
það voru keyptar allar nauðsynjar
fyrir heimilin í Búrfelli.“ Benedikt
gekk í Frímúrararegluna 1997, í
stúkuna Röðul á Selfossi.
Áhugamál Benedikts eru marg-
vísleg, t.d. skautaíþrótt, skíði, hjól-
reiðar og ferðalög á skellinöðru.
„Nú í dag eru það ferðalög innan
og utanlands. Við hjónin höfum
komið til alls 30 landa og eigum
eftir að fjölga þeim, og höfum
ferðast nánast um allt Ísland. Silf-
ursmíði og tréútskurður er það
sem hugur minn snýst um og um-
hirða farartækja minna og annarra
eigna, einnig er ég áhugamaður um
fornbíla. Ég fylgist með barnabörn-
um og langafabörnum okkar hjóna.
Nú er bara verkefni framtíðinnar
að njóta og ferðast um heiminn og
hugsa um sitt fólk, sem fer fjölg-
andi því það er eitt væntanlegt í
febrúarbyrjun.“
Fjölskylda
Eiginkona Benedikts er Áslaug
Þorleifsdóttir, f. 22.5. 1943 á Siglu-
firði, húsmóðir og ræstitæknir. Þau
gengu í hjónaband á jóladag 1965 á
Siglufirði og eiga því 55 ára brúð-
kaupsafmæli á árinu. Þau eru
Benedikt Gunnar Sigurðsson vélfræðingur – 75 ára
Fjölskyldan Áslaug, Ásta Sigríður, Sigurður Gunnar og Benedikt árið 1985.
Vann í Búrfellsstöð í 30 ár
Með barnabörnin Vignir Þór, Benedikt Arnar, Benedikt, Svandís, Áslaug,
Þórdís Ása og Aldís Erla. Á myndina vantar Öddu Steinu.
30 ára Harpa Rún
ólst upp í Hólum á
Rangárvöllum og býr
þar. Hún er með MA-
gráðu í almennri bók-
menntafræði frá Há-
skóla Íslands og er
skáld og búandkerling
og starfar við ritstjórn og útgáfu. Harpa
Rún hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar
Guðmundssonar árið 2019 fyrir bókina
Eddu. Hún er formaður Bókabæjanna
austan fjalls og er í stjórn Konubókastofu
og Gullkistunnar.
Maki: Sigurður Rúnar Rúnarsson, f.
1988, vélfræðingur og rafvirki og vinnur
hjá Orku náttúrunnar.
Foreldrar: Kristján Gíslason, f. 1950, og
Guðrún Auður Haraldsdóttir, f. 1953,
bændur í Hólum.
Harpa Rún
Kristjánsdóttir
sp
ör
eh
f.
Komdu með í ævintýraför um Namibíu þar sem við kynnumst hrjóstrugum en heillandi
heimi eyðimerkursandanna og öðlumst innsýn í menningu og dýralíf þessa sérstæða
lands. Í strjálbýlu landinu má finna fjölskrúðugt mannlíf þar sem ólíkir ættbálkar búa
hver með sína siði og venjur.
Allir velkomnir á kynningarfund þriðjudaginn 21. janúar kl. 20:00
hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð.
Fararstjóri: Eyrún Ingadóttir
Kynntu þér úrval ferða á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
7. - 21.nóvember
Namibía - land hinna huguðu
Til hamingju með daginn
Akureyri Henrik Loki Blatch fæddist
22. janúar 2019 kl. 2.44 á Sjúkrahús-
inu á Akureyri. Henrik Loki á því eins
árs afmæli í dag. Hann vó 4.404 g og
var 54 cm langur í fæðingu. Foreldrar
hans eru Ashley Blatch og Vigdís
Arna Magnúsdóttir.
Nýr borgari