Morgunblaðið - 22.01.2020, Side 27
Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson
Baráttuglaður Ýmir Örn Gíslason lék vel í vörn-
inni í síðari hálfleik gegn Noregi. Hann skorar hér
annað af tveimur mörkum sínum af línunni.
EM 2020
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
„Leikurinn tapaðist í fyrri hálfleik
og á fyrstu mínútunum,“ sagði
svekktur Guðmundur Guðmunds-
son, landsliðsþjálfari í handbolta, í
samtali við mbl.is eftir 28:31-tap fyr-
ir Noregi á EM karla í kvöld. Norð-
menn skoruðu sjö fyrstu mörkin og
tókst Íslandi ekki að jafna eftir það,
þrátt fyrir góðan seinni hálfleik.
„Ég tók leikhlé þegar það voru
liðnar tvær mínútur og fjórtán sek-
úndur. Þá var staðan 4:0. Þessi byrj-
un sló okkur út af laginu og var
mjög slæm. Byrjunin kom mér á
óvart og kom svo öllu liðinu í koll og
okkur öllum. Það er vont að gefa sjö
marka forskot. Ég tók aftur leikhlé
á fjórtándu mínútu og skipti nánast
öllu liðinu út af. Þá fóru hlutirnir að
ganga betur.“
Seinni hálfleikur jákvæður
Eins og gefur að skilja var Guð-
mundur mun ánægðri með seinni
hálfleikinn, sem Ísland vann 16:12.
„Ég verð að hrósa liðinu fyrir að
svara fyrir sig. Síðari hálfleikurinn
er frábærlega vel leikinn af okkar
hálfu. Vörn, sókn og markvarsla
gekk mjög vel í seinni hálfleik. Það
er það jákvæða sem maður tekur úr
þessu en byrjunin var afleit,“ sagði
Guðmundur, sem átti erfitt með að
útskýra hvers vegna íslenska liðið
byrjaði eins illa og raun bar vitni.
„Ég get ekki gefið þér skýringu á
því. Ég er að leita skýringa og það
getur verið sambland af ýmsu. Við
förum yfir það innan hópsins. Það
er ýmislegt sem kemur til greina;
þreyta hjá sumum og svo fram-
vegis.“
Fjárfesting til framtíðar
Táningarnir Viktor Gísli Hall-
grímsson og Haukur Þrastarson
komu mjög sterkir inn í leikinn og
var Viktor Gísli að lokum valinn
maður leiksins.
„Þeir voru frábærir. Þetta var
dýrmæt reynsla fyrir þá í reynslu-
bankann og fjárfesting til framtíðar
líka. Við spiluðum eins og við ætl-
uðum okkur í seinni hálfleik en það
var ekki til staðar í fyrri,“ sagði
Guðmundur, sem var ekki sáttur við
spænska dómara leiksins.
„Mér fannst þeir fá að hnoðast
endalaust inn í vörnina og alltaf
dæmt fríkast. Þetta var mjög ein-
kennileg dómaralína. Þetta var ekki
handbolti sem þeir spiluðu á köflum
í seinni hálfleik.“
Aron Pálmarsson átti alls ekki
sinn besta leik í dag og var tekinn af
velli um miðbik fyrri hálfleiks. Hann
kom ekkert meira við sögu.
„Hann er heill heilsu,“ sagði Guð-
mundur og bætti svo við að hann
hefði ekki séð ástæðu til þess að
setja Aron inn á í seinni hálfleik.
„Ég sá ekki ástæðu til þess. Alex-
ander Petersson var svo orðinn
mjög þreyttur,“ bætti hann við.
Guðmundur vildi ekki mikið fara
út í lokaleik Íslands á mótinu, en
hann er gegn Svíum í kvöld. „Við
þurfum að láta verkin tala þá, ég vil
ekki vera með neinar yfirlýsingar,“
sagði Guðmundur.
Get ekki gefið
skýringar á þessari
slæmu byrjun okkar
Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson
Malmö Guðmundur Guðmundsson
var að vonum óhress með byrjunina.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2020
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin:
DHL-höllin: KR – Valur ...................... 19.15
Blue-höllin: Keflavík – Breiðablik ...... 19.15
Mustad-höllin: Grindavík – Haukar ... 19.15
Í KVÖLD!
