Morgunblaðið - 02.01.2020, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 02.01.2020, Qupperneq 2
Þ að eru fjölmargir staddir í sömu sporum akkúrat á þessum tíma ársins. Margir kannski búnir að hafa það aðeins of náð- ugt, borða og drekka aðeins of mikið og nú tekur grár hversdags- leikinn við. Það gerir lítið fyrir ásjónu okkar að hakka í okkur sætindi og reykt kjöt. Þetta vitum við vel en það er bara svo freistandi að gera vel við sig einu sinni á ári. Það eru náttúrulega ekki alltaf jól. Auðvitað er það allt í lagi. Ef við tökum mikið út úr gleðibankanum þurfum við að leggja aftur inn til að ná jafnvægi. Það sama á við um matinn. Þegar við borðum of mikið marga daga í röð þurfum við að taka einn mánuð eða jafnvel tvo í að núllstillast. Borða minna og hreinna til að komast í fyrra horf. Algengt er að fólk þyngist um fimm kíló um jólin og þó svo að fólk eigi kannski ekki að vera með vigtina á heilanum þá er hún einhverskonar mælikvarði á hvar við erum stödd. Auðvitað eru vöðvar þyngri en fita og allt það en vigtin samt sem áður er eins og klukka. Hún á ekki að stjórna okkur en það er ágætt að vita hver staðan er. En það er ekki bara sælgætisát sem fer með heilsu okkar. Sérfræð- ingar hafa miklar áhyggjur af þróun mataræðis fólks og þá sér í lagi alla inntökuna á fæðubótarefnum sem lítið sem ekkert eftirlit er með. Fólki, sem vill ná árangri í ræktinni, er talin trú um að það nái ekki að komast í „form“ nema með hjálp efna eins og „pre-workouti“, próteindufti og jafnvel sterum. Í þessu blaði er viðtal við Tómas Þór Ágústsson, sér- fræðilækni í innkirtlalækningum, sem starfar einnig hjá Lyfjaeftirliti Íslands. Hann segir að ástandið á Landspít- alanum sé alvarlegt því þangað leiti margir með brenglaða hormónastarfsemi eftir að hafa tekið inn mikið af fæðubót- arefnum. Það að rugla í hormónastarfsemi hefur víðtæk áhrif á heilsu fólks en eitt af því sem karlmenn geta upp- lifað er getuleysi. Lítið eftirlit er með fæðubótarefnum á Íslandi vegna þess að þau falla á milli flokka. Þau flokkast ekki undir lyfjaeftirlit og heldur ekki undir matvælaeftirlit. Í mörgum fæðubót- arefnum eru alls konar efni sem fólk ætti aldrei undir nokkr- um kringumstæðum að taka inn. Inntaka á fæðubótarefnum hefur ekki bara áhrif á horm- ónastarfsemi líkamans heldur geta þessi efni haft áhrif á lifr- ar- og nýrnastarfsemi. Fólk sem tekur inn fæðubótarefni í útlitsbætandi tilgangi ætti að kynna sér þetta betur því um leið og við ruglum í starfsemi lifrar og nýrna sést það gjarn- an á andliti fólks. Tómas segir að stóra vandamálið sé að fólk veit ekkert hvað það er að nota. Hann bendir á að fólk taki inn þessi efni því þau séu markaðssett af fólki sem eru fyrirmyndir í samfélaginu. „Sumar þeirra fyrirmynda hreysti og heilsu sem eru mest áberandi í ís- lensku samfélagi í dag eru því miður hluti vandans. Ekki síst með tilkomu samfélagsmiðla er ungt fólk stöðugt baðað í myndum og sögum af fólki, sem hefði nú þótt ansi undarlegt í út- liti fyrir nokkrum áratugum,“ segir Tómas. Það er auðvitað mjög alvarlegt að fólk kaupi efni í blindni og taki þau inn. Enda er lítið vit í því að líta út eins og Ken hennar Barbie-ar ef þú nærð honum ekki upp! Hvað er góð heilsa fyrir þig? „Það er að vera hraustur og líða vel. Ég held reyndar, því miður, að alltof margir hugi ekki að heilsunni fyrr en hún fer að klikka en hún er það dýrmætasta sem við eig- um.