Morgunblaðið - 22.01.2020, Side 14
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Sérfræðingar Vinnu-málastofnunar spá því að at-vinnuleysi muni aukast framá næsta ár en svo dragast
saman þegar niðursveiflunni lýkur.
Þetta kemur fram í minnisblaði
Vinnumálastofnunar sem lagt var
fram á ríkisstjórnarfundi í gær.
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri
Vinnumálastofnunar, segir það hafa
áhrif á spána að áform um ný flug-
félög hafi ekki gengið eftir. Þá hafi
stöðnun, eða jafnvel samdráttur, á
fasteignamarkaðnum áhrif á spána.
Fari batnandi á næsta ári
„Við metum horfurnar þannig að
niðursveiflan verði út þetta ár en að
það fari að rætast úr stöðunni þegar
nokkuð er liðið á næsta ár. Við verð-
um að vona að vinnumarkaðurinn
jafni sig og leiti nýs jafnvægis. Á vor-
mánuðum gæti staðan á vinnumark-
aði lagast heilmikið þegar stærri
framkvæmdir fara í fullan gang,“
segir Unnur og vísar m.a. til upp-
byggingar nýs Landspítala og fram-
kvæmda við vegagerð.
Á móti því komi að ferðaþjón-
ustan sé að dragast saman og fyrir-
tækin að hagræða og jafnvel samein-
ast vegna breyttra aðstæðna. Það
geti falið í sér fækkun starfsfólks.
Atvinnuleysið tvöfaldast
Ef spá Vinnumálastofnunar
gengur eftir verður að meðaltali 4,3%
atvinnuleysi í ár en 4,5% atvinnuleysi
á næsta ári. Til samanburðar var að
meðaltali 2,3-2,4% atvinnuleysi árin
2016 til 2018.
Tekið er fram að atvinnuleysi í
ár geti minnkað í að meðaltali 4% ef
efnahagslífið tekur við sér í vor. Að
sama skapi geti það aukist í að meðal-
tali 4,8% í ár ef stöðnunin í hagkerf-
inu varir fram á vetur.
Sérfræðingar Vinnumálastofn-
unar benda á að atvinnuleysi minnki
jafnan í aprílmánuði. Það hafi hins
vegar aukist þann mánuð í fyrra
vegna gjaldþrots WOW air.
„Þá varð mikil aukning atvinnu-
leysis í október og nóvember umfram
hefðbundna árstíðarsveiflu, sem
tengist bæði snörpum samdrætti í
ferðaþjónustu [og] minni umsvifum í
byggingariðnaði en reiknað var með.
Aukningin í desember var á hinn
bóginn ekki meiri en jafnan er í þeim
mánuði,“ skrifa þeir um þróunina í
fyrra. Bent er á fylgni hagvaxtar og
atvinnuleysis. Með hverju prósenti
hagvaxtar fjölgi störfum jafnan um
nálægt 0,5%.
Meðal annarra þátta sem sér-
fræðingar stofnunarinnar vekja at-
hygli á er að þjónustuþörf hjá hinu
opinbera hafi aukist vegna fjölgunar
aldraðra. Það bendi aftur til að upp-
söfnuð þörf sé fyrir ráðningar í heil-
brigðiskerfinu og í ýmiskonar þjón-
ustu við aldraða og langveika.
Meiri aukning hjá körlum
Samkvæmt tölum stofnunar-
innar hefur atvinnuleitendum fjölgað
úr 5.300 í 8.600 manns eða um 3.300
manns. Það sé 62% aukning. Körlum
hafi fjölgað hlutfallslega meira á at-
vinnuleysisskrá á árinu 2019 en kon-
um. Þannig hafi körlum án vinnu
fjölgað um 74% en konum um 49%.
Athygli vekur að fjölgunin er
mest meðal fólks á fertugsaldri og því
næst hjá fólki á þrítugsaldri.
Það á þátt í þessari tölfræði að
erlendir ríkisborgarar eru fjölmennir
í hópi atvinnulausra.
Þeim hefur þannig fjölgað meira
á atvinnuleysisskrá en íslenskum
ríkisborgurum, eða um 85% borið
saman við 50% fjölgun meðal ís-
lenskra ríkisborgara. Á landinu öllu
er atvinnuleysi meðal erlendra ríkis-
borgara komið í 10% en nálgast 17%
á Suðurnesjum.
Spá auknu atvinnu-
leysi fram á næsta ár
Atvinnuleysi og samband hagvaxtar og fjölgunar starfa
Þróun atvinnuleysis og spá fyrir 2020-2021 Samband hagvaxtar og fjölgunar starfa
2017 2018 2019
Spá: 2020 2021
Hagvöxtur Fjölgun starfa
jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des.
