Morgunblaðið - 03.02.2020, Side 28

Morgunblaðið - 03.02.2020, Side 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2020 ALLT Í FERMINGAR- VEISLUNA Smiðjuvegi 9 • 200 Kópavogur • s. 567 9911 • www.alltikoku.is SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á ALLTIKOKU.IS Frábært úrval af fermingarstyttum sykurskreytingum servíettum – löberum Sjón er sögu ríkari, kíktu við ! Yfir 12.000 vörunúmer VIÐTAL Einar Falur Ingólfsson efi@mbl Þetta hafa verið notalegir dagar. Ég hef bara komið einu sinni áður til Ís- lands og það var gjörólík upplifun, mikill hamagangur,“ segir tón- skáldið Gavin Bryars og hallar sér makindalega aftur í sófann. Bryars, sem er 77 ára gamall, er eitt þekkt- asta breska tónskáld sinnar kyn- slóðar og var gestur á tónlistar- hátíðinni Myrkum músíkdögum í síðustu viku, þar sem hinn kunni færeyski bassasöngvari Rúni Brattaberg flutti ásamt Caput tón- verk sem Bryars samdi fyrir hann fyrir sex árum, „Úr Egils sögu“. „Síðast kom ég fyrir átján árum, á Listahátíð, að fylgjast með dans- flokki Merce Cunninghams flytja verk við tónlist sem ég samdi. Ég náði bara að stoppa í nokkrar klukkustundir, var ekið í Bláa lónið, út að borða og á sýninguna, og svo eiginlega flogið með mig á brott. Það er notalegra núna; ég hitti áhuga- vert fólk, fer á æfingar og tónleika og í Sundhöllina á milli, sem mér finnst afskaplega notalegt. Ég kann vel við Reykjavík og það sem ég hef séð af landinu. Ég er líka maður norðursins. Er frá Yorkshire, svæði sem víkingar byggðu, og hef unnið mikið með norrænum þjóðum. Með- al annars í Færeyjum og með kórum á Norðurlöndum og í Eystrasalts- löndunum. Svo bý ég hluta ársins á Vancouver-eyju í Kanada. Ísland er í raun fyrir miðju þessa svæðis – hjartað í norðrinu.“ Bryars segist ekki alltaf ná að fylgja flutningi verka sinna eftir með þessum hætti, hann ferðist það mikið með eigin hljómsveit. „Í næstu viku verð ég samt viðstaddur frumflutning á nýjum strengjakvar- tett mínum í Písa á Ítalíu og nokkr- um dögum síðar flutning í Þýska- landi á fjórðu óperu minni en hún fjallar um Marilyn Monroe. Síðustu mánuði var ég mikið á ferðinni sem flytjandi, náði bara að vera heima í fjóra til fimm daga milli ferða, og það er of lítið til að ná góðri einbeitingu við að semja. Næstu mánuði mun ég hafa góðan tíma til að vinna en leggst aftur í flakk í maí. Fimmta óperan mín verður frum- flutt í Bandaríkjunum og ég stjórna konsert eftir mig í Tasmaníu.“ Listinn yfir verk Bryars er æði langur og hann segist sífellt vera að semja. Verkið sem var flutt á Myrk- um músíkdögum ákvað hann að semja um víkinga, út frá tengingu þeirra við Yorkshire. „Ég hafði kynnst Rúna þegar hann söng í óp- eru eftir mig mörgum árum áður og langaði að semja fyrir hann. Ég fór að lesa þýðingar á færeyskum kvæð- um, sem ég hreifst af, og lagðist svo í Íslendingasögunar. Mér þótti Egils saga áhrifamest af þeim en í henni eru hin stórkostlegu kvæði Egils og ég ákvað að semja lög við þau sum. Ég kaus að semja verkið fyrir söng á færeysku og forn-íslensku og því fylgdu skiljanlega alls kyns vanda- mál. Ég fékk leikara hér og í Fær- eyjum til að hljóðrita lestur á þeim fyrir mig, með réttum áherslum, sem var mjög mikilvægt. Frum- málið gefur þeim aukinn kraft; ef maður veit um hvað kvæðin fjalla má finna hvernig hljómur orðanna tjáir efnið, strúktúr hugsananna birtist í tungumálinu,“ segir Bryars af sannfæringu og geta áhugasamir kynnt sér verkið í flutningi Bratta- bergs, undir stjórn Bryars sjálfs, á Spotify. Ekki kvikmyndatónlist Mörg tónverka Bryars eru pant- anir en önnur eru hans hugmyndir. „Ég lifi vissulega af tekjum af pönt- uðum tónverkum. Ég gaf háskóla- lífið upp á bátinn fyrir 26 árum og fór aftur að lifa hættulega, sem tón- skáld í lausamennsku. Stundum verður maður að vera hugaður og semja verk án þess að hafa hug- mynd um að það skili manni nokkru, öðru en ánægjunni, og án málamiðl- ana sem gætu stuðlað að tekjum. Til að mynda hefur mig aldrei langað til að semja fyrir kvikmyndir.“ – Hvers vegna? „Mér finnst kvikmyndatónlist ekki nógu áhugaverð. Hún getur hljómað vel í myndunum en öll kvik- myndatónskáld sem ég þekki eru vansæl,“ svarar hann og glottir. „Þau kunna að vera efnuð en óska þess að hljóta viðurkenningu sem sjálfstæð tónskáld. Þau myndu öll vilja láta panta hjá sér óperu. Þau semja góð verk en mér finnst þetta vera hálfgerður gerviheimur.