Morgunblaðið - 03.02.2020, Page 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2020
England
Watford – Everton................................... 2:3
Gylfi Þór Sigurðsson lék í 67 mínútur
með Everton og lagði upp eitt mark.
Burnley – Arsenal ................................... 0:0
Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með
Burnley vegna meiðsla.
Leicester – Chelsea.................................. 2:2
Bournemouth – Aston Villa ..................... 2:1
Crystal Palace – Sheffield United .......... 0:1
Liverpool – Southampton........................ 4:0
Newcastle – Norwich ............................... 0:0
West Ham – Brighton.............................. 3:3
Manchester United – Wolves.................. 0:0
Tottenham – Manchester City................ 2:0
Staðan:
Liverpool 25 24 1 0 60:15 73
Manch.City 25 16 3 6 65:29 51
Leicester 25 15 4 6 54:26 49
Chelsea 25 12 5 8 43:34 41
Tottenham 25 10 7 8 40:32 37
Sheffield Utd 25 9 9 7 26:23 36
Manch.Utd 25 9 8 8 36:29 35
Wolves 25 8 11 6 35:32 35
Everton 25 9 6 10 31:37 33
Arsenal 25 6 13 6 32:34 31
Burnley 25 9 4 12 28:38 31
Newcastle 25 8 7 10 24:36 31
Southampton 25 9 4 12 31:46 31
Crystal Palace 25 7 9 9 22:29 30
Brighton 25 6 8 11 30:37 26
Bournemouth 25 7 5 13 25:38 26
Aston Villa 25 7 4 14 32:47 25
West Ham 25 6 6 13 30:43 24
Watford 25 5 8 12 23:39 23
Norwich 25 4 6 15 24:47 18
Þýskaland
Augsburg – Werder Bremen ................. 2:1
Alfreð Finnbogason lék seinni hálfleik
með Augsburg og lagði upp sigurmarkið.
Grikkland
OFI Krít – Larissa ................................... 0:0
Ögmundur Kristinsson varði mark Lar-
issa sem er í 9. sæti deildarinnar.
Panathinaikos – PAOK........................... 2:0
Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn
með PAOK sem er með 52 stig í öðru sæti
en Olympiacos er með 54 stig á toppnum.
Tyrkland
Alanyaspor – Yeni Malatyaspor ............ 2:1
Viðar Örn Kjartansson kom inn á hjá
Yeni Malatyaspor á 57. mínútu.
Olísdeild karla
Selfoss – ÍBV ........................................ 29:36
KA – HK................................................ 23:26
Stjarnan – ÍR ........................................ 26:33
FH – Haukar ........................................ 31:28
Fram – Fjölnir ...................................... 21:20
Valur – Afturelding .............................. 28:28
Staðan:
Haukar 16 11 3 2 436:407 25
Afturelding 16 10 3 3 443:419 23
Valur 16 10 2 4 436:387 22
ÍR 16 10 2 4 494:439 22
FH 16 9 2 5 470:444 20
Selfoss 16 9 1 6 494:492 19
ÍBV 16 8 2 6 452:430 18
Stjarnan 16 4 5 7 421:438 13
KA 16 5 1 10 431:466 11
Fram 16 4 2 10 378:409 10
Fjölnir 16 2 1 13 415:476 5
HK 16 2 0 14 406:469 4
Olísdeild kvenna
KA/Þór – Afturelding .......................... 30:12
Haukar – Fram..................................... 22:28
Valur – ÍBV........................................... 21:19
Staðan:
Fram 14 13 0 1 437:296 26
Valur 14 11 1 2 387:285 23
Stjarnan 14 6 3 5 349:340 15
HK 14 6 2 6 380:389 14
Haukar 14 5 2 7 305:342 12
KA/Þór 14 6 0 8 327:377 12
ÍBV 14 4 2 8 305:332 10
Afturelding 14 0 0 14 260:389 0
Dominos-deild karla
ÍR – Haukar........................................ 93:100
Þór Þ. – Fjölnir ..................................... 90:82
Keflavík – Þór Ak ................................. 97:89
Tindastóll – KR..................................... 80:76
Staðan:
Stjarnan 16 14 2 1460:1302 28
Keflavík 17 13 4 1522:1382 26
Tindastóll 17 11 6 1483:1412 22
Haukar 17 11 6 1530:1459 22
KR 17 10 7 1463:1421 20
Njarðvík 16 9 7 1364:1239 18
ÍR 17 8 9 1444:1536 16
Þór Þ. 17 7 10 1370:1396 14
Grindavík 16 6 10 1346:1415 12
Þór Ak. 17 5 12 1460:1620 10
Valur 16 5 11 1278:1389 10
Fjölnir 17 1 16 1436:1585 2
Þýskaland
Oldenburg – Alba Berlín .................... 93:88
Martin Hermannsson skoraði 17 stig,
átti 4 stoðsendingar og tók 2 fráköst fyrir
Alba Berlín en hann lék í 19 mínútur.
