Morgunblaðið - 03.02.2020, Síða 4
sinni í gær að hún muni kynna í ríkisstjórn
ný áform um að stytta hámarkstíma máls-
meðferðar úr 18 mánuðum í 16 mánuði í
þeim málum hælisleitenda þar sem börn eiga
í hlut. Þar segir hún að þegar hafi verið
ákveðið að fresta brottvísun barna í þeim
málum þar sem málsmeðferð hafi farið yfir
16 mánuði.
Hælisleitandinn Muhammed Zohair Faisal,
sem varð 7 ára á laugardag, og foreldrar
hans verða ekki flutt úr landi til Pakistan í
dag eins og til stóð. Þetta staðfesti Valur
Grettisson, vinur fjölskyldunnar, í samtali við
mbl.is í gær. Hann var einn þeirra sem komu
af stað undirskriftasöfnun á föstudagskvöld
vegna málsins en síðdegis í gær höfðu fleiri
en 18 þúsund manns skrifað undir ákall til
stjórnvalda til að leyfa fjölskyldunni að vera
áfram á Íslandi. Fjölskylda Muhammeds
sótti um hæli hér á landi í lok árs 2017 og
hefur dvalið hér í 26 mánuði. Hefur fjöl-
skyldan aðlagast lífinu á Íslandi vel og stund-
ar Muhammed nú nám í Vesturbæjarskóla
þar sem hann unir sér vel. Hann talar ís-
lensku, á fjölda vina og þykir afburðanáms-
maður.
Samstöðufundur fór fram í Vesturbæj-
arskóla í gær og var í framhaldinu gengið
niður í dómsmálaráðuneyti þar sem undir-
skriftalistarnir voru afhentir.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dóms-
málaráðherra greindi frá því á facebooksíðu
Muhammed fær að vera áfram á Ísland
Morgunblaðið/Sigurður Unnar Ragnarsson
Samstaða Hópur fólks afhenti undirskriftalistann við dómsmálaráðuneytið í gær að loknum fjölmennum fundi í Vesturbæjarskóla þar sem Muhammed Zohair hitti skólafélaga sína.
Danskir spilarar sigursælir
á Bridshátíð í Hörpu
Danskir spilarar voru áberandi þeg-
ar verðlaun voru veitt fyrir tvímenn-
ingskeppni og sveitakeppni Bridshá-
tíðar, sem lauk í Hörpu í gærkvöldi.
Í tvímenningnum, sem lauk á
föstudagskvöld, stóðu Danirnir And-
ers Hagen og Jonas Houmøller uppi
sem sigurvegarar eftir harða bar-
áttu við Sabine Auken og Roy Well-
and, frá Bandaríkjunum, sem end-
uðu í 2. sæti. Guðmundur Páll
Arnarson og Þorlákur Jónsson urðu
þriðju, Ragnar Magnússon og Rún-
ar Magnússon enduðu í 4. sæti og
Ómar Freyr Ómarsson og Örvar
Óskarsson í því fimmta. 142 pör tóku
þátt í keppninni.
Í sveitakeppninni, sem lauk í gær,
hrósuðu þau Auken og Welland sigri
en með þeim í sveit spiluðu dönsku
hjónin Morten og Dorte Bilde. Í
öðru sæti varð sveit Hótels Hamars,
en í henni spiluðu Aðalsteinn Jörg-
ensen, Sverrir Ármannsson, Matt-
hías Þorvaldsson og Sigurbjörn
Haraldsson. Í þriðja sæti varð sveit
J.E. Skjanna en í henni spiluðu Sæv-
ar Þorbjörnsson, Karl Sigur-
hjartarson, Snorri Karlsson, Júlíus
Sigurjónsson, Guðmundur Páll Arn-
arson og Þorlákur Jónsson. Alls
tóku 82 sveitir þátt í mótinu.
Unnu tvímenning
og sveitakeppni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Spilarar Yfir 400 manns tóku þátt í Bridshátíð sem haldin var um helgina.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2020
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a
Kanarí
– fáðumeira út úr fríinu
2fyrir1 5. FEBRÚAR Í 7 NÆTUR
Flug frá kr.
39.950
Ámann báðar leiðir m/tösku
og handfarangri
ALLT INNIFALIÐ!
Verð frá kr.
93.445
Verð
m
.v.gistingu
á
Turbo
Club
A
partm
ents
m
eð
alltinnifalið.