Óðinn Þór Ríkharðsson, landsliðs-
maður í handknattleik, er búinn að
skrifa undir eins árs samning við
danska úrvalsdeildarfélagið Tvis Hol-
stebro, frá og með 1. júlí í sumar. Óð-
inn leikur í vetur sitt annað tímabil
með GOG í sömu deild og lýkur því
með liðinu. Óðinn var í 28 manna
hópnum sem var valinn fyrir Evr-
ópumótið en hann er örvhentur
hornamaður eins og þeir Arnór Þór
Gunnarsson og Sigvaldi Björn Guð-
jónsson sem urðu fyrir valinu.
Enska knattspyrnufélagið New-
castle fékk í gær alsírska miðjumann-
inn Nabil Bentaleb lánaðan frá
Schalke í Þýskalandi. Hann er 25 ára
gamall og var áður í röðum Totten-
ham í fimm ár og spilaði þá 46 leiki í
ensku úrvalsdeildinni.Bentaleb hefur
leikið 35 landsleiki fyrir Alsír.
Micheline Marcelita, bandarísk
körfuknattleikskona sem er einnig
með hollenskt ríkisfang, er gengin til
liðs við Val. Hún er 24 ára gömul,
leikur sem framherji og spilaði síðast
með Visby í Svíþjóð en áður í Belgíu
og á Spáni. Valskonur mæta KR í
toppslag Dominos-deildar kvenna í
Vesturbænum í kvöld.
Viðureign Fjölnis og Skautafélags
Reykjavíkur á Íslandsmóti karla í ís-
hokkíi gat ekki farið fram í Egilshöll-
inni í gærkvöld eins og til stóð. Vélin
sem sléttar svellið bilaði og þar með
þurfti að fresta leiknum til 13. febr-
úar.
Kristinn Ingi Halldórsson, sóknar-
maður Vals í fótboltanum, er á förum
frá félaginu eftir sex ára dvöl, en
samkvæmt frétt á fotbolti.net býður
félagið honum ekki nýjan samning.
Kristinn er þrítugur og lék áður með
Fram en hann hefur spilað 175 leiki í
efstu deild og skorað í þeim 33
mörk.
Jóhann Berg Guðmundsson gæti
leikið með Burnley á ný í kvöld þegar
liðið mætir Manchester United á Old
Trafford í ensku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu. Jóhann hefur misst af
tveimur síðustu leikjum Burnley eftir
að hafa tognað í læri í bikarleik 4.
janúar en knattspyrnustjórinn Sean
Dyche sagði í gær að hann kæmi til
greina í liðið á ný. Óvíst er að Victor
Lindelöf, sænski miðvörðurinn hjá
United, verði með í leiknum en hann
var sendur heim af æfingu liðsins í
gær vegna veikinda.
Eitt
ogannað
Norðmenn eru komnir í undan-
úrslit Evrópumótsins í handknatt-
leik en þeir tryggðu sér þó ekki
sætið þar með sigrinum á Íslend-
ingum í gær. Það voru Svíar sem
hjálpuðu þeim síðasta spölinn með
því að vinna Ungverja, 24:18, í loka-
leik dagsins í Malmö en þar með
varð endanlega ljóst að norska liðið
gæti ekki klúðrað undanúrslitasæt-
inu með stórtapi gegn Slóvenum í
lokaumferð milliriðilsins í dag.
Það eru hinsvegar Ungverjar og
Slóvenar sem slást um seinna
undanúrslitasætið í dag. Ungverjar
þurfa að vinna Portúgala í fyrsta
leik dagsins og treysta síðan á að
Slóvenar taki ekki stig af Norð-
mönnum. Ef Ungverjar ná Slóven-
um að stigum og bæði enda með 6
stig, er það ungverska liðið sem fer
áfram vegna sigursins í innbyrðis
viðureign liðanna.