HANDBOLTI
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Þremur efstu liðunum í Olísdeild
karla í handknattleik tókst ekki að
vinna leiki sína í sextándu umferðinni
sem leikin var um helgina og fyrir
vikið er baráttan í efri hluta deild-
arinnar enn að harðna.
Haukar eru með tveggja stiga for-
ystu þrátt fyrir ósigur gegn FH í
Hafnarfjarðarslagnum í fyrrakvöld,
23:20, og liðin tvö sem eru næst á eft-
ir þeim, Afturelding og Valur, skildu
jöfn, 28:28, í æsispennandi leik á
Hlíðarenda í lokaumferð deildarinnar
síðdegis í gær. Þetta var aðeins ann-
að tap Hauka í sextán leikjum í deild-
inni í vetur. Haukar og Valur mætast
í afar áhugaverðum leik á Ásvöllum
næsta sunnudagskvöld.
Eins og sjá má hér til hliðar skilja
nú aðeins sjö stig að efstu sjö liðin og
Eyjamenn komu sér betur inn í
myndina með því að sigra Íslands-
meistara Selfyssinga sannfærandi á
útivelli í Suðurlandsslag liðanna á
laugardaginn, 36:29.
ÍR-ingar hafa í undanförnum leikj-
um sýnt að þá verður að taka alvar-
lega. Þeir eru í fjórða sætinu eftir
sannfærandi útisigur á Stjörnunni,
33:26, og eru jafnir Valsmönnum að
stigum eftir þrjá sigurleiki í röð.
Erfið staða Fjölnis og HK
Framarar sigruðu Fjölni í algjör-
um lykilleik í fallbaráttunni í Safa-
mýri í gær, 21:20, og þar með skilja
fimm stig liðin að í tíunda og ellefta
sætinu. Fjölnir var lengi yfir í leikn-
um og hefði með sigri verið aðeins
stigi á eftir Frömurum.
Það hefði líka verið akkur fyrir
HK-inga sem unnu góðan sigur gegn
KA á Akureyri á laugardaginn, 26:23,
og unnu þar sinn annan leik á tíma-
bilinu. Sigur Framara sló hinsvegar
verulega á vonir HK og Fjölnis um að
halda sér í deildinni því Fram er nú
með 10 stig, Fjölnir 5 og HK 4 stig.
Fram og HK mætast í 18. umferðinni
og þar gætu úrslitin ráðist end-
anlega.
Birkir Benediktsson jafnaði fyr-
ir Aftureldingu í 28:28 á Hlíðarenda í
gær. Finnur Ingi Stefánsson gat
tryggt Val sigurinn en skaut í þverslá
úr vítakasti þegar 30 sekúndur voru
eftir. Finnur Ingi skoraði 7 mörk fyr-
ir Val og Guðmundur Árni Ólafsson 8
mörk fyrir Aftureldingu.
