Morgunblaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 23
OSSUR.IS
Kynntu þér málið hjá okkur!
Ný, betrumbætt stuðningsspelka við slitgigt
sem gerir fólki kleift að stunda áfram hreyfingu
og dagleg störf.
ÖSSUR – VERSLUN & ÞJÓNUSTA
Grjóthálsi 1-3 | S. 515 1300
Opið virka daga | kl. 8.30-16
FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2020 MORGUNBLAÐIÐ 23
sviði ekki hjálpa til við svona aðstæður.
Að gera sitt besta á degi hverjum,
greiða úr tilfinningum með sálfræðingi
ef þarf, fá aðstoð með hreyfingu og
fleirir skref í átt að bata er hluti af bata
einstaklings sem þarf uppbyggingu á
þessu sviði að mínu mati.“
Ólöf Guðný varði doktorsnámi sínu í
rannsókn á eldra fólki og kom einnig
að þróun á Hleðslu hjá Mjólkursam-
sölunni á sínum tíma.
„Verkefnið heitir IceProQualitia og
var tveggja ára verkefni sem enn þá er
verið að skrifa vísindagreinar úr. Við
vildum mæla áhrif próteindrykkja á
eldra fólk og fengum tæplega 250 ein-
staklinga sem voru 65 ára og eldri til
að taka þátt í þessu með okkur. Fólkið
sem tók þátt í rannsókninni var al-
gjörlega rjóminn fyrir sinn aldur, flest-
ir voru á engum lyfjum, eða tveimur
lyfjum eða færri. 80% þátttakenda
voru í reglulegri hreyfingu og í góðu
næringarástandi. Ég skoðaði hreyfi-
færni og lífsgæði fólksins og náðu 20%
hópsins ekki árangri eftir þriggja mán-
aða styrktarþjálfun. Þegar rýnt var í
gögnin sást að þau sem borðuðu ekki
nóg fengu ekki nægilega orku og pró-
tein. Þessi hópur náði ekki árangri eins
og aðrir í hópnum náðu og á sama
tíma. Þeir jafnvel misstu færnina og
hreyfigetu með tímanum því þá vant-
aði næringu í líkamann, líkt og þegar
bensínlaus bíll stoppar út af orkuleysi.
Manneskjan stoppar hins vegar ekki
heldur tekur orku og byggingarefni úr
líkamanum. Vöðvar hreyfa beinin og
minnkandi styrkur eykur hrörnun.
Eftir rannsóknina sá ég hversu mikil-
vægt er fyrir okkur konur sem dæmi
að vera ekki alltaf að setja athyglina of
mikið á þessi fimm kíló sem okkur
langar að missa. Við megum alveg
taka pláss og ef rannsóknin sýnir að
einn af hverjum fimm sem taka þátt í
styrktaræfingum til að byggja upp
vöðva og styrk rýrnar vegna nið-
urbrots í líkamanum og vegna lélegrar
næringar þá verðum við sem samfélag
að vera meðvituð um að við þurfum að
borða nóg til að standa undir okkur og
tryggja að viðkvæmir hópar eins og
veikir eða hrumir fái viðeigandi mat og
næringu.“
Í þessu samhengi er Ólöf Guðný
ekki að mælast til að fólk borði of mik-
ið. Heldur meira að ítreka mikilvægi
þess að borða fjölbreytt. Í raun að við
tryggjum að við fáum öll næringarefni
úr fæðunni. Hún segir hálft kíló af
grænmeti ráðlagðan dagskammt sem
flestir ættu að reyna að halda sér við
en þeir sem borða lítið eða nærast illa
þurfa að tryggja að matur sem gefur
meiri orku og næringu eins og mjólk-
urvörur, kjöt, fiskur, hnetur og fræ
minnki ekki og þá þarf oft að minnka
grænmeti- og ávexti.
Matur mikilvægur í
krabbameinsmeðferð
Að starfa með fólki sem er að ná sér
eftir krabbamein gaf einnig sömu
niðurstöðu og hún nefnir hér að ofan.
„Það er sagt að við getum minnkað
líkur á krabbameini um 10% með ráð-
lögðum dagskammti af grænmeti og
ávöxtum. Að hreyfing og losun stress
og streitu efli ónæmiskerfið. Áfengi er
einnig talið vera áhættuþáttur þegar
kemur að krabbameini.“
Hvað gerir næringarfræðingur inni
í teymi sem vinnur með krabbameins-
sjúklingum?
