Morgunblaðið - 02.01.2020, Qupperneq 6
H
ver hefur ekki lent í því að fara út að hlaupa í
íþróttabuxum sem rúllast alltaf niður og í
stað þess að öll athyglin sé á hreyfingunni
fer meðvitundin í það að hífa upp íþróttabux-
ur. Ef þú kýst að æfa í buxum og topp skiptir
máli að þessar tvær flíkur tali saman svo þú notir ekki
orkuna í að toga toppinn niður eða bux-
urnar upp.
Þess vegna getur verið mjög þægilegt
að vera í samfestingi í leikfimi. Í sam-
festingi þarftu ekkert að hugsa um hvort
belgurinn sé að sleppa laus heldur er
hann pikkfastur inni í gallanum. Í fyrra kynntist
ég íþróttamerki sem heitir Sweaty Betty. Vin-
kona mín sem býr í Lundúnum dró mig inn í
samnefnda verslun og sagði að þarna væru sér-
lega góðar flíkur sem hentuðu vel til íþróttaiðk-
unar. Þar féll ég fyrir samfestingi, renndi kort-
inu í gegn en þegar heim var komið versnaði í
því. Ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að klæðast
honum því mér fannst ég ekki nógu lekker eitt-
hvað. Kannski fannst mér samfestingurinn sýna
sköpunarverk guðs aðeins of vel.
Eftir nokkra mánuði ákvað ég að sleppa tök-
unum. Ég hugsaði með mér, ef ég nota hann ekki
núna þá er ekki séns að ég verði eitthvað ánægð-
ari með mig í honum eftir 20 ár. Er ekki alltaf
verið að hamra á því við mann að lífið sé núna?
Síðan í haust hef ég stundað Infra Power hjá
Önnu Eiríksdóttur í Hreyfingu af fullum krafti. Í
æfingunum, sem eru mjög krefjandi, hefur sam-
festingurinn komið að góðum notum. Eftir rosa-
legar bjölluæfingar koma kannski 20 froskahopp
og svo „burpees“, hnébeygjur, armbeygjur og fjallaklifur. Allt þetta
er iðkað í 34° heitum sal. Vömbin er því bara kyrr inni í samfest-
ingnum meðan öll þessi ósköp ganga yfir. Einn daginn tók ég svo
eftir því að vömbin hafði rýrnað aðeins eftir öll froskahoppin, bjöll-
urnar og stuðið. Það að keyra upp hámarkspúls tvisvar í viku skilar
árangri þótt það sé ekki verið að gera neitt annað með nema kannski
slaka á með flothettu og fara út í göngutúra. Það að æfa í hádeginu
tvisvar í viku og reyna svona mikið á sig hefur þó einn ókost. Húðlit-
urinn breytist úr ljósum í dökkrauðan og stundum jafnar húðlit-
urinn sig ekki fyrr en um kaffileytið. Hégóminn þarf því að víkja fyr-
ir heilsunni.
Það að æfa tvisvar í viku skilar
árangri ef púlsinn er keyrður
upp í hæstu hæðir í hverjum
tíma.
Ef þú vilt hafa
bert á milli þá
er lína Alex-
ander Wang
fyrir Adidas
frekar hress-
andi. Þessi
föt fást á
www.net-a-
porter.com.
Hégóminn
víkur fyrir
heilsunni
Þessi samfest-
ingur er frá
Koral og fæst
á www.net-a-
porter.com.
Í Infra Power eru notuð lóð og
bjöllur til að ná hámarksárangri.
Margir sækjast eftir því að vera þokkalega
útlítandi í ræktinni og þá koma góð leikfim-
isföt eins og himnasending. Góð íþróttaföt
hafa þó að geyma fleiri kosti en að vera fal-
leg og þægileg. Þau þurfa að vera þannig
að manneskjan geti verið frjáls.
Marta María | mm@mbl.is
Þessi íþróttaföt eru frá Koral og fást
á www.net-a-porter.com.
Sweaty Betty býr til fá-
ránlega góð íþróttaföt.
Hér eru samfestingar
sem hægt er að kaupa
á vefsíðu fyrirtækisins.
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2020
HREINT
MATARÆÐI
hre ins ikúr inn
Leiðbeinandi: Guðrún Bergmann
Fullbókað: 7. janúar 2020
10% afsláttur ef þú skráir þig á
námskeiðið 20. janúar fyrir 6. janúar
Meira en
1.700 ánægðir
þátttakendur
á tæpum
5 árum!
Skráning áwww.gudrunbergmann.is