Andri Heimir Friðriksson skor-
aði 6 mörk fyrir Fram og Þorgrímur
Smári Ólafsson 5 í sigrinum á Fjölni í
gær. Birgir Steinn Jónsson skoraði 9
mörk fyrir Fjölni.
Þjóðverjinn Phil Döhler varði 17
skot í marki FH í sigrinum á Hauk-
um í Hafnarfjarðarslagnum í fyrra-
kvöld. Einar Rafn Eiðsson skoraði 6
mörk fyrir FH og Orri Freyr Þor-
kelsson 8 mörk fyrir Hauka.
Blær Hinriksson átti stórleik
fyrir HK í sigrinum gegn KA á Ak-
ureyri og skoraði 11 mörk fyrir
Kópavogsliðið. Reynsluboltinn Davíð
Hlíðdal Svansson varði 11 skot í
marki liðsins. Daníel Örn Griffin
skoraði 8 mörk fyrir KA-menn.
Hinn þrautreyndi Sturla Ás-
geirsson sem verður fertugur í sumar
skoraði 8 mörk fyrir ÍR í sigrinum á
Stjörnunni og Hafþór Már Vignisson
skoraði 6. Tandri Már Konráðsson
var með 8 mörk fyrir Garðbæinga
sem eru í baráttu við KA og Fram um
áttunda og síðasta sætið í úr-
slitakeppninni.
Hákon Daði Styrmisson skoraði
10 mörk fyrir ÍBV og Haukur Þrast-
arson 10 mörk fyrir Selfyssinga í hin-
um sannfærandi útisigri Eyjamanna
á meisturunum á laugardaginn.
Sjö stig á milli
sjö efstu liða
Jafnt í slag Vals og Aftureldingar
Ljósmynd/Sigurður Ragnarsson
Mark? Phil Döhler, markvörður FH, Adam Haukur Baumruk úr Haukum
og Bjarki Bóasson dómari horfa á eftir boltanum í Hafnarfjarðarslagnum.
Íslandsmeistarar SA náðu níu stiga
forskoti á toppi Hertz-deildar karla
í íshokkí með öruggum 6:1-sigri á
SR á heimavelli á laugardags-
kvöldið. Heiðar Örn Kristveigar-
son, Ingvar Þór Jónsson, Dagur
Freyr Jónasson, Jóhann Már Leifs-
son og Kristján Árnason, sem gerði
tvö síðustu mörkin, skoruðu fyrir
SA en Níels Þór Hafsteinsson jafn-
aði fyrir SR um miðja aðra lotu. SA
er með 27 stig og Fjölnir 18 en SR
er á botninum, án stiga. Það er því
endanlega ljóst að SA og Fjölnir
leika til úrslita um titilinn.
Úrslitin verða
milli SA og Fjölnis
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Sigruðu Akureyringar fagna marki
Ingvars Jónssonar gegn SR.
Handknattleiksmaðurinn Gísli Krist-
jánsson meiddist á öxl í fyrsta deild-
arleik sínum með þýska liðinu
Magdeburg í gær, þegar það tapaði
29:23 gegn Flensburg á útivelli. Gísli
var nýkominn af stað eftir að hafa
meiðst á öxl í leik með Kiel í nóv-
ember og var í janúar leystur undan
samningi sínum þar. Á heimasíðu
Magdeburg kemur fram að farið hafi
verið með Gísla á sjúkrahús og Benny
Wiegert, þjálfari liðsins, sagði á vef
þýska handknattleikssambandsins að
hugur sinn væri hjá Gísla sem myndi
fá allan stuðning félagsins.
Gísli meiddist
aftur í fyrsta leik
AFP
Óheppinn Gísli Þorgeir Krist-
jánsson er meiddur á ný.