„Ég gerði rannsókn árið 2008 þar
sem ég athugaði konur með krabba-
mein. Þar sá ég hvernig þær þyngdust
í meðferð en misstu vöðvamassann.
Ein af ástæðum þess er að eftir með-
ferð er einstaklingur vanalega mjög
þreyttur og slappur. Hlutverk næring-
arfræðings inni á krabbameinsdeild er
að finna leiðir fyrir þann sem er veikur
til að nærast. Fólk er oft með sár í
munni, eða viðkvæm meltingarfæri.
Eftirmeðferð og að ná sér eftir
krabbamein getur tekið mörg ár. Fólk
upplifir sig sem dæmi glatt eftir með-
ferð ef allt lítur vel út. Hins vegar er
það oft með stöðugan ótta við að fá
krabbameinið aftur og er þróttlítið og
vannært og þarf að finna bestu leið-
irnar til að byggja sig upp aftur. Þar
gegnir næring lykilatriði að mínu mati,
úrvinnsla tilfinninga og hreyfing svo
dæmi séu tekin.“
Ræða vanmátt tengdan
mat við sérfræðing
Ólöf Guðný lifir góðu lífi sjálf og nýt-
ur þess að borða góðan mat. Hún
reynir að sniðganga engar matarteg-
undir og er á því að við eigum ekki að
ala börnin okkar upp við ótta tengdan
mat. Hún viðurkennir að að sjálfsögðu
fari matur misvel í fólk. Sumir séu með
einskonar óþol fyrir sykri eða öðrum
matvælum.
„Mér finnst lykilatriðið að vinna í
sjálfsvirðingunni og njóta matar. Mat-
ur er stór hluti af lífsgæðum okkar. Ég
reyni að vera með sjálfsmildi og að
borða það sem mér finnst gott. Matur
er mjög félagslegur í mínum huga. Ég
sem dæmi nýt þess að drekka góðan
kaffibolla og borða morgunmat með
eiginmanni mínum á morgnana og lesa
blöðin, sem er ljúf byrjun á deginum.
Síðan reynum við að elda alltaf saman
á kvöldin eitthvað sem er gott og fal-
legt á diskunum fyrir okkur fjölskyld-
una að borða. Það má ekki gleymast að
maturinn þarf líka að vera fyrir öll
skynfæri, vera fallegur, lykta vel, hafa
rétta áferð og sem dæmi grænmeti að
vera brakandi. Þegar kemur að hádeg-
isverðinum þá er hann oftast inni hjá
mér við tölvuna, því miður og er það
ekki til eftirbreytni. Dagskráin mín
leyfir ekki alltaf að hádegisverðurinn
sé borðaður klukkan tólf í félagsskap
góðra samstarfsfélaga.“
Hún segir að gullna reglan sé að
hugsa jafn vel um sjálfan sig og aðra.
Að tala eins fallega við sig og maður
gerir við besta vin sinn. Ef maður set-
ur eitthvað ofan í sig sem maður ætlaði
ekki að gera, að halda bara áfram án
þess að dæma sig. Ef maður verður
vanmáttugur gagnvart mat sé best að
ræða það við fagfólk.
,,Læknir verður ekki reiður að hitta
þig ef þú brýtur á þér fótinn. Það sama
á við um næringarfræðing ef þú þarft
aðstoð vegna mataræðis. Það er allt
eins víst að þú hittir fyrir manneskju
sem elskar vinnuna sína og kann fjöl-
mörg ráð við að koma hlutunum í rétt-
an farveg á þínum forsendum. Fyrsta
skrefið er alltaf að gera raunhæf lítil
markmið og taka jákvæð skref í rétta
átt og muna að þegar við erum að
vinna að breytingum þá er það erfitt
og við gerum alltaf eins vel og við get-
um á hverri stundu. Að borða af skyn-
semi þýðir að svelta sig ekki. Hungruð
manneskja borðar alltaf óskynsam-
lega. Það er í mannlegri hegðun að
gera slíkt.“
Að lokum segir hún að gamla
staðalímyndin af næringarfræð-
ingnum með fingurinn á lofti sé barn
síns tíma. Að viðmót næringarfræð-
inga sé faglegt og grundvallist vinna
þeirra á þekkingu og samvinnu – og
að finna út heilbrigðar leiðir sem
efla einstaklinginn bæði andlega og
líkamlega.Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ólöf Guðný er reynd og
víðsýn og hefur komið
víða við á ferli sínum sem
næringarfræðingur.