Morgunblaðið - 03.02.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.02.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2020  Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði sitt fjórða mark í fjórum fyrstu leikjum sínum með AC Milan í gær þegar hún gerði fyrra markið í 2:1 sigri í grannaslag gegn Inter Míl- anó í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu. Berglind lék allan leikinn og jafnaði eftir að Inter komst yfir í síðari hálf- leiknum. AC Milan sem er í þriðja sæti hefur unnið alla leikina eftir að landsliðsframherjinn íslenski kom til liðs við félagið.  Ítalska knattspyrnufélagið SPAL frá Ferrara hefur fengið Anton Loga Lúðvíksson, 16 ára drengjalandsliðs- mann, lánaðan frá Breiðabliki. Anton var í hópi Blika í einum leik í úrvals- deildinni síðasta haust og hefur spil- að 17 leiki með yngri landsliðum Ís- lands.  Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 6 mörk fyrir Elverum sem vann Nærbö örugglega, 34:22, í norsku úr- valsdeildinni í handknattleik á laug- ardaginn. Elverum er með fjögurra stiga forystu á Óskar Ólafsson og samherja hans í Drammen á toppi deildarinnar en Óskar gerði 2 mörk í útisigri á St. Hallvard, 36:30.  Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 7 mörk fyrir GOG og Gunnar Steinn Jónsson 7 mörk fyrir Ribe-Esbjerg þegar GOG vann leik liðann 36:28 í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik á laugardaginn. Alls gerðu Íslending- arnir í liðunum tveimur 20 mörk.  Kvennalið ÍBV í knattspyrnu fékk um helgina fimm nýja erlenda leik- menn til liðs við sig fyrir komandi tímabil. Þrjár þeirra eru landsliðs- konur Lettlands, þær Olga Sevcova, Eliza Spruntule og Karlina Miksone, og þá kemur hin þýska Hanna Kallmaier frá Kvarnsveden í Svíþjóð. Danielle Tolmais kemur frá Lille en hún hefur leikið með U23 ára lands- liði og B-landsliði Frakklands.  Bjarki Már Elísson átti enn einn stórleikinn með Lemgo og skoraði 11 mörk í gær þegar lið hans vann Stutt- gart, 27:23, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Bjarki er næst- markahæstur í deildinni með 159 mörk, einu minna en Hans Óttar Lindberg sem er með 160 mörk og gerði 11 mörk fyrir Füchse Berlín í sigri á Bal- ingen, 27:23. Þar var Oddur Gret- arsson aðalmaður í liði Balingen með 8 mörk. Arnór Þór Gunnarsson gerði 5 mörk fyrir Berg- ischer sem tapaði 27:24 fyrir Wetzlar en Viggó Kristjánsson skoraði 3 marka Wetzlar í þeim leik. Eitt ogannað FRJÁLSAR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Hlaupakonan kornunga Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir var í stóru hlutverki í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleik- anna í Laugardalshöllinni í gær. Hún vann bæði 60 og 200 metra hlaup kvenna eftir harða keppni við erlenda andstæðinga og innsiglaði sigur Ís- lands í 4x200 metra boðhlaupi þar sem bandarísk sveit var lögð að velli í loka- grein mótsins. Hin 18 ára gamla Guðbjörg Jóna vann fyrst 200 metra hlaupið á nýju mótsmeti, 23,98 sekúndum, sem er jafnframt hennar besti tími í greininni innanhúss. Aaliyah Pyatt frá Banda- ríkjunum varð önnur á 24,42 sekúndum og Tamara Miller frá Bretlandi þriðja á 24,90 sekúndum en þær eru báðar 24 ára gamlar. Íslandsmet Silju Úlfars- dóttur í greininni frá 2004 er 23,79 sek- úndur. Utanhúss er Guðbjörg Íslands- methafi en hún hljóp á 23,45 sekúndum í fyrrasumar. Guðbjörg vann síðan 60 metra hlaupið á 7,48 