5,5
5,0
4,5
4,0
3,5
3,0
2,5
2,0
1,5
10%
8%
6%
4%
2%
0%
-2%
-4%
-6%
-8%
Gert er ráð fyrir að þróunin næstu
ár verði fremur hefðbundin
WOW air hættir
starfsemi
Meiri aukning í október
og nóvember en venju-
leg árstíðarsveifla
Heimild: Vinnu-
málastofnun
Spá
fyrir
árið
2020
2021
2020
2019
2018
2017
'05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20
Störfum fjölgar jafnan um 0,5% fyrir
hvert prósent hagvaxtar
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Nýtt flutn-ingaskipfélagsins
Smyril Line hefur
nú hafið siglingar
milli Hirtshals í
Danmörku og Þorlákshafnar
með viðkomu í Færeyjum, eins
og greint var frá í Morgun-
blaðinu í gær. Nýja flutn-
ingaskipið nefnist M/V Akra-
nes.
Fyrir siglir flutningaskipið
MS Mykines á milli Þorláks-
hafnar og Rotterdam í Hol-
landi á vegum Smyril Line auk
þess sem fyrirtækið gerir út
farþegaferjuna Norrænu, sem
jafnframt hefur verið notuð til
flutninga.
Þessar siglingar bjóða upp á
margvíslega möguleika. Nú
opnast öflug tenging við Norð-
urlöndin og bætist við teng-
inguna við meginland Evrópu.
Linda Gunnlaugsdóttir,
framkvæmdastjóri Smyril
Line á Íslandi, benti í viðtali í
Morgunblaðinu í gær á að það
tæki stuttan tíma að sigla milli
Hirtshals og Þorlákshafnar.
„Innflytjendur geta látið af-
henda vöru í Hirtshals klukk-
an fjögur á föstudegi og fengið
hana afhenta í vöruhús í
Reykjavík að kvöldi mánu-
dags, eftir að skipið kemur,
eða þriðjudagsmorgni,“ sagði
Linda í fréttinni og bætti við
að þetta kæmi sér ekki síður
vel við útflutning. „Útflytj-
endur hafa nýtt sér hin skipin
okkar sem koma
fiskinum á markað
fyrri hluta vik-
unnar. Nýja skipið
fer frá Þorláks-
höfn að kvöldi
mánudags. Við getum flutt
fiskinn áfram, ef þess er ósk-
að, til afhendingar um alla
Evrópu aðfaranótt föstudags.“
Komið hafa fram fleiri hug-
myndir um að nýta hina stuttu
siglingaleið austur um haf. Í
viðtali við Viðskiptamoggann
árið 2017 fjallaði Hafberg Þór-
isson, garðyrkjumaður og
stofnandi Lambhaga, um
möguleikana, sem siglingar
Smyril Line til Rotterdam
opnuðu, og viðraði hugmyndir
um útflutning í stórum stíl.
„Kannski er þetta arfavitlaus
hugmynd. Við þyrftum að fá
stórt land á Suðurlandi og
myndum þurfa að byggja tugi
hektara af gróðurhúsum,“
sagði hann. Jafn langan tíma
tekur að flytja tómata frá Ís-
landi og frá Spáni. Þar er jafn
dýrt að reisa gróðurhús og
hér, en rafmagnið mun ódýr-
ara hér, eins og Hafberg benti
á. Hann tók einnig til þess að
Hollendingar og Danir fram-
leiddu ekki nóg af salati til að
anna eftirspurn og þyrftu að
flytja mikið inn. „Það er næg
eftirspurn eftir salati á meg-
inlandi Evrópu,“ sagði hann.
Þarna eru að opnast miklir
möguleikar og um að gera að
látið verði á þá reyna.
Frá Þorlákshöfn er
hægt að sigla vörum
á markað með hraði}
Vannýtt tækifæri?
Fregnir af nýrrilungnabólgu-
veiki í Kína, sem
þegar hefur sýkt
um 300 manns og
lagt sex manns í
valinn, vekja eðlilega óhug.
Veiran sem liggur að baki
veikindunum þykir minna um
margt á SARS-veiruna svo-
nefndu, sem olli skæðum far-
aldri á árunum 2002-2003, þó
að hann yrði aldrei eins um-
fangsmikill og óttast var.
Engu að síður sýktust þá rúm-
lega 8.000 manns og 774 létust
í 37 mismunandi ríkjum.
Eitt af því sem stuðlaði að
útbreiðslu SARS-veirunnar
var að kínversk stjórnvöld
voru á þeim tíma ófús til þess
að láta upplýsingar um hana
og tilfelli hennar af hendi. Að
þessu sinni virðist sem kín-
versk stjórnvöld hafi tekið
annan pól í hæðina, en Xi Jinp-
ing, forseti Kína, lýsti því yfir
fyrr í vikunni að brýnt væri að
efla alþjóðlegt samstarf til að
koma í veg fyrir að veikin næði
að dreifa úr sér og að allar
upplýsingar yrðu
að liggja fyrir eins
fljótt og auðið
væri.
