Morgunblaðið - 02.01.2020, Síða 19

Morgunblaðið - 02.01.2020, Síða 19
FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2020 MORGUNBLAÐIÐ 19 Viltu gerast vinur JSB? Danslistarskóli JSB er á facebook Danslistarskóli JSB er samstarfsaðili að Frístundakorti Reykjavíkurborgar Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Nám og kennsla Danslistarskóli JSB er viðurkenndur af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem listdansskóli á grunn- og framhaldsskólastigi. Nánari upplýsingar um nám við skólann er að finna á www.jsb.is undir Danslistarskóli JSB. Kennslustaður: Danslistarskóli JSB í Reykjavík, Lágmúla 9. E F L IR / H N O T S K Ó G U R Kennsla á vorönn hefst mánudaginn 6. janúar. Innritun stendur yfir á jsb.is. Nánari upplýsingar í síma 581 3730. Jazzballett Skemmtilegt og fjölbreytt dansnám fyrir stelpur og stráka frá 6 ára aldri. Í boði eru byrjenda- og framhaldshópar á aldrinum 6-7 ára, 8-9 ára, 10-12 ára, 13-15 ára og 16 ára og eldri. Uppbyggileg dansþjálfun sem veitir nemendum útrás fyrir dans- og sköpunargleði. Unnið er með fjölbreytta tónlist í tímum. Frábært dansnám sem eflir og styrkir nemendur, bæði líkamlega og andlega. Forskóli fyrir 3-5 ára Skemmtilegt og þroskandi dansnám fyrir börn á aldrinum 3-5 ára. Dansgleði og hreyfifærni nemenda virkjuð í gegnum dans og leiki. Kennt er 1x í viku. Gleðilegt nýtt dansár! Innritun fyrir vorönn stendur yfir á www.jsb.is gerði áður. Ég er lítið fyrir öfgar, eða boð og bönn. Ég mæli hins vegar með því fyrir alla að prófa að taka út sykur og hveiti til að núllstilla sig og setja þessar vörur síðan bara inn í mataræðið aftur í hófi.“ Var flókið að taka út sykurinn? „Bæði og. Ég notaði ávaxtasykur þegar mig langaði að fá mér eitthvað sætt, svo sem döðlur og jarðarber. Síðan minnkaði ég sósur til muna og hef haldið mig mikið við að velja frekar olíur á kjötið mitt í dag þótt ég fái mér síðan al- veg sparisósur með rjóma og osti stundum.“ Hvað viltu segja við þá sem eru á sama stað og þú varst á? „Ég hvet alla til að taka fyrsta skrefið sem byggist alltaf á þessari ákvörðun að setja sjálfan sig í fyrsta sætið. Að sjálf- sögðu reynir þetta aðeins á og er átak, en þetta er hægt og er í raun mjög einfalt.“ Tekur æfingafötin með sér til útlanda Móðir Sigurborgar, Guðbjörg Ósk Jónsdóttir, er bú- sett í Vestmannaeyjum og er ein af fyrirmyndum hennar í lífinu hvað varðar sjálfsrækt og gott form. „Mamma er 67 ára að aldri og hugsar mjög vel um sig, bæði gagnvart mat og hreyfingu. Hún er dugleg að fara út í göngur, hún fer í ræktina og síðan hringj- umst við mjög mikið á til að hvetja hvor aðra áfram. Mamma er þátttakandi í Fjölþættri heilsueflingu 65+, heilsueflingar- og forvarnarverkefni dr. Janusar Guð- laugssonar íþrótta- og heilsufræðings í Vest- mannaeyjum. Mér skilst að framfarir einstaklinga á námskeiðinu séu frábærar. Að fólk yfir sextíu og fimm ára sé að seinka öldrun og auka líkamlega hreysti til muna.“ Sigurborg segir að flugfreyjulífið henti lífsstíl sínum vel. Þegar hún fari utan að vinna taki hún vanalega með sér æfingaföt til að æfa í stoppunum. Hún æfir þá á hótelinu eða í góðri líkamsræktarstöð í nágrenni við staðinn sem hún gistir á hverju sinni. „Ég get mælt með borgum eins og New York í þessu samhengi. Þar vel ég góða staði til að fá mér acai-skál í hádeginu og síðan má alltaf fá góðan mat með nóg af grænmeti og prótíni á kvöldin.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon „Ég var ekki á góðum stað þyngdarlega. Mér leið kannski ekki illa, en ég vissi að ef ég ætlaði að vera til staðar fyrir börnin mín í lengri tíma þyrfti ég að skoða þessi hluti upp á nýtt. Það er svo auðvelt að setja bara eitthvað of- an í sig þegar maður er alltaf að spá í aðra frekar en sig sjálfan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.