“ Bryars hikar og bætir svo bros- andi við: „Það er írónískt en ég kynntist seinni konunni minni, Önnu Tchernakovu, sem er rússneskur kvikmyndaleikstjóri, þegar ég var beðinn að semja tónlist við kvik- mynd eftir hana!“ Þess má geta að Bryars hefur síð- an samið tónlist fyrir kvikmyndir eftir eiginkonuna en tvítugur sonur hans semur hins vegar tónlistina í nýrri mynd hennar. Kaus að hafa engar fiðlur Það vekur athygli að með undan- tekningum virðist Bryars kjósa að semja einkum fyrir lægri hljóðfæri og sleppa fiðlunum. „Það er ekki að ég kunni ekki að meta þær, þetta er bara tilfinn- ing …“ segir hann um skær og björt hljóðfæri. „Þegar ég samdi fyrstu óperuna kaus ég að hafa engar fiðlur en bætti þess í stað við fimm áslátt- arleikurum. En ég kann sérstaklega vel að meta lágu hljóðfærin. Móðir mín var áhugasellisti, faðir minn áhugabassaleikari, ég er bassaleik- ari, dætur mínar leika á selló og lág- fiðlu, sonur minn á bassa. Og í hljómsveitinni minni eru lágfiðla, selló og bassi! Þegar fiðlu er bætt í þann hóp gjörbreytist tíðnin, verður miklu bjartari og hljómurinn í raun harðari – á meðan lægri hljóðfærin hafa fullkomið jafnvægi. En ég sem vitaskuld líka fyrir fullskipaðar hljómsveitir með fiðlum, og hef sam- ið fiðlukonsert og hefðbundna strengjakvartetta.“ Bryars segist njóta þess sérstak- lega vel að semja fyrir mannsrödd- ina. „Ef ég gæti lifað af því einu myndi ég líklega bara semja fyrir raddir,“ segir hann. „Í fullkomnum heimi myndi ég bara semja fyrir sex til átta radda kór sem hefur mótast við flutning eldri tónlistar. Ég hef líka samið fyrir stóra og flotta kóra, eins og Lettneska útvarpskórinn og Þjóðarkarlakór Eistlands. Þá hef ég á síðustu árum unnið ítrekað með The Crossing sem ég tel vera besta kór Norður-Ameríku. Nýverið samdi ég 75 mínútna verk fyrir hann sem við hljóðrituðum í október. Svei mér þá ef ég tel það bara ekki vera bestu tónlist sem ég hef samið! Venjulega er ég mjög gagnrýninn á sjálfan mig en það verk kann ég að meta.“ Þegar blaðamaður tjáir aðdáun sína á tveimur rómuðum eldri verk- um Bryars, The Sinking of the Tit- anic og Jesus’ Blood Never Failed Me Yet, segir hann það einu eldri verk sín sem hann flytji enn opin- berlega og njóti þess í hvert sinn. „Í hvert sinn sem ég heyri rödd gamla mannsins í Jesus’ Blood … hreyfir hún við mér. Í fyrra kom ég að tólf tíma flutningi verksins með kór heimilislauss fólks, minni hljómsveit og sinfóníuhljómsveit í Tate- listasafninu. Það var ekki mín hug- mynd að flytja það svo lengi og ég óttaðist að lengdin myndi drepa verkið fyrir mér, en það gerðist ekki. Þremur vikum seinna flutti ég það með sex manna hljómsveit í Tór- ínó og naut þess. Mér finnst það í raun alltaf ferskt og það hreyfir við mér, rétt eins og þegar ég kem að flutningi Titanic-verksins sem ég samdi fyrir hálfri öld! Ungur lærði ég tónsmíðar ekki al- mennilega og hef því þurft að kenna mér mikið sjálfur og æfa mig. En nú, þegar ég er orðinn þetta gamall, óttast ég alls ekki neitt og treysti mér til að takast á við hvaða verk- efni sem er!“ Morgunblaðið/Einar Falur Tónskáldið „Í fullkomnum heimi myndi ég bara semja fyrir sex til átta radda kór sem hefur mótast við flutning eldri tónlistar,“ segir Gavin Bry- ars. Hann treystir sér engu að síður til að takast á við hvað sem er. Nýtur lægri hljóðfæranna best  Breska tónskáldið Gavin Bryars öðlaðist frægð fyrir tónverk samið við hljóðritun á söngli óþekkts manns úti á götu  Er eitt þekktasta samtímatónskáld Breta  Vildi helst bara semja fyrir raddir Gavin Bryars er eitt þekktasta samtímatónskáld Breta. Hann hóf ferilinn sem djassbassaleik- ari en sneri sér síðan að tón- smíðum. Eitt fyrstu verka hans, The Sinking of the Titanic (1969) er oft flutt en þar nýtir Bryars í mínimalískum tónvefn- aði allskyns hljóð sem tengjast því er skipið fórst. Annað rómað verk hans er Jesus’ Blood Never Failed Me Yet (1971) sem bygg- ist á upptöku á söngli óþekkts mann úti á götu. Megas hefur meðal annars flutt það á tón- leikum. Seinni hljóðritun verks- ins frá 1993 með Tom Waits og hljómsveit er vel þekkt. Bryars var einn stofnenda Portsmouth Sinfonia og um skeið var hann prófessor við Leicester Polytechnic. Hann hefur samið mikinn fjölda verka: fimm óperur, verk fyrir dansflokka, strengjakvar- tetta, einleikara og ýmiskonar aðrar hljómsveitir, og hefur unnið náið með ýmsum kórum og söngflokkum, þar á meðal Hilliard Ensemble, Lettneska út- varpskórnum og The Crossing. Afar fjölhæft tónskáld SAMDI ÞEKKT TÓNVERK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.