Lloris í marki Tottenham varði víta-
spyrnu Riyad Mahrez og City missti
Oleksandr Zinchenko af velli með
rautt spjald áður en Steven Berg-
wijn og Son Heung-Min skoruðu og
tryggðu Tottenham 2:0 sigurinn sem
lyfti liðinu í fimmta sætið. Óskabyrj-
un hjá Bergwijn hinum hollenska í
fyrsta leik sínum með Tottenham.
Liverpool hélt hreinu í tíunda sinn
ENGLAND
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Eftir ósigur Manchester City gegn
Tottenham í London í gær, 2:0, ligg-
ur fyrir að Liverpool þarf „aðeins“
að ná 91 stigi til að verða enskur
meistari í knattspyrnu í fyrsta skipti
í þrjátíu ár.
Liverpool vann Southampton 4:0 á
laugardaginn og er komið með 73
stig, 22 meira en ríkjandi meistarar
City sem fyrir vikið geta nú aðeins
náð 90 stigum.
Sex sigrar í þrettán leikjum ættu
ekki að vera stórt vandamál fyrir
Jürgen Klopp og hans menn sem
setja hvert metið á fætur öðru og
hafa unnið 24 af 25 leikjum sínum í
deildinni. Nú snýst þetta ekki lengur
um hvort Liverpool verði meistari
heldur hversu fljótt liðið tryggi sér
titilinn og hve mörg met það slái áð-
ur en tímabilið er úti.
Næstu leikir Liverpool eru gegn
Norwich, West Ham, Watford, Bo-
urnemouth, Everton og Crystal Pa-
lace og vinni liðið þessa leiki og inn-
byrði umrædd átján stig á mettíma,
verður titillinn í höfn 21. mars, í
næsta leik áður en kemur að stór-
leiknum við Manchester City í 32.
umferð deildarinnar á Etihad-
leikvanginum 4. apríl. Fyrr ef City
tapar fleiri stigum í millitíðinni en
liðið á m.a. útileiki við Leicester,
Manchester United og Chelsea í
næstu sex umferðum. Tæknilega séð
getur Liverpool enn tryggt sér tit-
ilinn á hlaupársdag, 29. febrúar.
Tottenham er hinsvegar komið af
alvöru í slaginn um Meistaradeild-
arsæti eftir sigurinn á City. Hugo
í síðustu ellefu leikjum í deildinni en
slapp vel með 0:0 inn í leikhléið gegn
frísku liði Southampton á laugardag-
inn. Í seinni hálfleik sýndu meist-
araefnin hinsvegar hversvegna þeir
eru langefstir. Alex Oxlade-
Chamberlain og Jordan Henderson
skoruðu áður en Mohamed Salah
innsiglaði sigurinn með tveimur
mörkum, 4:0.
Bruno Fernandes fór beint í
byrjunarlið Manchester United,
tveimur dögum eftir að hann var
keyptur af Sporting Lissabon. Nær-
vera hans nægði þó aðeins til jafn-
teflis á heimavelli, 0:0 gegn Wolves,
og það þýðir að United hefur ekki
skorað í þremur leikjum í deildinni í
röð.
Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp
mark með hornspyrnu fyrir kólumb-
íska miðvörðinn Yerry Mina þegar
Everton vann upp 2:0 forskot Wat-
ford og vann góðan útisigur, 3:2.
Samt missti liðið Fabian Delph af
velli með rautt spjald þegar staðan
var 2:2 en Theo Walcott skoraði sig-
urmarkið í uppbótartíma.
Sheffield United gefur ekkert
eftir og nýliðarnir virðast fyrir al-
vöru ætla að vera með í baráttunni
um Evrópusæti. Þeir unnu Crystal
Palace í London á sjálfsmarki, 1:0,
og hafa ekki tapað í fimm útileikjum
í London í vetur.
AFP
Einbeittur José Mourinho gefur Harry Winks og Son Heung-Min fyrirskip-
anir eftir að Son kom Tottenham í 2:0 gegn Manchester City í gær.
Á hlaupársdag eða 21. mars?
Liverpool þarf í mesta lagi sex sigra í þrettán leikjum til að verða meistari