Slóvenar unnu nokkuð öruggan
sigur á Portúgölum, 29:24. Leikur
Svía og Ungverja var hinsvegar
jafn þar til Svíar gerðu sex síðustu
mörk leiksins. vs@mbl.is
AFP
Langþráð Kristján Andrésson, þjálfari Svía, gat loksins fagnað fyrstu stig-
unum í milliriðlinum í gærkvöld. Svíar mæta Íslendingum í kvöld.
Svíar komu Norðmönn-
um síðasta spölinn
Tindastóll tryggði sér í gærkvöld fjórða og síðasta und-
anúrslitasætið í bikarkeppni karla í körfuknattleik með
því að vinna afar öruggan sigur á Þór frá Akureyri,
99:69, í Norðurlandsslag á Sauðárkróki.
Tindastóll náði tuttugu stiga forskoti í öðrum leik-
hluta og staðan var 52:32 í hálfleik. Bilið breikkaði fljót-
lega í seinni hálfleik og sigur Sauðkrækinga var aldrei í
hættu. Hannes Ingi Másson skoraði 19 stig fyrir Tinda-
stól og Gerel Simmons 14 en Pablo Hernandez skoraði
12 stig fyrir Þór.
Tindastóll mætir því Stjörnunni í undanúrslitunum
sem fram fara í Laugardalshöll miðvikudaginn 12. febr-
úar. Í hinum leiknum mætast Fjölnir og Grindavík en úrslitaleikurinn fer
fram í Höllinni þremur dögum síðar en dregið var til undanúrslitanna í há-
deginu í gær.
Í undanúrslitum kvenna drógust saman Valur og KR annarsvegar en
Skallagrímur og Haukar hinsvegar. Þau eru leikin 13. febrúar og úrslita-
leikurinn 15. febrúar eins og hjá körlunum. vs@mbl.is
Sannfærandi hjá Tindastóli
Hannes Ingi
Másson
Fjölmiðlar á Kýpur skýrðu frá því í
gær að meistaralið landsins, APOEL
frá Nikósíu, væri búið að ganga frá
samningum við Rostov í Rússlandi
um kaup á íslenska framherjanum
Birni Bergmann Sigurðarsyni. Hann
væri kominn til Kýpur og ætti aðeins
eftir að gangast undir læknisskoðun
hjá félaginu. APOEL hafði í gær-
kvöld ekki skýrt frá komu Björns til
félagsins en viðbúið er að hann verði
kynntur til leiks í dag. APOEL leik-
ur í 32 liða úrslitum Evrópudeildar-
innar í næsta mánuði.
Björn mættur
til Kýpur
Morgunblaðið/Eggert
Kýpur Björn Bergmann Sigurð-
arson er á leiðinni til APOEL.
Malmö Arena, EM karla, milliriðill II,
þriðjudag 21. janúar 2020.
Gangur leiksins: 7:0, 8:1, 11:3,
15:7, 16:9, 19:12, 20:15, 22:18,
23:20, 26:23, 27:24, 30:25, 31:28.
Mörk Noregs: Sander Sagosen
9/2, Christian O’Sullivan 5, Magnus
Jöndal 4/1, Harald Reinkind 4, Gör-
an Johannessen 3, Petter Överby 2,
Magnus Gullerud 2, Kristian Björn-
sen 1, Eivind Tangen 1.
Varin skot: Torbjörn Bergerud 11,
Espen Christensen 1/1.
Utan vallar: 12 mínútur.
Mörk Íslands: Ólafur Guðmunds-
NOREGUR – ÍSLAND 31:28
son 6, Arnór Þór Gunnarsson 4,
Haukur Þrastarson 3, Viggó Krist-
jánsson 3, Sigvaldi Björn Guð-
jónsson 3/3, Ýmir Örn Gíslason 2,
Elvar Örn Jónsson 2, Bjarki Már El-
ísson 2/1, Guðjón Valur Sigurðsson
1, Kári Kristján Kristjánsson 1, Aron
Pálmarsson 1.
Varin skot: Viktor Gísli Hall-
grímsson 13/2, Björgvin Páll Gúst-
avsson 1.
Utan vallar: 8 mínútur.
Dómarar: Oscar Raluy og Ángel
Sabroso, Spáni.
Áhorfendur: 8.000.