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Verkfallsaðgerðir sem Efling hefur
boðað á morgun vegna kjaravið-
ræðna félagsins við Reykjavíkurborg
munu hafa áhrif á mötuneyti hjúkr-
unarheimila og þjónustuíbúða borg-
arinnar, sem og ræstingu. Verkfallið
tæki til um 1.850 starfsmanna
Reykjavíkurborgar og stæði yfir frá
hádegi til miðnættis.
Efling veitti undanþágur frá verk-
falli fyrir 245 stöðugildi af 450 á vel-
ferðarsviði og má reikna með því að
stór hluti undanþága sé fyrir umönn-
unaraðila. Þó verður eldhúsum lokað
og uppvaski hætt meðan á verkfalli
stendur. Þá verður á nokkrum stöð-
um notast við einnota diska og hnífa-
pör.
Jórunn Frímannsdóttir Jensen,
forstöðukona hjúkrunarheimilisins
Droplaugarstaða, segir aðgerðirnar
hafa áhrif á starfsemi heimilisins, en
hafa verði í huga að þær séu lögbund-
inn réttur félagsmanna.
„Við verðum færri í umönnuninni
og sleppum því sem við getum
sleppt,“ segir Jórunn og bætir við að
böðum sé sleppt á verkfallsdögunum.
Aðspurð hvort slíkt gæti ógnað heilsu
heimilismanna segir hún:
„Auðvitað gengi þetta ekki til langs
tíma og ef svo verður þá förum við
fram á frekari undanþágur. Ef hrein-
lætið verður þannig að við náum ekki
að vinna það upp á milli verkfallsdaga
þá verður auðvitað að fá undanþágur
þegar fram í sækir,“ segir hún.
Í dag koma samninganefndir
Reykjavíkurborgar og Eflingar sam-
an á sáttafundi til áframhaldandi
kjaraviðræðna.
Viðar Þorsteinsson, framkvæmda-
stjóri Eflingar, segist vongóður um
að samningar fari að nást í kjaravið-
ræðum félagsins við Reykjavíkur-
borg og hann segir að minna beri í
milli hjá samninganefndum en marg-
ir telji. Þó sé hugur í félagsmönnum
Eflingar.
Verkfallsaðgerðir Eflingarfélaga
hjá Reykjavíkurborg eiga að hefjast
á morgun klukkan 12.30 með baráttu-
fundi í Iðnó.
Hefur Efling boðað til verkfallsað-
gerða á sex dögum, í um 95 klukku-
stundir samanlagt, ýmist frá hádegi
til miðnættis eða í heilan sólarhring.
Náist ekki samningar fyrir 17. febr-
úar leggja félagsmenn niður störf
sama dag og ótímabundið eftir það,
að því er fram kemur á vef Reykja-
víkurborgar.
Fundi með oddvitum frestað
Efling boðaði til fundar með odd-
vitum meirihlutans í Reykjavík en
honum var frestað vegna dræmrar
þátttöku borgarfulltrúa en hann átti
að fara fram í dag. Var tilgangur
fundarins að bjóða oddvitum til sam-
tals við fulltrúa félagsmanna Eflingar
hjá borginnni um kjaramál þeirra.
„Samninganefndin er á því að það
sé tími fyrir kjörna fulltrúa að stíga
inn og axla ábyrgð á þessari atburða-
rás,“ sagði Viðar um frestun fundar-
ins.
Hálkuvarnir falla niður sem og
þjónusta á 63 leikskólum
Á boðuðum verkfallsdögum stöðv-
ast starfsemi á sviði snjóhreinsunar
og hálkuvarna á hjólaleiðum og stofn-
analóðum, og á hið sama við svæði
leik- og grunnskóla.
Starfsfólk Eflingar í skólum á veg-
um Reykjavíkurborgar er um 1.000
talsins og munu aðgerðirnar bitna á
63 leikskólum Reykjavíkurborgar.
Matarþjónusta verður með ólíkum
hætti milli leikskóla. Þá munu skóla-
stjórnendur grunnskóla Reykjavíkur
upplýsa nemendur og forráðamenn
eftir því sem við á. Þjónusta frí-
stundaheimila helst óbreytt.
Eldhúsum lokað og minna þrifið
Morgunblaðið/Eggert
Fundað Fundir samninganefndanna hafa verið án árangurs til þessa.
Eldhúsum hjúkrunarheimila og þjónustuíbúða borgarinnar verður lokað, verði af verkfallsaðgerðum
á þriðjudag Efling samþykkti undanþágur frá verkfalli fyrir 245 stöðugildi af 450 hjá velferðarsviði