Morgunblaðið - 02.01.2020, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2020
Gæðavörur
í umhverfisvænum
umbúðum
Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com,
kajaorganic@gmail.com
Hollt, bragðgott og þæginlegt
Vegan - Keto - Pascaterian - Glutenlaust
Sölustaðir: Hagkaup, Melabúð, Fjarðarkaup og Matarbúr Kaju Akranes
S
igurborg er glæsileg í flugfreyjubúningnum sín-
um og ótrúlegt að hugsa til þess að þessi flotta
kona hafi einhvern tímann litið öðruvísi út. Hún
hefur á undanförnum árum farið niður um tvær
kjólastærðir og er um þessar mundir að fara nið-
ur um eina stærð í búningnum sínum.
Enda hefur hún aldrei verið í betra formi.
„Upphafið að því að ég setti fókusinn á heilsuna má rekja
til þess að ég lenti í slysi fyrir tæpum tveimur árum. Þá
brotnaði ég á fæti. Í kjölfarið mátti ég ekki stíga í fótinn í
þrjá mánuði. Ég ætlaði svo sannarlega ekki að þyngjast á
þessu tímabili en upplifði mig mjög vanmáttuga heilsufars-
lega. Ég hafði í gegnum árin borðað það sem hendi var
næst, sett bæði fjölskyldu og vinnu fram fyrir mínar eigin
þarfir og var orðin verulega ósátt við heilsu mína og þyngd-
ina að sama skapi.“
Eðalþjálfun skiptir miklu máli
Sigurborg hafði alltaf stundað líkamsrækt með reglulegu
millibili en upplifði mjög mikið frelsi í kjölfar þess að skoða
allar hliðar er viðkoma því að vera í góðu formi.
„Ég skráði mig í eðalþjálfun hjá Önnu Eiríksdóttur í
Hreyfingu. Hún er með tíma á hverjum morgni klukkan
9:30. Tímarnir eru fjölbreyttir þar sem við lyftum, hjólum og
iðkum svokallað hotfitness svo eitthvað sé nefnt. Anna er
náttúrlega frábær og veitir okkur einstakt aðhald, bæði þeg-
ar kemur að þessu líkamlega, en ekki síður andlega hlut-
anum og því hvað við borðum.“
Sigurborg segir að í gegnum þjálfunina hjá Önnu hafi hún
kynnst fjölmörgum einstaklingum sem halda hópinn og séu
stór hluti af því að það er spennandi að vakna hvern morgun
og fara í ræktina.
„Ég fer í tíma alla daga sem ég er ekki að fljúga. Ég vakna
þá hvern morgun, kem drengjunum mínum í skólann og fæ
mér síðan kaffibolla og fer síðan af stað að hreyfa mig.“
Var alltaf að hugsa um aðra
Eitt af því sem Sigurborg kann hvað best við er allt það
aðhald sem hópnum er sýnt utan tímanna.
„Anna sendir upplýsingar um mataræði. Síðan eru auka-
verkefnin hjá henni einnig mjög hvetjandi. Með þessi móti
hef ég getað unnið mig í frábært form, af stað sem ég ætlaði
svo sannarlega ekki að lenda á.“
Hvernig lýsirðu forminu sem þú varst í á sínum tíma?
„Ég var ekki á góðum stað þyngdarlega. Mér leið kannski
ekki illa, en ég vissi að ef ég ætlaði að vera til staðar fyrir
börnin mín í lengri tíma þyrfti ég að skoða þessi hluti upp á
nýtt. Það er svo auðvelt að setja bara eitthvað ofan í sig þeg-
ar maður er alltaf að spá í aðra frekar en sig sjálfan. Ég er á
því í dag að til þess að ná árangri í lífinu á þessu sviði verði
maður að gera það af algjörlega heilum hug.“
Sigurborg er fjörutíu og sjö ára og hefur losnað við tutt-
ugu kíló frá því hún byrjaði á námskeiðinu.
„Í dag líður mér alveg rosalega vel. Ég er fyrirmynd
barna minna bæði í hreyfingu og mataræði. Síðan er ég
mjög þakklát fyrir að eiginmaður minn skellti sér bara með
mér í þetta átak. Hann er búinn að missa svipað mörg kíló
og ég og er í frábæru formi líka.“
Hvað gerðir þú tengt mataræðinu í byrjun?
„Fyrst tók ég út allan sykur og hveiti. Ég vandi mig á að
borða hreinna fæði og lagði mikið upp úr því að elda allan
mat frá grunni. Meginuppistaðan í matnum var grænmeti.
Ég borða í dag nánast eingöngu mat sem mér líður vel af.“
Allt byggist á ákvörðun um betra líf
Sigurborg viðurkennir að það hafi verið áskorun í
upphafi að sneiða hjá sykri. Enda sé sykur mjög ávana-
bindandi og að finna í mörgum matvælum.
„Lykilatriðið í þessu öllu er að taka ákvörðun um
breytt og betra líf og fylgja því síðan eftir.
Í dag borða ég aðeins sykur, en ekki í sama mæli og ég
„Ákvað að
setja sjálfa mig
í fyrsta sætið“
Sigurborg Pálína Hermannsdóttir flugfreyja hefur sjaldan verið í betra
formi en núna. Hún hefur lést um 20 kg og æfir daglega. Með því að setja
sig í fyrsta sæti getur hún verið betur til staðar fyrir aðra líka.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Sigurborg Pálína hefur
sjaldan eða aldrei verið í
eins góðu formi og núna.