Þó að þau um-
mæli Xis verði að
teljast mjög jákvæð hefur
samt ekki verið loku fyrir það
skotið að kínversk stjórnvöld
vilji enn gera minna úr til-
fellum veikinnar en tilefni er
til. Hefur til dæmis verið bent
á að vísindamenn við Imperial
College í Lundúnum áætluðu í
vikunni að smitaðir gætu verið
margfalt fleiri en hinar opin-
beru tölur segja til um.
Ekkert bendir þó enn til
þess að um vísvitandi yfir-
hylmingu sé að ræða, frekar
en t.d. erfiðleika við að greina
og hefta útbreiðslu sjúkdóms-
ins. Þá vekja viðbrögð kín-
verskra stjórnvalda til þessa
vonir um að þau hafi lært af
mistökunum sem gerð voru í
SARS-faraldrinum. Vonandi
verður það til þess að hægt
verði að koma í veg fyrir að
hin nýja veira valdi viðlíka eða
jafnvel enn meiri skaða.
Viðbrögð Kína þurfa
að vera önnur en við
SARS-faraldrinum}
Brýnt að bregðast við
S
tofnun Endurupptökudóms er eitt af
fyrstu málum vorþingsins. Með
stofnun dómsins verða tekin af öll
tvímæli um að dómsvaldið sé ein-
vörðungu á hendi dómara í sam-
ræmi við stjórnarskrá. Úrlausnir dómsins
verða endanlegar.
Sá galli er á núverandi fyrirkomulagi að
nefnd á vegum framkvæmdavaldsins, endur-
upptökunefnd, hefur vald til að heimila endur-
upptöku mála sem dómstólar hafa leyst end-
anlega úr og hrófla þannig við úrlausn
handhafa dómsvaldsins. Þetta fyrirkomulag
stríðir gegn þrígreiningu ríkisvaldsins.
Endurupptökudómur verður skipaður fimm
dómurum. Að meirihluta verður hann skipaður
embættisdómurum frá hverju hinna þriggja
dómstiga. Tveir dómarar verða skipaðir að
undangenginni auglýsingu. Þeir síðarnefndu
munu dæma í öllum málum sem koma inn á borð dóm-
stólsins ásamt einum embættisdómara.
Með frumvarpinu er stefnt að rýmkun skilyrða til end-
urupptöku einkamála. Samkvæmt gildandi lögum þurfa
þrjú skilyrði að vera uppfyllt til þess að mál fáist endur-
upptekið. Tvö þessara skilyrða eru sérstaks eðlis þar sem
leiða verður sterkar líkur að því annars vegar að málsatvik
hafi ekki verið leidd réttilega í ljós þegar málið var til með-
ferðar og hins vegar að ný gögn muni verða til breyttrar
niðurstöðu í mikilvægum atriðum. Þriðja skilyrðið vísar til
þess að önnur atvik mæli með því að leyfi verði veitt, þar á
meðal að stórfelldir hagsmunir aðilans séu í húfi.
Með frumvarpinu er lagt til að nægilegt sé
að öðru hvoru sérstöku skilyrðanna sé full-
nægt til að mál fáist endurupptekið, enda séu
hin almennu skilyrði jafnframt fyrir hendi.
Skilyrðin taka annars vegar til þeirra tilvika
þegar sterkar líkur eru að því leiddar með nýj-
um gögnum eða upplýsingum að málsatvik
hafi ekki verið réttilega leidd í ljós þegar málið
var til meðferðar og aðilanum verði ekki um
það kennt. Hins vegar taka skilyrðin til ann-
arra tilvika en þeirra sem varða málsatvik.
Samkvæmt því nægir að fram hafi komið ný
gögn eða upplýsingar sem sterkar líkur mæla
með að muni breyta fyrri niðurstöðu dóms-
málsins. Með nýjum gögnum eða upplýsingum
í þessum skilningi geta verið úrlausnir al-
þjóðlegra dómstóla á borð við Mannréttinda-
dómstól Evrópu og EFTA-dómstólinn.
Þó að ný gögn eða upplýsingar liggi fyrir
mun það ekki leiða sjálfkrafa til þess að mál verði endur-
upptekið. Alltaf þarf að fara fram gaumgæfilegt mat á því
hvort skilyrði til endurupptöku séu uppfyllt enda dæma ís-
lenskir dómstólar eingöngu á grundvelli íslenskra laga.
Með frumvarpinu um Endurupptökudóm er meg-
inreglan um þrískiptingu ríkisvaldsins fest í sessi og skil-
yrði um endurupptöku dómsmála rýmkuð. Það mikilvæg-
asta er að í þessu felst mikil réttarbót fyrir almenning í
landinu.
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Réttarbót í dómsmálum
Höfundur er dómsmálaráðherra.
aslaugs@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen