Morgunblaðið - 22.01.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.01.2020, Blaðsíða 26
EM 2020 Kristján Jónsson kris@mbl.is Ekki tókst Íslendingum að stöðva Norðmenn á EM karla í handknatt- leik þegar liðin mættust í milliriðli II í Malmö í gær. Noregur sigraði 31:28 og hefur liðið þá unnið alla sex leiki sína á mótinu. Norska liðið er komið í undanúrslit í fjórða skipti á síðustu fimm stórmótum. Möguleiki Íslands á að ná inn í undankeppni Ólympíuleikanna er svo gott sem úr sögunni. Síðasta hálmstráið væri ef Slóvenía eða Ung- verjaland fer alla leið og verður Evr- ópumeistari en ljóst er að Ísland hafnar alla vega fyrir neðan þessar þjóðir í milliriðlinum. Ísland tapaði innbyrðisviðureign gegn báðum þess- um þjóðum. Norðmönnum hefur gengið illa gegn Íslendingum á stórmótum en voru eldsnöggir að hrista af sér takið sem Íslendingar hafa haft á þeim síð- asta áratuginn. Þeir komust í 7:0 og fyrsta mark Íslands kom ekki fyrr en eftir liðlega níu mínútna leika. Lands- liðsþjálfarinn Guðmundur Guð- mundsson sagði í viðtölum að leikn- um loknum að „byrjunin í leiknum hefði verið þeim til skammar.“ Gefur sú skoðun þjálfarans ef til vill best til kynna hversu slakt íslenska liðið var í vörn og sókn á upphafskaflanum. Norðmenn voru miklu öflugri í bæði vörn og sókn til að byrja með. Sóknir íslenska liðsins voru hægar og þar af leiðandi gekk ekkert að opna vörn Noregs. Enduðu sóknirnar með því að reynt var að troða boltanum inn á línuna eða skotið var fyrir utan punktalínu í millihæð á hinn snjalla markvörð Norðmanna: Torbjörn Bergerud. Nokkuð sem má einmitt ekki gerast gegn liði eins og Noregi sem getur keyrt hratt fram og skorað mörg mörk á skömmum tíma. Ef Ís- landi tókst hins vegar að stilla upp í vörn þá tóku Norðmenn sér aftur á móti góðan tíma í sóknaraðgerðir sín- ar og reyndi þá á þolinmæði okkar manna í vörninni. 7:0 fyrir Noreg Að loknum fyrri hálfleik var staðan 19:12 fyrir Noreg og höfðu liðin því skorað sitt hvor tólf mörkin eftir 7:0 upphafskaflann. „Þetta var full rausnarleg forgjöf,“ sagði samstarfs- maður minn á þeim tímapunkti. Aldr- ei virðist vera hægt að sjá fyrir hverju íslenska landsliðið tekur upp á í leikjum á stórmótum. En yfirleitt má treysta því að menn játi sig ekki sigraða fyrr en flautað er af. Jafnvel þótt illa gangi. Íslendingar léku mun betur í síðari hálfleik. Yngstu mennirnir í liðinu, Viktor Gísli Hallgrímsson og Haukur Þrastarson, léku um þrjá fjórðu hluta leiksins og stóðu sig fyrir sínu. Viktor varði frábærlega í upphafi síðari hálf- leiks og kveikti von um að Ísland gæti mögulega unnið muninn upp. Þegar korter var liðið af leiknum kom Haukur inn á miðjuna með Ólaf Guð- munds og Viggó sitt hvorum megin við sig. Léku þeir fyrir utan í sókninni það sem eftir lifði leiks að lang- stærstu leyti. Ólafur þrumaði knett- inum nokkrum sinnum í netið fyrir utan punktalínu og var bestur ís- lensku útileikmannanna en Viktor var valinn maður leiksins af móts- höldurum. Í síðari hálfleik var vörnin einnig miklu betri en í þeim fyrri en þar stóðu Elvar Örn og Ýmir vaktina sem fyrr. Þrátt fyrir góðan vilja tókst ís- lenska liðinu ekki að hleypa mikilli spennu í leikinn