sekúndum þar sem hún var 1/100 úr sekúndu frá því að jafna Íslandsmetið innanhúss sem hún og Tiana Ósk Whitworth deila. Louise Ös- tergård frá Danmörku varð önnur á 7,51 sekúndu og Page Fairclough frá Bretlandi varð þriðja á 7,61 sekúndu en þær eru sex og sjö árum eldri en Guð- björg. Guðbjörg var loks í sveit Íslands sem vann 4x200 metra boðhlaup kvenna, lokagrein mótsins, á 1:37,94 mínútum en sveit Bandaríkjanna hljóp á 1:38,09 mínútum. Með Guðbjörgu í sveitinni voru Andrea Torfadóttir, Þórdís Eva Steinsdóttir og Agnes Kristjánsdóttir.  Hlynur Andrésson úr ÍR var að- eins tæplega hálfri sekúndu frá Ís- landsmetinu í 1.500 m hlaupi karla sem hann setti á mótinu í fyrra. Hlynur sigraði á 3:46,40 mínútum og hafði bet- ur í keppni við Breta og Bandaríkja- mann.  Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason og spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir kepptu í aukagrein beggja, kúluvarpinu, og unnu bæði. Guðni náði sínum besta árangri þegar hann kastaði 18,43 metra en Ásdís kastaði 15,57 metra og var 39 senti- metrum frá eigin Íslandsmeti í grein- inni.  Nánar um Reykjavíkurleikana í frjálsíþróttum og öðrum greinum á mbl.is/sport/reykjavikurleikar. Guðbjörg ósigrandi í Höllinni  Varð þrefaldur sigurvegari í frjáls- íþróttakeppni Reykjavíkurleikanna Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson Sigurvegari Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir kemur fyrst í mark í 60 m hlaup- inu, aðeins 3/100 úr sekúndu á undan Louise Östergård frá Danmörku. Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði 7 mörk fyrir Fram og Þórey Rósa Stefánsdóttir 6 en hjá Haukum var Berta Rut Harðardóttir atkvæða- mest með 5 mörk.  KA/Þór var með ótrúlega yfir- burði gegn botnliði Aftureldingar á Akureyri á laugardaginn og vann 30:12 eftir að staðan var 18:6 í hálf- leik. Rakel Sara Elvarsdóttir og Ás- dís Guðmundsdóttir gerðu 8 mörk hvor fyrir Akureyringa. Aftureld- ing hefur enn ekki fengið stig og nú er aðeins formsatriði að liðið hafni í botnsætinu og falli beint eftir eins árs dvöl í deildinni. vs@mbl.is Valur þurfti að hafa mikið fyrir því að vinna næstneðsta lið Olísdeildar kvenna í handknattleik, ÍBV, á Hlíðarenda í gær. Valskonur knúðu fram sigur, 21:19, eftir að Eyjakon- ur voru yfir í hálfleik, 12:11, og staðan var 17:17 þegar tíu mínútur voru eftir. Ásdís Þóra Ágústsdóttir skoraði 5 mörk fyrir Val, Lovísa Thompson og Díana Dögg Magnúsdóttir 4 mörk hvor. Íris Björk Símonar- dóttir varði 22 skot og var með 53,7 prósent markvörslu. Ásta Björg Júlíusdóttir skoraði 7 mörk fyrir ÍBV sem þrátt fyrir að vera í sjö- unda sæti, umspilssæti, gæti enn blandað sér í baráttuna um að kom- ast í fjögurra liða úrslitin. Aðeins fimm stig skilja að Stjörnuna, HK, Hauka, KA/Þór og ÍBV í þriðja til sjöunda sæti.  Fram vann sinn þrettánda sig- ur í fjórtán leikjum gegn Haukum á Ásvöllum á laugardaginn, 28:22, og er áfram þremur stigum á undan Val. Það myndi því ekki nægja Val að vinna heimaleikinn gegn Fram 29. febrúar því Safamýrarstúlk- urnar þyrftu að tapa stigi annars staðar til að missa deildarmeistara- titilinn úr höndum sér. Valur var í miklu basli með ÍBV Morgunblaðið/Árni Sæberg Fimm Ásdís Þóra Ágústsdóttir var markahæst hjá Val gegn ÍBV. KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Njarðtaksgryfjan: Njarðvík – Valur .. 19.15 MG-höllin: Stjarnan – Grindavík ........ 