“ Hvernig viðheldur þú heilbrigði í þínu lífi? „Ég reyni að drekka nóg af vatni og borða ekki alltof mikið af nammi en ég er reyndar agaleg þegar kemur að þessum málum og borða alltof mikið af óhollu. Mér finnst gott að fara í göngutúra og sund, ég er samt mest að vinna með heita og kalda pottinn og syndi eiginlega aldrei.“ Áttu uppáhaldsæfingar að gera? „Við íþróttir höfum aldrei átt neina sérstaka samleið en eftir að ég átti yngri dóttur mína fór ég í Mömmu fit í Granda 101 og fann í fyrsta skipti æf- ingar sem mér finnast skemmtilegar. Ég er að stefna að því að byrja í venjulegum tímum í crossfit þeg- ar ég fer aftur að vinna.“ Hvað æfðir þú í æsku? „Ég æfði aldrei neitt, mér fannst allar íþróttir leið- inlegar og var eiginlega alltaf sykur og súkkulaði í öllum leikjum sem innihéldu of mikla hreyfingu. Ég er ekki með neitt keppnisskap þegar kemur að íþróttum, ef ég fer út að hlaupa og er þreytt þá bara sest ég niður á einhvern bekk og fer að spjalla við fólk. Ég hljóp hins vegar 10 kílómetra í fyrsta skipti í sumar í Reykjavíkurmaraþoninu en þá hafði ég aldrei hlaupið meira en 3 km þannig að það er aldrei að vita nema þetta komi með hækkandi aldri.“ Hvaða æfingar gerir þú aldrei? „Þær eru nú ansi margar, þetta ætti eiginlega að vera: hvaða æfingar gerirðu! Leiðinlegasta æfingin er allavega armbeygj- ur.“ Hvað er besta heilsuráð sem þú hefur fengið? „Drekka nóg af vatni! Ég finn mikinn mun á mér ef ég gleymi því. Vatn er allra meina bót.“ Hvernig ferðu að því að vera í svona góðu formi? „Ég er reyndar ekkert í sérstaklega í góðu formi en ég stefni sko auð- vitað á toppform 2020! Við stefnum á að gifta okkur á árinu og hver veit nema maður taki sig nú kannski aðeins taki fyrir það, reyni allavega að mæta í rækt- ina. Þegar ég mæti í ræktina er ég nefni- lega yfirleitt meira bara að fá mér kaffi og spjalla við fólk en minna að gera eitt- hvað af viti.“ Hvað borðar þú í morgunmat? „Yfirleitt ekki neitt nema kaffi, stundum reyndar fæ ég mér eitthvað í bakaríinu ef ég er í stuði.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Það er enginn einn réttur, ég fæ reglulega æði fyr- ir einhverju og borða mjög mikið af því í einhvern tíma og svo fæ ég algjört ógeð og eitthvað nýtt tekur við.“ Hvað dreymir þig um að gerist á nýju ári? „Bara að allir verði glaðir og góðir hver við annan. Fólk má endilega röfla minna og hafa aðeins meira gaman af lífinu svona almennt. Það tekur því ekki að vera alltaf fúll, lífið er svo stutt.“ Hver er uppáhaldsveitingastaðurinn? „Ég fæ æði fyrir stöðum og borða þá mikið þar. Ég bý í Vest- urbænum og er svo heppin að vera með marga góða veit- ingastaði í göngufjarlægð. Núna eru Chido og Zorbian Hot í mestu uppáhaldi.“ „Minna röfl og meira stuð á nýju ári“ Viktoría er dugleg að drekka vatn. Unsplash Viktoría er á því að heilsan skipti öllu máli í lífinu. Viktoría kann vel að meta að vera með börnunum og fjölskyldu. Viktoría Hermannsdóttir fjölmiðlakona er sannkallaður fagurkeri. Hún segir heilsuna það dýrmætasta sem við eigum. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is L jó s m y n d /T h in k s to c k Ljósmynd/Thinkstock Viktoría ætlar að taka á því í ræktinni á nýju ári. 2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2020 Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Marta María Jónasdóttir mm@mbl.is, Elínrós Líndal elinros@mbl.is Auglýsingar Katrín Theódórsdóttirkata@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Forsíðumyndina tók Árni Sæberg Marta María Jónasdóttir Þegar Ken varð getulaus!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.