því munurinn varð aldrei minni en þrjú mörk. Alla vega ekki svo mikilli að Norðmenn gætu farið á taugum. En Íslendingar fengu tækifæri til að minnka muninn niður í tvö mörk þegar tíu mínútur voru eftir. Vitaskuld hefði slík staða getað orðið áhugaverð. Leikið gegn Svíum í dag Norðmenn eru fullir sjálfstrausts á sinni sigurgöngu og það síðasta sem mátti gerast var að þeir fengju óska- byrjun í þessum leik. Sú varð því mið- ur raunin og þeir hafa landað sigrum gegn bæði Svíum og Íslendingum í síðustu leikjum með því að verja for- skot þótt þeir hafi lent í smá ströggli. Keppni í milliriðlum lýkur í dag og Íslandi mætir þá gestgjöfunum Sví- um en liðin eru bæði með 2 stig. Nor- egur mætir Slóveníu í rimmu um efsta sætið. Þá skýrist hvort Ísland muni leika um sæti í Stokkhólmi á laugardag eða ekki en þangað fara sex efstu liðin í mótinu. Líkurnar á því eru litlar. Forgjöfin var full- rausnarleg  Íslendingar stöðvuðu ekki sigur- göngu Norðmanna á EM í Malmö 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2020 England Everton – Newcastle............................... 2:2  Gylfi Þór Sigurðsson lék ekki með Ever- ton vegna meiðsla. Bournemouth – Brighton ........................ 3:1 Aston Villa – Watford .............................. 2:1 Crystal Palace – Southampton ............... 0:2 Sheffield Utd – Manchester City............ 0:1 Chelsea – Arsenal..................................... 2:2 Staðan: Liverpool 22 21 1 0 52:14 64 Manch.City 24 16 3 5 65:27 51 Leicester 23 14 3 6 48:23 45 Chelsea 24 12 4 8 41:32 40 Manch.Utd 23 9 7 7 36:27 34 Wolves 23 8 10 5 34:30 34 Sheffield Utd 24 8 9 7 25:23 33 Tottenham 23 8 7 8 36:31 31 Southampton 24 9 4 11 31:42 31 Arsenal 24 6 12 6 32:34 30 Crystal Palace 24 7 9 8 22:28 30 Everton 24 8 6 10 28:35 30 Newcastle 24 8 6 10 24:36 30 Burnley 23 8 3 12 26:38 27 Brighton 24 6 7 11 27:34 25 Aston Villa 24 7 4 13 31:45 25 West Ham 22 6 5 11 26:34 23 Bournemouth 24 6 5 13 23:37 23 Watford 24 5 8 11 21:36 23 Norwich 23 4 5 14 23:45 17 B-deild: Barnsley – Preston................................... 0:3 Middlesbrough – Birmingham................ 1:1 Holland Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: TOP Oss – AZ Alkmaar .......................... 0:2  Albert Guðmundsson hjá AZ er frá keppni vegna meiðsla. Alþjóðlegt mót U17 karla Leikið í Hvíta-Rússlandi: Georgía – Ísland ...................................... 1:0 Ísland er án stiga eftir tvo leiki og mætir Ísrael á morgun.  EM karla 2020 MILLIRIÐILL I, Vín: Staðan: Spánn 4 4 0 0 131:105 8 Króatía 4 4 0 0 105:91 8 Þýskaland 4 2 0 2 115:103 4 Austurríki 4 1 0 3 103:120 2 Hvíta-Rússland 4 1 0 3 102:124 2 Tékkland 4 0 0 4 100:113 0 Lokaumferðin í dag: 15.00 Króatía – Spánn 17.15 Hvíta-Rússland – Austurríki 19.30 Tékkland – Þýskaland MILLIRIÐILL II, Malmö: Portúgal – Slóvenía .............................. 24:29 Noregur – Ísland .................................. 31:28 Ungverjaland – Svíþjóð ...................... 