19.15 1. deild karla: Smárinn: Breiðablik – Selfoss ............. 19.15 Stykkishólmur: Snæfell – Vestri......... 19.15 Ice Lagoon-höllin: Sindri – Hamar.......... 20 KNATTSPYRNA Reykjavíkurmót karla, úrslitaleikur: Origo-völlurinn: Valur – KR..................... 19 Í KVÖLD! Í KEFLAVÍK Skúli B. Sigurðsson skulibsig@mbl.is Það var lítil reisn yfir leik Keflvík- inga og Þórsara frá Akureyri sem mættust í gær í Blue-höllinni í Keflavík í Dominos-deild karla í körfubolta. Kvöldið var heldur dauft hjá flestum sem í húsinu voru og þrátt fyrir þessar stað- reyndir voru skoruð hátt í 200 stig milli liðanna. Það voru Keflvík- ingar sem lönduðu sigrinum að lokum nokkuð áreynslulaust með því að skora 97 stig gegn 89 stig- um gestanna og þeir virðast eina liðið sem getur mögulega komið í veg fyrir að Stjarnan standi uppi sem deildarmeistari. Á þessu feikna sterka Keflavík- urliði virðist þetta vera einn af fáum veikleikum þess þennan vet- urinn, þ.e. að þeir eiga erfitt með að gría sig upp í leiki gegn liðum í neðri hluta deildarinnar. Þetta hef- ur kostað þá farseðil í höllina en blessunarlega voru Þórsarar langt frá sínu besta í gærkvöldi og þurftu heimamenn ekki neinn stjörnuleik til að landa sigrinum. Þórsarar ollu undirrituðum ákveðnum vonbrigðum í þessum leik. Liðið hefur verið að sýna skínandi fína frammistöðu í deild- inni og þessi leikur í raun risa- prófraun á hversu langt liðið er tilbúið að fara í úrslitakeppninni þetta árið. Og það er alveg raun- hæfur möguleiki því liðið er tölu- vert betra en það sem þeir sýndu í gærkvöldi. Liðið átti í vandræðum allt kvöldið með vagg og veltu Harðar Axels og Dominykas Milka hjá Keflavík. Jamal Palmer bjarg- aði liði Þórs frá algerri niður- lægingu líkt og síðustu heimsókn þeirra í Reykjanesbæ með fínum töktum á lokasprettinum. Það dugði þó ekki. Milka skoraði 27 stig fyrir Keflavík og Khalil Ullah Ahmad 18 en Palmer var með 29 stig fyrir Þór og Mantas Virbalas 25. Spenna á Sauðárkróki Tindastóll lagði KR að velli í hörkuleik á Sauðárkróki, 80:76, þar sem úrslitin réðust á drama- tískum lokasekúndum. Tindastóll er þar með í þriðja sætinu og skildi meistarana eftir í því fimmta en gríðarlega hörð keppni er fram- undan um heimaleikjaréttinn í úr- slitakeppninni. Deremy Geiger og Sinisa Bilic gerðu 16 stig hvor fyrir Tindastól og Pétur Rúnar Birgisson 13 en hjá KR var Brynjar Þór Björnsson með 16 stig, Jón Arnór Stefánsson og Michael Craion með 11 hvor.  Haukar eru í fjórða sætinu með jafnmörg stig og Tindastóll eftir sigur á ÍR í Seljahverfinu, 100:93. Flenard Whitfield og Kári Jónsson áttu frábæran leik með Haukum. Whitfield var með 29 stig og 15 fráköst og Kári skoraði 22 stig og átti 11 stoðsendingar. Evan Singletary skoraði 30 stig fyrir ÍR-inga sem eru áfram í bar- áttunni um að komast inn í úr- slitakeppnina.  Þór úr Þorlákshöfn vann botn- lið Fjölnis 90:82 og ljóst er að Grafarvogspiltarnir eru á leið nið- ur í 1. deildina. Þór er tveimur stigum ofan við Grindavík í átt- unda sætinu. Marko Bakovic skor- aði 27 stig fyrir Þór og Jerome Frink 21 en Jere Vucica var með 27 stig fyrir Fjölni og Viktor Mo- ses 24. Keflvíkingar elta Garðbæinga  Þurftu ekki stórleik til að sigra Þór Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson Keflavík Dominykas Milka skoraði 27 stig fyrir Keflavík og reynir hér að skora framhjá Þórsaranum Mantas Virbalas í leiknum í gærkvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.