Morgunblaðið - 03.02.2020, Page 13

Morgunblaðið - 03.02.2020, Page 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2020 Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Veronika S. Magnúsdóttir Freyr Bjarnason Stjórnvöld á Filippseyjum hafa tilkynnt um fyrsta dauðsfallið utan Kína af völdum kórónaveirunnar að því er fram kemur á fréttaveitu AFP. Sá sem lést á Filippseyjum var 44 ára kínverskur maður frá Wuhan, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar. Greint var frá andláti hans stuttu eftir að tilkynnt var í höfuðborginni Manila að erlendum ferðamönnum frá Kína yrði þegar í stað meinuð innganga í landið. Dauðsfallið verður á sama tíma og fjöldi ríkja um heim allan hefur lok- að landamærum sínum fyrir fólki frá Kína til að koma í veg fyrir út- breiðslu veirunnar, þar á meðal Bandaríkin, sem lýst hafa yfir neyð- arástandi vegna veirunnar. Borg í nágrenni Wuhan lokað Kínversk stjórnvöld hafa vegna þessa lokað stórborginni Wenzhou, sem er í 800 kílómetra fjarlægð frá Wuhan, þar sem veiran er talin eiga upptök sín. Vegum verður lokað og munu 9 milljónir íbúa Wenzou þurfa að halda kyrru fyrir í borginni, í óákveðinn tíma. Í einangrun borg- anna felst meðal annars sú krafa á íbúa að einungis einn aðili frá hverju heimili fái á tveggja daga fresti að fara út, til að kaupa nauðsynjar. Wuhan hefur verið lokuð frá 23. jan- úar. Borgin er mikilvægasta iðnað- arborg landsins og eru einnig hvergi fleiri háskólanemar en þar. Frá því að kórónaveiran greindist fyrst í kínversku borginni Wuhan seint á síðasta ári hefur veiran smit- að um 14 þúsund manns víða um Kína og breiðst út til 24 landa. Vísindamenn gáfu veirunni nafnið 2019-nCov af en hún hefur ýmist verið kölluð kórónaveira eða Wuh- an-veira. Talið er að veiran hafi smitast til manna frá dýraafurða- markaði í Wuhan, og smitast hún milli manna á svipaðan hátt og flensa. Handþvottur er lykilatriði, til þess að forðast smit. Batnaði eftir inntöku lyfjablöndu Kínversk kona sem sýktist af kór- ónaveirunni náði skjótum bata eftir að hún var látin taka nokkur lyf sem notuð eru til meðhöndlunar við flensu og HIV-smiti, að því er heilbrigðis- ráðuneyti Taílands greindi frá í gær. Aðeins 48 klukkustundum eftir lyfja- meðferðina var hún laus við veiruna. Í Taílandi hafa 19 manns greinst með veiruna banvænu og hafa því næstflestir greinst þar í landi, á eftir Kína. Bandarísk yfirvöld hyggjast lýsa yfir neyðarástandi í heilbrigðismál- um vegna kórónaveirunnar og verður því erlendum ríkisborgurum, sem ferðast hafa til Kína undanfarnar tvær vikur, meinað að koma til lands- ins. Kínversk yfirvöld hafa gagnrýnt ráðstafanir Bandaríkjanna og kallað þær „óvingjarnlegar“. Um það sagði Hua Chunying, talskona kínverska utanríkisráðuneytisins: „Þetta er sannarlega ekki merki um góðvild.“ Lokun á ferðamenn frá Kína til Bandaríkjanna tók gildi í gær. Þar að auki þurfa allir bandarískir ríkis- borgarar sem eru á leið heim frá kín- verska héraðinu Hubei, þar sem borgin Wuhan er, að fara í fjórtán daga einangrun. Flestir sem smitast hafa af veir- unni utan Kína er fólk á leið frá Wuh- an, þar sem íbúar eru 11 milljónir, eða þá svæðum í nágrenni við borg- ina. Mun fleiri hafa smitast af kóróna- veirunni heldur en SARS-veirunni, sem braust út á árunum 2002 til 2003. 774 létust af völdum hennar víðsveg- ar um heiminn en þó flestir í Kína eða Hong Kong. Veiran veldur dauðsfalli utan Kína  Filippseyskur maður lét lífið eftir kórónasmit  Yfir 300 manns hafa látist af völdum veirunnar  Fjöldi ríkja hefur lokað landamærum sínum fyrir fólki frá Kína  Lyfjablanda lofar góðu AFP Verja sig Fólk flykktist í verslanir á Filippseyjum til að kaupa andlitsgrímur, eftir að fréttir bárust af dauðsfalli af völdum kórónuveirunnar þar í landi. AFP Ástand Farþegar á flugvellinum í Peking notuðu andlitsgrímur til að verja sig fyrir kórónaveirunni. Veiran olli fyrsta dauðsfallinu utan Kína í gær. Þrír særðust er karlmaður réðst á óbreytta borgara á fjölfarinni götu í London í gær. Einn þeirra særðu er þungt haldinn. Lögreglan í suð- urhluta London skaut árásarmann- inn til bana. Breskir miðlar herma að mað- urinn hafi gengið inn í verslun á Streatham-stræti og byrjað að stinga fólk með hníf. Stakk hann tvo hið minnsta, að sögn þing- manns Verkamannaflokksins í Streatham, Bell Ribeiro-Addy. Bætti hún við að þarna hefði lög- reglan náð manni sem hún hefði haft auga með í þónokkurn tíma. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, þakkaði á Twitter viðbragðs- aðilum fyrir skjót viðbrögð og sagði hug sinn vera hjá fórnarlömbum. Lögreglan í London segir á twit- tersíðu sinni að atvikið sé hryðju- verkatengt og hefur ráðlagt fólki að halda sig fjarri Streatham- stræti. Á myndum af vettvangi má sjá fjölda neyðarbíla auk þess sem þyrla hringsólaði yfir svæðinu og vopnaðir lögreglumenn stóðu vakt. Vitni sem áttu leið hjá heyrði þrjú byssuskot og sáu mann liggja þar uns lögreglan mætti á staðinn. Mikill viðbúnaður Daniel Gough sjónarvottur var úti að hlaupa þegar atvikið átti sér stað. Hann heyrði byssuskot sem ollu miklu óðagoti úti á götu: „Það fóru allir í kerfi og öskruðu. Ung stelpa hljóp við hliðina á mér og sagði: á ég að hlaupa? Hún var í miklu uppnámi,“ sagði hann og hélt áfram: ,,Ég sá lögreglumann og hann hrópaði og sagði öllum að forða sér. Hann beindi byssunni sinni að manni sem lá á jörðinni. Allt í einu komu fleiri lögreglu- bílar,“ sagði hann. Árásarmaður stakk tvo í London  Lögregla kallar árásina hryðjuverk AFP Lokað Lögreglan í suðurhluta London hafði í nógu að snúast.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.