Morgunblaðið - 02.01.2020, Page 29

Morgunblaðið - 02.01.2020, Page 29
FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2020 MORGUNBLAÐIÐ 29 ER BROTIÐ Á ÞÉR? Slys valda heilsutjóni og þjáningum. En það er ekki síður sárt þegar starfsorkan skerðist og áætlanir um framtíðina bregðast. Því fylgir óvissa og áhyggjur. Ef þú hefur orðið fyrir slysi þá skaltu hafa samband við Bótarétt sem fyrst. Það kostar ekkert að kanna málið. Við metum stöðu þína og skoðum síðan málin ofan í kjölinn. Þú getur látið þér batna á meðan við sækjum rétt þinn. HRINGDU Í BÓTARÉTT Í SÍMA 520 5100 OG ÞÚ FÆRÐ ÞITT. botarettur.is hjartaáföll. Það er því til mikils að vinna að ná tökum á streitu og neikvæðum hugs- unum. „Það eru hins vegar ekki bein tengsl á milli áfalla og svona heilkenna, því margir sem koma með þessi einkenni til okkar geta ekki rakið þau til einhvers sem hefur gerst í lífi þeirra.“ Þegar kemur að ástinni segir Karl margt einkennilegt gerast sem vísindin eigi kannski erfitt með að útskýra. „Ég hef löngum furðað mig á því hversu stutt er á milli aldraðra hjóna. Þegar sem dæmi annar aðilinn deyr, þá fer hinn oft fljótt á eftir. Það er erfitt að segja hvað veldur því, en kannski dvínar tilgangur lífs- ins þegar maki kveður sem maður hefur verið mjög náinn alla ævi. Það er viður- kennt innan læknisfræðinnar að hugur get- ur haft áhrif á líkamleg einkenni. Það er hins vegar flóknara að setja mælistiku á þessa hluti.“ Finnur friðinn úti í náttúrunni Karl segir hins vegar til mikils að vinna ef fólk getur náð tökum á streitu og stressi. Hann segir án efa fólk vera að gera sitt besta í þeim efnum og stundum séu aðstæð- urnar þannig í lífinu að streita sé eðlilegur fylgikvilli. „Streita hefur svipuð áhrif á kransæðar og að reykja. Með langvarandi streitu get- um við tvöfaldað áhættuna á hjartaáfalli sem dæmi. Í þessu samhengi finnst mér samt nauðsynlegt að taka fram að að- stæður fólks eru alls konar. Sumir eru að upplifa langvarandi veikindi barna sinna sem myndar streitu sem er eðlilegt að fólk upplifi í þannig aðstæðum. Eins getur fjár- hagsvandi haft alvarleg áhrif á heilsu fólks, einelti á vinnustað og fleira í þeim dúrnum.“ Það sem Karl gerir sjálfur til að forðast streitu er ýmislegt. Hann fer út úr bæn- um og hvílir sig þegar hann er ekki að vinna. „Ég held að við mannfólkið séum misjöfn þegar kemur að streitu. Sumir þrífast vel í umhverfi þar sem stress og álag er mikið. Starfsfólkið hér á spítalanum sem dæmi nær oft að brynja sig fyrir umhverfinu og sumir jafnvel sækja í mikið álag og virðast ekki upplifa neikvæða hluti því tengt. Hjá öðrum koma fram einkenni kulnunar og andlegrar vanlíðunar.“ Ljósmynd/Unsplash Brostið hjarta, eða takotsubo, fær nafn sitt frá japönsku kolkrabbagildrunni vegna þess að út- lit hjartaslegilsins í slagbilinu þykir minna á lögun gildrunnar. Það getur verið gott fyrir hjartað að fara út í náttúruna og ganga. Streita og stress getur minnkað og almenn vellíðan orðið meiri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.