Morgunblaðið - 03.02.2020, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2020
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
DUX PASCAL SYSTEM
Sérsniðna gormakaerfið
Líkamar allra eru einstakir.
Þess vegna býður Pascal de Luxe yfirdýnan upp á sérsniðin
þægindasvæði sem gerir tveimur einstaklingum kleift að velja fullkomnu
stillinguna fyrir axlirnar, neðra bakið og fótleggina þeirra.
Pascal kerfið er í boði fyrir öll DUX rúm, annað hvort
sem fellt inn í rúmið eða sem sérstök yfirdýna.
Á föstudag birti fjármála- ogefnahagsráðuneytið fróðlega
tölulega samantekt um lífskjör hér
á landi og í þeim löndum sem við
berum
okkur
gjarnan
saman við.
Fyrsti
saman-
burðurinn
var á meðallaunum og þar trónir
Ísland á toppnum, en á eftir koma
Lúxemborg, Sviss, Bandaríkin og
Danmörk.
Samanburður á dreifingu teknaá milli fólks, þ.e. jöfnuði, sýnir
að Ísland er ekki aðeins með
hæstu tekjurnar, heldur einnig
næstmestan jöfnuð. Og þegar fá-
tækt er mæld þá stendur Ísland
best, þegar horft er á alla aldurs-
hópa og einkum þó þegar horft er
á elsta hópinn.
Ein helsta skýringin á þessusést á enn einum samanburð-
inum, en þar kemur fram að hlut-
fall verðmætasköpunar sem fer í
laun er hvergi hærra en hér á
landi. Þetta þýðir að hvergi bera
launamenn jafn mikið úr býtum og
hér á landi og þar með að hvergi
fá fjármagnseigendur minna.
Hlutfall launa af verðmæta-sköpun er einnig með hæsta
móti í sögulegu samhengi. Allt
ætti þetta að vera til þess fallið að
gleðja launamenn hér á landi og
þá sem eru í forystu fyrir félög
þeirra.
Um leið er augljóst að ekkertsvigrúm er til að ganga
lengra en gert hefur verið í launa-
hækkunum nema til komi aukin
verðmætasköpun. Og aukin verð-
mætasköpun er einmitt það sem
allir ættu að sameinast um en hún
fæst ekki með vinnudeilum og
verkfallsátökum.
Mögnuð heimsmet
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Uppsjávarveiðiskipið Polar Amaroq
er við leit og mælingar á hugsan-
legum loðnugöngum við Suðaust-
urland. Rannsóknarskipið Árni
Friðriksson fer af stað árdegis í dag
og Aðalsteinn Jónsson SU fer vænt-
anlega af stað frá Eskifirði á morg-
un.
Polar Amaroq hélt í leiðangurinn
um helgina og leitaði með allri suð-
urströndinni og var í gærkvöldi að
leita við Suðausturland. Birkir
Bárðarson leiðangursstjóri sagði í
gærkvöldi að lítið hefði sést, enn
sem komið væri. Loðnan virtist
ekki vera komin að ströndinni.
Birkir fer með Árna Friðrikssyni
norður fyrir land. Ætlunin er að
leita úti af Vestfjörðum og Norður-
landi. Aðalsteinn Jónsson SU mun
leita með Polar Amaroq við Aust-
firði og síðan munu skipin mæta
Árna og ljúka yfirferðinni, ef allt
gengur eftir áætlun.
Í loðnuleiðangri í síðasta mánuði
sem þrjú skip tóku einnig þátt í
fannst ekki næg loðna til þess að
Hafrannsóknastofnun gæti mælt
með útgáfu á loðnukvóta.
helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Loðnuskip Polar Amaroq við bryggju áður en lagt var í janúarleiðangur.
Önnur umferð
loðnuleitar er hafin
Polar Amaroq er við Suðausturland
Um 2.200 Reykvíkingar höfðu í gær-
kvöldi skrifað undir ósk um að fram
fari íbúakosning um breytingar á
deiliskipulagi fyrir þróunarreit við
Stekkjarbakka í Elliðaárdal sem
borgarstjórn hefur samþykkt. Þar
er gert ráð fyrir miklu landi undir
gróðurhvelfingu og þjónustu.
Til þess að krafan nái fram að
ganga gagnvart borginni þurfa 20%
kosningabærra Reykvíkinga að
skrifa undir, eða um 18 þúsund
manns. Hollvinir Elliðaárdals
standa fyrir undirskriftasöfnuninni
sem fram fer á vef Þjóðskrár og hafa
þeir tímann fram til 28. febrúar til að
ná tilskildum fjölda.
Í íbúakosningunni verður þá spurt
að því hvort fólk sé fylgjandi eða
andvígt skipulaginu.
2.200 Reykvíkingar
hafa skrifað undir
Morgunblaðið/Hari
Elliðaárdalur Gróðurhvelfingin á að rísa við Stekkjarbakka. Hollvina-
samtökin tala um það sem enn eina skerðingu á útivistarsvæði dalsins.