Morgunblaðið - 02.01.2020, Side 4

Morgunblaðið - 02.01.2020, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2020 ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 42 04 0 04 .2 00 8 H vernig hugsar þú um heils- una? „Ég er engin öfgakona í þessu og ferleg meðaljóna. En reyni að hreyfa mig vel, borða nokkuð skynsamlega, sofa almennilega og tapa mér helst ekki í stressi og streitu. Þetta gengur alls ekkert alltaf og sjaldnast allt í einu en þá er það bara allt í lagi líka.“ Stundar þú líkamsrækt? „Já, ég blanda saman hot yoga, skokki, fjallgöngum og hjólreiðum. Svo reyni ég að labba sem allra mest, stend fastar á því en fótunum að slíkt sé launað.“ Ef svo er hvað æfir þú oft í viku og lengi? „Allur gangur á því en ég reyni að fara flesta morgna fyrir vinnu og miða við klukkustund. Þetta er þó ekkert heilagt og getur bæði skroppið saman og stækkað eft- ir aðstæðum.“ Hvernig hugsar þú um mataræðið? „Ég skipti yfir í plöntumiðað fæði í byrj- un þessa árs og er alsæl með þá breytingu. Annars reyni ég bara mitt allra besta við að hafa þetta nokkuð fjölbreytt, sem er mikil áskorun þar sem ég gæti lifað á hrökk- brauði með hummus eða súkkulaðirúsínum út í eitt.“ Hvað skiptir þig mestu máli þegar mat- aræði er annars vegar? „Að hægt sé að borða með nokkuð hreinni samvisku á flesta kanta. En auðvitað skiptir líka miklu mali að maturinn sé bragðgóður og úr nokkuð góðu hráefni.“ Hvert er besta bjútítrix allra tíma? „Að líða vel hvað svo sem veldur því. Stundum er það samt ekkert hægt og þá segi ég að gott hláturskast sé ákjósanleg skammtímalausn í það minnsta.“ Hvað gerir þú til að láta þér líða betur? „Það er pínu misjafnt. Stundum er það að hendast ein á fjall með Í ljósi sögunnar í eyrunum og stundum er það að vera heima í kósýgallanum með engin göfugri markmið en að baka strangheiðarlega súkkulaðiköku með sex ára syni mínum. Hvort tveggja er skothelt.“ Reynir að tapa sér ekki í stressi eða streitu Guðrún Ansnes, almanna- tengslastjóri hjá Ampere, hugs- ar vel um heilsuna. Eitt af því besta sem hún gerir er að fara ein á fjall og hlusta á útvarps- þátt Veru Illugadóttur á meðan. Marta María|mm@mbl.is Guðrún er hér ásamt sex ára syni sínum. Guðrún Ansnes hugsar vel um heilsuna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.