18:24  Kristján Andrésson þjálfar Svíþjóð. Staðan: Noregur 4 4 0 0 124:105 8 Slóvenía 4 3 0 1 108:99 6 Ungverjaland 4 2 0 2 100:106 4 Portúgal 4 1 0 3 112:116 2 Ísland 4 1 0 3 101:110 2 Svíþjóð 4 1 0 3 88:97 2 Lokaumferðin í dag: 15.00 Portúgal – Ungverjaland 17.15 Noregur – Slóvenía 19.30 Ísland – Svíþjóð Asíumót karla Leikið í Kúveit: 8-liða úrslit, riðlakeppni: Barein – Japan..................................... 23:25  Aron Kristjánsson þjálfar Barein.  Dagur Sigurðsson þjálfar Japan.  Japan 4, Barein 2 stig, Sameinuðu fursta- dæmin 2, Sádi-Arabía 0.   Geysisbikar karla 8-liða úrslit: Tindastóll – Þór Ak .............................. 99:69  Tindastóll mætir Stjörnunni í undanúr- slitum keppninnar. Meistaradeild Evrópu Dijon – Zaragoza............................... 73:105  Tryggvi Snær Hlinason skoraði 5 stig fyrir Zaragoza og tók 3 fráköst en hann lék í níu mínútur. NBA-deildin Miami – Sacramento................ (frl.) 118:113 Milwaukee – Chicago ......................... 111:98 Houston – Oklahoma City ............... 107:112 Charlotte – Orlando ........................... 83:106 Memphis – New Orleans ................. 116:126 Cleveland – New York ....................... 86:106 Washington – Detroit....................... 106:100 Atlanta – Toronto ............................. 117:122 Brooklyn – Philadelphia .................. 111:117 Boston – LA Lakers......................... 139:107 Minnesota – Denver ......................... 100:107 Utah – Indiana.................................... 118:88 Phoenix – San Antonio..................... 118:120 Portland – Golden State.......... (frl.) 129:124   Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Tíu leikmenn Arsenal sýndu mikla seiglu í gærkvöld þegar þeir jöfn- uðu metin tvívegis, einum manni færri, og gerðu jafntefli, 2:2, við Chelsea í bráðskemmtilegum leik á Stamford Bridge í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu. David Luiz, miðvörður Arsenal og fyrrverandi leikmaður Chelsea, fékk rauða spjaldið eftir tæpan hálftíma og Chelsea fékk víta- spyrnu sem Jorginho skoraði úr. Gabriel Martinelli jafnaði fyrir Arsenal eftir glæsilegan sprett upp völlinn á 63. mínútu. Chelsea virtist vera með sigurinn í hendi sér eftir að César Azpilicueta skoraði á 84. mínútu en Héctor Bellerín jafnaði fyrir Arsenal þremur mínútum síðar og þar við sat.  Sergio Agüero tryggði Man- chester City útisigur á Sheffield United, 1:0, með marki á 73. mín- útu, nýkominn inn á sem varamað- ur. City náði þar með að minnka forskot Liverpool niður í 13 stig en Liverpool á hinsvegar tvo leiki til góða.  Gylfi Þór Sigurðsson var fjarri góðu gamni vegna meiðsla þegar lið hans Everton missti sig- ur úr höndunum á sér á ótrúlegan hátt gegn Newcastle. Everton var í þægilegri stöðu eftir mörk frá Moise Kean og Dominic Calvert- Lewin en í uppbótartímanum skoraði Florian Lejeune tvívegis fyrir Newcastle og jafnaði, 2:2.  Ezri Konsa kom Aston Villa úr fallsæti með því að skora sig- urmark gegn Watford, 2:1, í upp- bótartíma. Þar með féll Watford aftur niður í fallsæti eftir mikla siglingu í síðustu leikjum. Seigla í Arsenal á Stamford AFP Undrandi Stuart Atwell dómari sýnir David Luiz, varnarmanni Arsenal, rauða spjaldið á Stamford Bridge.  Jafnaði metin í tvígang eftir að David Luiz fékk rauða spjaldið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.