Morgunblaðið - 22.01.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.01.2020, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2020 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin ÚTSALAN heldur áfram 30-50%afsláttur Peysur • Bolir • Kjólar Jakkar • Pils • Túnikur Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Tilfellið er að börn eru miklumóttækilegri fyrir slökunheldur en fullorðið fólk.Þau eru ekki með hugann fullan af áhyggjum og lífsins flækj- um sem koma á fullorðinsárum. Þau eru því miklu opnari og mjög fljót að tileinka sér slökun og hugleiðslu, það er að segja ef þetta er kynnt fyr- ir þeim og haldið að þeim. Það þarf að leiða þau inn í þetta,“ segir Eva Rún Þorgeirsdóttir, höfundur bókarinnar Ró, sem er fjölskyldubók um frið og ró. Bókin geymir einfald- ar æfingar fyrir krakka sem kalla fram slökun og innri ró, en bókina byggir Eva á margra ára reynslu af því að kenna börnum jóga, slökun og hugleiðslu. Eva Rún og Bergrún Íris Sævarsdóttir teiknari unnu bókina saman en litríkar vatnslitamyndir prýða bókina. Börn skynja streitu annarra „Ég man þegar ég byrjaði að kenna börnum jóga fyrir um áratug. Þá var ekki mikið um jóganámskeið fyrir börn og ég var oft spurð hvort það væri í alvörunni hægt að kenna börnum að slaka á. Á tímabili kenndi ég sömu hópunum jóga yfir langan tíma í Barnaskóla Hjallastefnunnar og þá sá ég hvað börnin voru flink að ná því að slaka á og hugleiða. Ég sá hvað þetta gaf þeim mikið og hvað þau voru farin að hlakka til að leggj- ast niður og slaka á eða hlusta á hug- leiðslusögu. Þetta snýst um að láta slökun og hugleiðslu verða eðlilegan hluta af lífinu.“ Eva segir að lífs- mynstur fólks í nútímasamfélagi sé orðið þannig að hraði og spenna sé hluti af daglegu lífi barna okkar. „Sífellt fleiri sem ég tala við hafa sömu sögu að segja. Foreldrar eru alveg farin að átta sig á að börn þeirra upplifa streitu, ekkert síður en við fullorðnu sem þurfum að sinna mörgum ólíkum verkefnum á hverjum degi. Allt gerist mjög hratt og það eru miklar kröfur alls staðar. Þetta ástand er samofið samfélaginu og erfitt að leiða þetta allt saman hjá sér. Börn eru líka svo næm, þau eru eins og litlir svampar. Þau horfa á okkur foreldra sína, eða aðrar fyrirmyndir sem eru eldri, og gera eins. Ef það er streita inni á heimilinu skynja þau það og taka það inn á sig. Þess vegna er um að gera að kenna börnum nógu snemma að til- einka sér aðferðir til að róa hugann og láta sér líða vel.“ Þurfum ró í hversdagsleika Eva segir að það sé gott að nota slökun rétt áður en börnin fara að sofa. „Af því að þau eru eins og við, oft uppspennt þegar þau leggjast á koddann og alls ekkert til í að fara að sofa. Það þarf ekkert mikið til að byrja að kalla fram ró hjá þeim. Til dæmis hlusta á rólega tónlist, setja kannski lavenderolíu í vatnsbrúsa og úða þeim ilmi í rýmið, hlusta á eina stutta hugleiðslusögu eða anda djúpt nokkrum sinnum. Ef við byrjum að kynna fyrir börnunum snemma hvernig hægt er að kalla fram innri ró verður þetta eitt af verkfærunum sem þau fara með út í lífið. Það getur líka verið mjög hughreystandi tilfinning að einfaldlega vita að þú getir kallað fram innri ró og látið þér líða vel. Við búum öll yfir þessari innri ró og með slökun og hugleiðslu erum við í raun aðeins að kalla hana fram. Þetta eru engir utanaðkomandi galdrar eða sérstök hæfni sem þarf til að geta gert þetta; allir geta tengt sig svona inn á við. Það þarf aðeins að gefa sér tíma og rúm til þess. En þetta þarf samt að vera meðvituð ákvörðun, því samfélagið býður okk- ur sannarlega ekki mikið upp á rólegheit. Tilgangurinn með bókinni er að hvetja börn og fjölskyldur til þess að kalla fram meiri ró í hvers- dagsleikanum.“ Æfingin skapar meistarann Eva segir að það sé hægt að kynna hugleiðslu fyrir börnum þeg- ar þau eru mjög ung. „Ég hef mest unnið með börn- um frá fimm ára aldri en ég veit að mjög margir leikskólar hafa unnið með slökun og hugleiðslu með krökkum allt niður í tveggja ára. Þá eru til dæmis gerðar örstuttar æf- ingar í að anda djúpt og leggjast nið- ur í smá stund. Ég á sjálf fjögur börn og hef notað slökun og hugleiðslu mjög mikið heima hjá mér. Einnig er mikilvægt að muna að til að kalla fram ró þarf ekki endilega að taka frá tuttugu mínútur eða hálftíma, það er alveg nóg að taka frá nokkrar mínútur til að anda djúpt eða gera örstutta slökun. Allt telur og þeim mun oftar sem við leitum í ró, þeim mun betur gengur það hjá okkur. Eins og svo oft skapar æfingin meistarann.“ Engir utanaðkomandi galdrar Börn upplifa streitu ekkert síður en hinir full- orðnu. Allt gerist mjög hratt í nútímasamfélagi og víða miklar kröfur. Því er gott að kenna börnum nógu snemma að tileinka sér aðferðir til að róa hugann. Morgunblaðið/Eggert Anda rólega Hér má sjá eina opnu úr fjölskyldubókinni um frið og ró. Vinkonur Eva Rún (sú dökk- hærða t.h.) og Bergrún Íris teiknari unnu bókina saman. Á kaffistundunum Borgarbókasafns- ins er komið víða við, hvort sem það er handverk, bókmenntir, heimspeki eða þjóðlegur fróðleikur, svo fátt eitt sé nefnt. Góðir gestir koma og kynna hugðarefni sín í máli og myndum auk þess sem áheyrendur taka virkan þátt í umræðunum. Hún Gunna Stella ætl- ar að vera með lífsstílskaffi í bóka- safninu í Sólheimum í Reykjavík á morgun fimmtudag 23. jan. kl. 17.30. Hún kallar erindi sitt Einfaldara líf, en Gunna Stella er heilsumarkþjálfi, kennari og fyrirlesari sem sérhæfir sig í því að hjálpa einstaklingum að minnka hraðann, njóta lífsins og finna leiðir til að einfalda lífið, heilsuna og heimilið. Í tilkynningu kemur fram að Gunna Stella sé fjögurra barna móðir og eig- inkona sem búsett er á Selfossi. Hún miðlar eigin reynslu og aðstoðar ein- staklinga við að breyta hugarfari sínu, auka sjálfstraust, einblína á nærandi mataræði, læra tímastjórnun, auka jafnvægi og tileinka sér einfaldara líf. Allir eru velkomnir á lífsstílskaffið með Gunnu Stellu á morgun í Sól- heimasafni og að sjálfsögðu verður heitt á könnunni. Lífsstílskaffi í Sólaheimasafni á morgun, fimmtudag Gunna Stella hjálpar fólki að finna leiðir til að einfalda lífið Gunna Stella Hún er heilsumarkþjálfi, kennari og fyrirlesari með meiru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.